Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. ágúst 2020 09:00 Það er rótgróin mýta að fólk sé síður ráðið í ný störf ef það er fimmtugt eða eldra. Vísir/Getty Það er rótgróin mýta að fólk yfir fimmtugt sé ekki ráðið í störf. Þess vegna skiptir miklu máli fyrir fólkt sem er á sextugsaldri og í atvinnuleit, hefji þá vegferð með réttu hugarfari. Því auðvitað eru margir vinnustaðir sem horfa sérstaklega til þeirra sem eru fimmtugir og eldri, með góða reynslu að baki, góð meðmæli og búin að fara í gegnum þau tímabil sem kalla oftar á heimaviðveru, s.s. vegna veikinda barna, skólafría og fleira. Hér eru þrjú góð ráð fyrir fólk sem er í atvinnuleit og yfir fimmtugt. 1. Síðustu tíu til fimmtán árin (max) Mikilvægt er að leggja góða vinnu í ferilskránna og passa að hún sé ekki meira en ein til tvær A4 síður þótt starfsferillinn sé langur. Í ferilskránni er best að leggja áherslu á síðasta áratug, eða í mesta lagi starfsreynsluna síðustu fimmtán árin ef þér finnst það skipta máli. Störf eða verkefni fyrir þann tíma skaltu tilgreina án þess að lýsa þeim í þaula. Undantekning á þessu er ef þú ert að sækja um starf þar sem reynsla fyrir þennan tíma skiptir máli. Þá er gott að draga fram verkefni eða lausnir sem þú hefur unnið að fyrir fyrri vinnuveitendur og skilað þeim miklum árangri. 2. Tæknikunnáttan Mikilvægt er að taka fram þekkingu á tæknimálum því oft er hún meiri en margur heldur. Hér skiptir þá mestu máli að tilgreina tækni sem verið er að nýta í dag en ekki kerfi sem eru úr sér gengin. Ef þú ert fljót/ur að tileinka þér nýja tækni eða átt auðvelt með að læra á nýjungar, taktu það vel fram. Ef þú telur æskilegt fyrir þig að vera betur að þér í einstaka kerfum, forritum eins og excel og fleira, er um að gera að nýta tímann á meðan þú ert í atvinnuleit og reyna að læra sem mest. Það er ótrúlega margt hægt að læra með því að afla sér upplýsinga á netinu, án tilkostnaðar. Passaðu það líka að persónulega netfangið þitt hafi ekki gamaldags ásýnd eða styðjist við lén sem flestir eru hættir að nota. Gmail netfang er algengast í dag. 3. Samfélagsmiðlar eru ekki bara fyrir ungt fólk Ungt fólk er nokkuð meðvitað um það að það hvað er birt á samfélagsmiðlum getur skipt máli fyrir ráðningu í starf. Þetta á ekkert síður við um fólk sem er eldra en fimmtugt og því er um að gera að birta myndir og stöðufærslur (í hófi) á samfélagsmiðlum, sem gefa þér góða ásýnd fyrir framtíðarvinnuveitanda. Hér er þá um að gera að birta fleiri myndir en aðeins af afa eða ömmubörnunum! Eins færist í aukana að Íslendingar nýti LinkedIn sem samfélagsmiðil í atvinnu- og viðskiptalífi. Þar er þá hægt að setja inn enn meiri upplýsingar úr ferilskrá. Það fer þó eftir því á hvaða starfsvettvangi þú ert að þreifa fyrir þér, hvort LinkedIn eigi við. Hér gilda sömu reglur og við gerð góðrar ferilskráar: Það þarf að vanda vel til verka. Síðan er um að gera að setja smá stolt í reynsluna sem þú hefur umfram þér yngra fólk. Þá er ágætt að horfa til vinnustaða sem augljóslega leggja áherslu á fjölbreytni starfsfólks, þar með talið að vera með starfsfólk á mismunandi aldri. Á krepputímum skiptir líka miklu máli að vera opin fyrir nýjum hugmyndum eða tækifærum. Góðu ráðin Starfsframi Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Það er rótgróin mýta að fólk yfir fimmtugt sé ekki ráðið í störf. Þess vegna skiptir miklu máli fyrir fólkt sem er á sextugsaldri og í atvinnuleit, hefji þá vegferð með réttu hugarfari. Því auðvitað eru margir vinnustaðir sem horfa sérstaklega til þeirra sem eru fimmtugir og eldri, með góða reynslu að baki, góð meðmæli og búin að fara í gegnum þau tímabil sem kalla oftar á heimaviðveru, s.s. vegna veikinda barna, skólafría og fleira. Hér eru þrjú góð ráð fyrir fólk sem er í atvinnuleit og yfir fimmtugt. 1. Síðustu tíu til fimmtán árin (max) Mikilvægt er að leggja góða vinnu í ferilskránna og passa að hún sé ekki meira en ein til tvær A4 síður þótt starfsferillinn sé langur. Í ferilskránni er best að leggja áherslu á síðasta áratug, eða í mesta lagi starfsreynsluna síðustu fimmtán árin ef þér finnst það skipta máli. Störf eða verkefni fyrir þann tíma skaltu tilgreina án þess að lýsa þeim í þaula. Undantekning á þessu er ef þú ert að sækja um starf þar sem reynsla fyrir þennan tíma skiptir máli. Þá er gott að draga fram verkefni eða lausnir sem þú hefur unnið að fyrir fyrri vinnuveitendur og skilað þeim miklum árangri. 2. Tæknikunnáttan Mikilvægt er að taka fram þekkingu á tæknimálum því oft er hún meiri en margur heldur. Hér skiptir þá mestu máli að tilgreina tækni sem verið er að nýta í dag en ekki kerfi sem eru úr sér gengin. Ef þú ert fljót/ur að tileinka þér nýja tækni eða átt auðvelt með að læra á nýjungar, taktu það vel fram. Ef þú telur æskilegt fyrir þig að vera betur að þér í einstaka kerfum, forritum eins og excel og fleira, er um að gera að nýta tímann á meðan þú ert í atvinnuleit og reyna að læra sem mest. Það er ótrúlega margt hægt að læra með því að afla sér upplýsinga á netinu, án tilkostnaðar. Passaðu það líka að persónulega netfangið þitt hafi ekki gamaldags ásýnd eða styðjist við lén sem flestir eru hættir að nota. Gmail netfang er algengast í dag. 3. Samfélagsmiðlar eru ekki bara fyrir ungt fólk Ungt fólk er nokkuð meðvitað um það að það hvað er birt á samfélagsmiðlum getur skipt máli fyrir ráðningu í starf. Þetta á ekkert síður við um fólk sem er eldra en fimmtugt og því er um að gera að birta myndir og stöðufærslur (í hófi) á samfélagsmiðlum, sem gefa þér góða ásýnd fyrir framtíðarvinnuveitanda. Hér er þá um að gera að birta fleiri myndir en aðeins af afa eða ömmubörnunum! Eins færist í aukana að Íslendingar nýti LinkedIn sem samfélagsmiðil í atvinnu- og viðskiptalífi. Þar er þá hægt að setja inn enn meiri upplýsingar úr ferilskrá. Það fer þó eftir því á hvaða starfsvettvangi þú ert að þreifa fyrir þér, hvort LinkedIn eigi við. Hér gilda sömu reglur og við gerð góðrar ferilskráar: Það þarf að vanda vel til verka. Síðan er um að gera að setja smá stolt í reynsluna sem þú hefur umfram þér yngra fólk. Þá er ágætt að horfa til vinnustaða sem augljóslega leggja áherslu á fjölbreytni starfsfólks, þar með talið að vera með starfsfólk á mismunandi aldri. Á krepputímum skiptir líka miklu máli að vera opin fyrir nýjum hugmyndum eða tækifærum.
Góðu ráðin Starfsframi Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira