Óljóst hve mikið launin hækka Kolbeinn Tumi Daðason og Birgir Olgeirsson skrifa 1. september 2020 16:27 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Vísir/Arnar Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. Í dómnum kemur fram að ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. Fjármagninu skal varið til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Ríkið skuli á sama hátt leggja öðrum heilbrigðisstofnunum til 200 milljónir á ári á sama tímabili. Gerðardómurinn var skipaður í júlí vegna kjaradeilunnar og úrskurðurinn birtur á vef Ríkissáttasemjara í dag. „Það er gott að það er verið að bæta í vissa hluti, eins og sértæk verkefni. En hver hin eiginlega niðurstaða verður fyrir hinn eiginlega félagsmann get ég ekkert sagt um,“ segir Guðbjörg. „Sú vinna sem bíður er að taka upp stofnanasamninga við allar heilbrigðisstofnanir hjá ríkinu og endurskoða í samvinnu við hverja einustu stofnun. Það þarf að gerast hratt og vel af því því á að vera lokið fyrir áramótum. Við einhendum okkur í það að sjálfsögðu og væntum góðs samstarfs frá öllum stofnunum.“ Guðbjörg hefur ekki heyrt hljóðið í félagsmönnum. „Það hefur verið mikil spenna í loftinu undanfarna daga og vikur. Ég er viss um að það verða einhverjir fyrir vonbrigðum að sjá engar ákveðnar tölur eða prósentuhækkanir í gerðardómnum í dag eða hvað þetta þýðir fyrir hvern og einn. En það þarf bara að koma fram í útfærslunni á stofnanasamningnum.“ Framundan er fundur með forsvarsmönnum Landspítalans í vikunni og nú verði bara að leggjast yfir útreikningana. Ýmislegt jákvætt megi sjá í gerðardóminum. „Það koma fram vísbendingar um að hjúkrunafræðingar séu lægra launasettir miðað við þá ábyrgð sem þeir hafa í starfi,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. Viðtalið í heild má sjá að neðan. Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. Í dómnum kemur fram að ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. Fjármagninu skal varið til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Ríkið skuli á sama hátt leggja öðrum heilbrigðisstofnunum til 200 milljónir á ári á sama tímabili. Gerðardómurinn var skipaður í júlí vegna kjaradeilunnar og úrskurðurinn birtur á vef Ríkissáttasemjara í dag. „Það er gott að það er verið að bæta í vissa hluti, eins og sértæk verkefni. En hver hin eiginlega niðurstaða verður fyrir hinn eiginlega félagsmann get ég ekkert sagt um,“ segir Guðbjörg. „Sú vinna sem bíður er að taka upp stofnanasamninga við allar heilbrigðisstofnanir hjá ríkinu og endurskoða í samvinnu við hverja einustu stofnun. Það þarf að gerast hratt og vel af því því á að vera lokið fyrir áramótum. Við einhendum okkur í það að sjálfsögðu og væntum góðs samstarfs frá öllum stofnunum.“ Guðbjörg hefur ekki heyrt hljóðið í félagsmönnum. „Það hefur verið mikil spenna í loftinu undanfarna daga og vikur. Ég er viss um að það verða einhverjir fyrir vonbrigðum að sjá engar ákveðnar tölur eða prósentuhækkanir í gerðardómnum í dag eða hvað þetta þýðir fyrir hvern og einn. En það þarf bara að koma fram í útfærslunni á stofnanasamningnum.“ Framundan er fundur með forsvarsmönnum Landspítalans í vikunni og nú verði bara að leggjast yfir útreikningana. Ýmislegt jákvætt megi sjá í gerðardóminum. „Það koma fram vísbendingar um að hjúkrunafræðingar séu lægra launasettir miðað við þá ábyrgð sem þeir hafa í starfi,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. Viðtalið í heild má sjá að neðan.
Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59