Atriði sem afkastamiklir stjórnendur í fjarvinnu þurfa að huga að Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 09:00 Í fjarvinnu þurfa stjórnendur að vera meðvitaðir um að þeirra hegðun getur haft mikil áhrif á það hvernig teyminu gengur. Vísir/Getty Það er allur gangur á því hvernig fólk er að upplifa fjarvinnu. Sumir segjast afkasta miklu meir vinnandi heiman frá á meðan aðrir upplifa fjarvinnuna lýjandi eða eiga jafnvel erfiðara með að vinna í samanburði við á vinnustaðnum. Í mörgum teymum er það þannig að sá aðili sem á ekkert erfitt með fjarvinnuna er stjórnandinn sjálfur. Þetta er oft starfsmaðurinn sem hvort eð er skarar fram úr í afköstum, er alltaf sívinnandi og starfsfólk lítur almennt upp til vegna þess hversu magnaður viðkomandi er í starfi sínu. En þessir stjórnendur þurfa kannski að líta aðeins í eigin barm í fjarvinnunni því þeirra hegðun getur haft mikið um það að segja, hvernig öðru starfsfólki er að ganga að vinna heiman frá. Skoðum þetta aðeins nánar. Til að byrja með er gott að átta sig á því hverjir teljast afkastameiri en aðrir og hverjir ekki. Til þess að átta sig á þessu er hægt að svara fullyrðingum þar sem fólk er beðið um að svara: Ertu sammála, mjög sammála eða ósammála? Fullyrðingarnar eru eftirfarandi: Allir sem eru tilbúnir til að leggja mikla vinnu á sig hafa möguleika á að ná langt Fólk sem leggur ekki mikið á sig í starfi er síður líklegt til að ganga vel Lífið væri nú frekar tilgangslaust ef við þyrftum ekkert að leggja á okkur Samfélagið væri betur statt ef fólk hefði ekki svona mikinn tíma aflögu. Ef þú ert sammála eða mjög sammála þessum fullyrðingum má telja líklegt að þú teljist afkastameiri en meðal starfsmaður. Á ensku skammastafast mikil afkastageta sem PWE sem stendur fyrir „high personal work ethic.“ Leigh Thompson er aðjúnkt við Northwestern University í Bandaríkjunum en einnig prófessor við stjórnendaskóla Kellgg School of Management. Hún mælir með því að afkastamiklir stjórnendur líti í eiginn barm í fjarvinnunni því einkenni í þeirra hegðun getur orðið til þess að draga úr afkastagetu teyma í stað þess að efla starfsfólkið til dáða og auka á afköstin. Thompson nefnir fjögur dæmi sem hún leggur til að stjórnendur hugi að. 1. Tilfinningin um að hafa stjórn Afkastamiklir stjórnendur upplifa sig hafa betri stjórn á hlutunum ef þeir og allir aðrir eru mjög uppteknir við vinnu. Þeim dettur ekki í hug að sofa lengur þótt það sé fjarvinna, spjalla við vini á netinu eða kíkja aðeins á Netflix yfir daginn. Það sem meira er, þessir stjórnendur eru oftast líka eitthvað að vinna á kvöldin og um helgar. Í fjarvinnu vottar fyrir þeirri tilfinningu að þeir hafi ekki eins mikla stjórn í samanburði við það þegar allir eru á staðnum. Það sem þessi stjórnandi þarf hins vegar að gera er að átta sig á því að þessi tilfinning snýst í raun um þá sjálfa en ekki starfsfólkið né fjarvinnuna. 2. Keyra verkefnaúthlutanir í gegn á fjarvinnufundum Afkastamiklir stjórnendur keyra verkefnaúthlutanir í gegn á fjarvinnufundum, vilja oft klára fundinn sem fyrst og halda áfram að vinna. Þessi hegðun getur dregið úr vinnugleði og afköstum annarra starfsmanna. Það sem stjórnandinn þarf að gera hér er að gefa smá svigrúm til vinaspjalls. Þetta þarf ekki að vera mikið, bara örstutt til að gefa starfsfólki vísbendingu um að það skipti máli hvernig fólki líður og hvernig þeim gengur. Annars er hætta á að smátt og smátt fari starfsfólki að finnast fjarvinnan lýjandi enda engin félagsleg tengsl. 3. Vinnan er alltaf undir pressu Afkastamiklir stjórnendur eru sjálfir alltaf að keppast við eitthvað. Þetta skýrist meðal annars af því hugarfari þeirra að mikilvægt sé að leggja vel á sig í starfi því annars er hætta á að þú dragist aftur úr. Það er til dæmis dæmigert fyrir þennan stjórnanda að síðustu skilaboðin að kvöldi séu frá honum en samt er hann sá fyrsti sem lætur til sín taka í upphafi vinnudags. Hérna þarf stjórnandinn að sýna smá slaka því það er ekki eðlileg krafa að ætlast til þess að allir vinni alltaf undir álagi, standi sig alltaf frábærlega og séu samhliða að fást við allar þær áskoranir sem fylgja fjarvinnu. 4. Eiga erfitt með að slá slöku við Innst inni myndi afkastamiklum stjórnendum finnast það frábært ef allir leggðu sig jafn mikið fram við vinnu og þeir gera sjálfir. Hér þarf stjórnandinn hins vegar að átta sig á því að fjarvinnan ein og sér er að reynast mörgum erfið áskorun. Sumir hafa ekki nægilega góða aðstöðu heima fyrir, eru tæknilega ekki nógu öruggir, eru með fjölskyldumeðlimi í kringum sig allan daginn, félagslega tengingin við vinnufélagana er ekki til staðar og fleira. Þá hafa rannsóknir sýnt að það dregur úr vinnugleði fólks og afkastagetu til lengri tíma litið ef fólk fær ekki smá hvíld á milli tarna eða frá vinnu. Hér þarf stjórnandinn því að slá aðeins af kröfunum og sýna því meiri skilning að vinnan er ekki jafn mikið kappsmál fyrir alla starfsmenn og hann sjálfan. Fjarvinna Stjórnun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Það er allur gangur á því hvernig fólk er að upplifa fjarvinnu. Sumir segjast afkasta miklu meir vinnandi heiman frá á meðan aðrir upplifa fjarvinnuna lýjandi eða eiga jafnvel erfiðara með að vinna í samanburði við á vinnustaðnum. Í mörgum teymum er það þannig að sá aðili sem á ekkert erfitt með fjarvinnuna er stjórnandinn sjálfur. Þetta er oft starfsmaðurinn sem hvort eð er skarar fram úr í afköstum, er alltaf sívinnandi og starfsfólk lítur almennt upp til vegna þess hversu magnaður viðkomandi er í starfi sínu. En þessir stjórnendur þurfa kannski að líta aðeins í eigin barm í fjarvinnunni því þeirra hegðun getur haft mikið um það að segja, hvernig öðru starfsfólki er að ganga að vinna heiman frá. Skoðum þetta aðeins nánar. Til að byrja með er gott að átta sig á því hverjir teljast afkastameiri en aðrir og hverjir ekki. Til þess að átta sig á þessu er hægt að svara fullyrðingum þar sem fólk er beðið um að svara: Ertu sammála, mjög sammála eða ósammála? Fullyrðingarnar eru eftirfarandi: Allir sem eru tilbúnir til að leggja mikla vinnu á sig hafa möguleika á að ná langt Fólk sem leggur ekki mikið á sig í starfi er síður líklegt til að ganga vel Lífið væri nú frekar tilgangslaust ef við þyrftum ekkert að leggja á okkur Samfélagið væri betur statt ef fólk hefði ekki svona mikinn tíma aflögu. Ef þú ert sammála eða mjög sammála þessum fullyrðingum má telja líklegt að þú teljist afkastameiri en meðal starfsmaður. Á ensku skammastafast mikil afkastageta sem PWE sem stendur fyrir „high personal work ethic.“ Leigh Thompson er aðjúnkt við Northwestern University í Bandaríkjunum en einnig prófessor við stjórnendaskóla Kellgg School of Management. Hún mælir með því að afkastamiklir stjórnendur líti í eiginn barm í fjarvinnunni því einkenni í þeirra hegðun getur orðið til þess að draga úr afkastagetu teyma í stað þess að efla starfsfólkið til dáða og auka á afköstin. Thompson nefnir fjögur dæmi sem hún leggur til að stjórnendur hugi að. 1. Tilfinningin um að hafa stjórn Afkastamiklir stjórnendur upplifa sig hafa betri stjórn á hlutunum ef þeir og allir aðrir eru mjög uppteknir við vinnu. Þeim dettur ekki í hug að sofa lengur þótt það sé fjarvinna, spjalla við vini á netinu eða kíkja aðeins á Netflix yfir daginn. Það sem meira er, þessir stjórnendur eru oftast líka eitthvað að vinna á kvöldin og um helgar. Í fjarvinnu vottar fyrir þeirri tilfinningu að þeir hafi ekki eins mikla stjórn í samanburði við það þegar allir eru á staðnum. Það sem þessi stjórnandi þarf hins vegar að gera er að átta sig á því að þessi tilfinning snýst í raun um þá sjálfa en ekki starfsfólkið né fjarvinnuna. 2. Keyra verkefnaúthlutanir í gegn á fjarvinnufundum Afkastamiklir stjórnendur keyra verkefnaúthlutanir í gegn á fjarvinnufundum, vilja oft klára fundinn sem fyrst og halda áfram að vinna. Þessi hegðun getur dregið úr vinnugleði og afköstum annarra starfsmanna. Það sem stjórnandinn þarf að gera hér er að gefa smá svigrúm til vinaspjalls. Þetta þarf ekki að vera mikið, bara örstutt til að gefa starfsfólki vísbendingu um að það skipti máli hvernig fólki líður og hvernig þeim gengur. Annars er hætta á að smátt og smátt fari starfsfólki að finnast fjarvinnan lýjandi enda engin félagsleg tengsl. 3. Vinnan er alltaf undir pressu Afkastamiklir stjórnendur eru sjálfir alltaf að keppast við eitthvað. Þetta skýrist meðal annars af því hugarfari þeirra að mikilvægt sé að leggja vel á sig í starfi því annars er hætta á að þú dragist aftur úr. Það er til dæmis dæmigert fyrir þennan stjórnanda að síðustu skilaboðin að kvöldi séu frá honum en samt er hann sá fyrsti sem lætur til sín taka í upphafi vinnudags. Hérna þarf stjórnandinn að sýna smá slaka því það er ekki eðlileg krafa að ætlast til þess að allir vinni alltaf undir álagi, standi sig alltaf frábærlega og séu samhliða að fást við allar þær áskoranir sem fylgja fjarvinnu. 4. Eiga erfitt með að slá slöku við Innst inni myndi afkastamiklum stjórnendum finnast það frábært ef allir leggðu sig jafn mikið fram við vinnu og þeir gera sjálfir. Hér þarf stjórnandinn hins vegar að átta sig á því að fjarvinnan ein og sér er að reynast mörgum erfið áskorun. Sumir hafa ekki nægilega góða aðstöðu heima fyrir, eru tæknilega ekki nógu öruggir, eru með fjölskyldumeðlimi í kringum sig allan daginn, félagslega tengingin við vinnufélagana er ekki til staðar og fleira. Þá hafa rannsóknir sýnt að það dregur úr vinnugleði fólks og afkastagetu til lengri tíma litið ef fólk fær ekki smá hvíld á milli tarna eða frá vinnu. Hér þarf stjórnandinn því að slá aðeins af kröfunum og sýna því meiri skilning að vinnan er ekki jafn mikið kappsmál fyrir alla starfsmenn og hann sjálfan.
Fjarvinna Stjórnun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira