Vík í Mýrdal er eins og draugaþorp í kjölfar Covid-19 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2020 12:15 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem segir að það þýði ekki að leggjast í sorg og sút vegna ástandsins, íbúar Mýrdalshrepps ætli að koma standandi niður eftir Covid-19 faraldurinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepp segir að þorpið í Vík í Mýrdal sé eins og draugþorp eftir að Covid-19 kom upp, enda ekki einn ferðamaður á ferð. Íbúar sveitarfélagsins ætla að vera duglegir að bjóða Íslendingum heim í sumar. Mýrdalshreppur hefur verið eitt allra helsta aðdráttarafl ferðamanna síðustu ár enda margar fallegar náttúruperlur í sveitarfélaginu. Mikil uppbygging hefur t.d. verið í þorpinu í Vík, sem tengist ferðaþjónustu en nú er það allt farið, það kemur engin ferðamaður á staðinn. „Ég dáist að því hvað fólk heldur ró sinni og það eru allir að reyna að gera eins vel og þeir geta út frá stöðunni, sem við erum í en auðvitað gengur þetta ástandi ekki lengi. Það er alveg sama hvert litið er, hvort þetta er bleikjueldi, bílaviðgerðir eða veitingahús, það er núll innkoma,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Þorbjörg segir að það sé draugalegt yfir þorpinu í Vík þessa dagana enda engir ferðamenn á ferðinni og öll starfsemi liggur meira og minna niðri, sem snýr að ferðaþjónustu á einn eða annan hátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þorbjörg líkir Vík í Mýrdal, sem draugaþorpi í dag. „Já, það er bara óhætt að segja það, nú er Snorrabúð stekkur, það er varla hræða á ferð nema bara heimamenn.“ Ekkert kórónusmit hefur komið upp í Mýrdalshreppi enda segir Þorbjörg heimamenn rólega og haldi sig bara heima, enda þori fólk ekki annað en að hlýða Víði. Sveitarstjórinn vill sjá í þessu ástandi að það komi meiri peningur inn í framkvæmdasjóð ferðamála og endurskoða þær umsóknir sem þar liggja því það hafi verið fullt af umsóknum, m.a. úr Mýrdalshreppi, því þarf sé fullt af störfum, sem fengu ekki náð fyrir augum nefndar sjóðsins. Þá segir Þorbjörg að það sé nauðsynlegt fyrir fyrirtæki landsins að fá meiri stuðning frá ríkisvaldinu í aðstæðum sem þessum. „Við ætlum okkur að koma standandi niður úr þessu en til þess þurfum við aðstoð stjórnvalda. Eins og núna erum við að undirbúa okkur við það að bjóða Íslendinga velkomna til okkar í sumar. Hér er ótal afþreying fyrir utan fallega náttúru,“ segir Þorbjörg. 44% íbúa í Mýrdalshreppi eru útlendingar sem hafa unnið í ferðaþjónustu. Þorbjörg segir að flestir haldi enn ráðningasambandi við sín fyrirtæki og fari hlutaleiðina. Reiknað er með að atvinnuleysi í sveitarfélaginu fari upp í 34% núna í apríl. Þrátt fyrir það er sveitarstjórinn bjartsýn á framhaldið. „Já, ég er bjartsýn að eðlisfari og það hjálpar mér helling. Ég held að það þýði ekki að leggjast í einhverja sorg og sút, við þurfum að bretta upp ermar ef við erum ákveðin í að komast standandi niður úr þessu þá hjálpar það okkur alveg helling en við þurfum aðstoð við það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepp segir að þorpið í Vík í Mýrdal sé eins og draugþorp eftir að Covid-19 kom upp, enda ekki einn ferðamaður á ferð. Íbúar sveitarfélagsins ætla að vera duglegir að bjóða Íslendingum heim í sumar. Mýrdalshreppur hefur verið eitt allra helsta aðdráttarafl ferðamanna síðustu ár enda margar fallegar náttúruperlur í sveitarfélaginu. Mikil uppbygging hefur t.d. verið í þorpinu í Vík, sem tengist ferðaþjónustu en nú er það allt farið, það kemur engin ferðamaður á staðinn. „Ég dáist að því hvað fólk heldur ró sinni og það eru allir að reyna að gera eins vel og þeir geta út frá stöðunni, sem við erum í en auðvitað gengur þetta ástandi ekki lengi. Það er alveg sama hvert litið er, hvort þetta er bleikjueldi, bílaviðgerðir eða veitingahús, það er núll innkoma,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Þorbjörg segir að það sé draugalegt yfir þorpinu í Vík þessa dagana enda engir ferðamenn á ferðinni og öll starfsemi liggur meira og minna niðri, sem snýr að ferðaþjónustu á einn eða annan hátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þorbjörg líkir Vík í Mýrdal, sem draugaþorpi í dag. „Já, það er bara óhætt að segja það, nú er Snorrabúð stekkur, það er varla hræða á ferð nema bara heimamenn.“ Ekkert kórónusmit hefur komið upp í Mýrdalshreppi enda segir Þorbjörg heimamenn rólega og haldi sig bara heima, enda þori fólk ekki annað en að hlýða Víði. Sveitarstjórinn vill sjá í þessu ástandi að það komi meiri peningur inn í framkvæmdasjóð ferðamála og endurskoða þær umsóknir sem þar liggja því það hafi verið fullt af umsóknum, m.a. úr Mýrdalshreppi, því þarf sé fullt af störfum, sem fengu ekki náð fyrir augum nefndar sjóðsins. Þá segir Þorbjörg að það sé nauðsynlegt fyrir fyrirtæki landsins að fá meiri stuðning frá ríkisvaldinu í aðstæðum sem þessum. „Við ætlum okkur að koma standandi niður úr þessu en til þess þurfum við aðstoð stjórnvalda. Eins og núna erum við að undirbúa okkur við það að bjóða Íslendinga velkomna til okkar í sumar. Hér er ótal afþreying fyrir utan fallega náttúru,“ segir Þorbjörg. 44% íbúa í Mýrdalshreppi eru útlendingar sem hafa unnið í ferðaþjónustu. Þorbjörg segir að flestir haldi enn ráðningasambandi við sín fyrirtæki og fari hlutaleiðina. Reiknað er með að atvinnuleysi í sveitarfélaginu fari upp í 34% núna í apríl. Þrátt fyrir það er sveitarstjórinn bjartsýn á framhaldið. „Já, ég er bjartsýn að eðlisfari og það hjálpar mér helling. Ég held að það þýði ekki að leggjast í einhverja sorg og sút, við þurfum að bretta upp ermar ef við erum ákveðin í að komast standandi niður úr þessu þá hjálpar það okkur alveg helling en við þurfum aðstoð við það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira