Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2020 12:14 Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. Ljósmyndin sýnir björgunarsveit að störfum í óveðri frá liðnum vetri. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. Í gær lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi vegna norðanhríðar norðaustan til. Eiríkur Örn Jóhannsson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu íslands. „Spáin gekk eftir í öllum megindráttum. Það var töluvert hvasst víða og talsverð rigning og snjókoma til fjalla. Fimmtán sentímetrar af snjó mældust á Grímsstöðum á fjöllum.“ Í morgun breyttust appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi í gular. Auk þess verða gular viðvaranir á miðhálendinu, Suðausturlandi og á Austfjörðum. Hvassast verður á Suðausturlandi 15-23 m/s en 30-35 m/sek í vindhviðum. Það dregur síðan hægt úr vindi og úrkomu síðdegis og gulu viðvaranirnar falla úr gildi, ein af annarri, eftir klukkan 20.00 í kvöld, fyrst norðaustantil en síðast Suðaustanlands og á Austfjörðum. Í nótt snjóaði talsvert á norðanverðu hálendinu. Þar er skafrenningur og vetrarástand. Ekki talið hentugt til ferðalaga. Þá er krapi á Mývatns-og Möðrudalsöræfum, á Vopnafjarðarheiði og á Hellisheiði eystri. Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjum, segir að féð til fjalla beri sig merkilega vel en hópur norðlenskra bænda náði að smala kindunum niður fyrir svæðið þar sem snjóhríðin var mest.Vísir/Sæþór Veðurstofan varaði bændur norðaustantil við snjóhríð sem gæti skapað vandræði fyrir sauðfé. Fréttastofa ræddi í gær við Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingja á Þeistareykjum en hópur norðlenskra sauðfjárbænda var í kapphlaupi við tímann í gær og í morgun að færa féð niður fyrir snjólínu. Sæþór sagði í samtali við fréttastofu í morgun að þeim hefði tekist að smala fénu niður fyrir versta svæðið og að féð bæri sig merkilega vel þrátt fyrir smá fönn. Hann væri ákaflega ánægður með dagsverkið. En þrátt fyrir óveðrið í nótt fóru björgunarsveitir víða um land í örfá útköll, öll tengd foki á lausamunum. „Nóttin hjá björgunarsveitunum gekk nú frekar vel og var róleg miðað við veðrið sem gekk yfir landið þannig að við bara fögnum því. Það sem við tökum út úr því er að fólk hafi meðtekið skilaboðin og gert ráðstafanir til að minnka þær afleiðingar sem veðrið hafði á nærumhverfi fólks,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Veður Tengdar fréttir Snjó festi á fjallvegum norðaustanlands Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. 4. september 2020 06:51 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. Í gær lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi vegna norðanhríðar norðaustan til. Eiríkur Örn Jóhannsson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu íslands. „Spáin gekk eftir í öllum megindráttum. Það var töluvert hvasst víða og talsverð rigning og snjókoma til fjalla. Fimmtán sentímetrar af snjó mældust á Grímsstöðum á fjöllum.“ Í morgun breyttust appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi í gular. Auk þess verða gular viðvaranir á miðhálendinu, Suðausturlandi og á Austfjörðum. Hvassast verður á Suðausturlandi 15-23 m/s en 30-35 m/sek í vindhviðum. Það dregur síðan hægt úr vindi og úrkomu síðdegis og gulu viðvaranirnar falla úr gildi, ein af annarri, eftir klukkan 20.00 í kvöld, fyrst norðaustantil en síðast Suðaustanlands og á Austfjörðum. Í nótt snjóaði talsvert á norðanverðu hálendinu. Þar er skafrenningur og vetrarástand. Ekki talið hentugt til ferðalaga. Þá er krapi á Mývatns-og Möðrudalsöræfum, á Vopnafjarðarheiði og á Hellisheiði eystri. Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjum, segir að féð til fjalla beri sig merkilega vel en hópur norðlenskra bænda náði að smala kindunum niður fyrir svæðið þar sem snjóhríðin var mest.Vísir/Sæþór Veðurstofan varaði bændur norðaustantil við snjóhríð sem gæti skapað vandræði fyrir sauðfé. Fréttastofa ræddi í gær við Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingja á Þeistareykjum en hópur norðlenskra sauðfjárbænda var í kapphlaupi við tímann í gær og í morgun að færa féð niður fyrir snjólínu. Sæþór sagði í samtali við fréttastofu í morgun að þeim hefði tekist að smala fénu niður fyrir versta svæðið og að féð bæri sig merkilega vel þrátt fyrir smá fönn. Hann væri ákaflega ánægður með dagsverkið. En þrátt fyrir óveðrið í nótt fóru björgunarsveitir víða um land í örfá útköll, öll tengd foki á lausamunum. „Nóttin hjá björgunarsveitunum gekk nú frekar vel og var róleg miðað við veðrið sem gekk yfir landið þannig að við bara fögnum því. Það sem við tökum út úr því er að fólk hafi meðtekið skilaboðin og gert ráðstafanir til að minnka þær afleiðingar sem veðrið hafði á nærumhverfi fólks,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
Veður Tengdar fréttir Snjó festi á fjallvegum norðaustanlands Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. 4. september 2020 06:51 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Snjó festi á fjallvegum norðaustanlands Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. 4. september 2020 06:51
Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19
Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14