Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 20:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. Einn stjórnarþingmaður greiddi atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Frumvarpið var samþykkt með 39 atkvæðum gegn átta en ellefu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Þingflokkur Pírata hafði lýst því yfir að hann ætlaði sér ekki að styðja frumvarpið um ríkisábyrgðina. Ábyrgðin nær aðeins til flugrekstrar Icelandair í millilandaflugi og felur í sér allt að fimmtán milljarða króna ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Auk sex þingmanna Pírata greiddu Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Þingmenn Pírata voru þeir einu sem greiddu atkvæð gegn fjáraukalögum ríkisstjórnarinnar sem fólu í sér að ríkið gæti veitt ríkisábyrgðina. Sjö þingmenn Samfylkingarinnar, þrír þingmenn Viðreisnar og einn þingmaður Flokks fólksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um ríkisábyrgðina. Fimm þingmenn voru fjarverandi. Í lok fundar bar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, upp tillögu um frestun funda Alþingis og lok stutts síðsumarsþings. „Við munum sjást fyrr en síðar,“ sagði Katrín þegar hún lauk máli sínu. Gagnrýndi lokun landamæra þegar hún réttlæti atkvæði sitt Í Facebook-færslu eftir atkvæðagreiðsluna gagnrýndi Sigríður Andersen sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Hélt hún því fram að ríkisvaldið hefði að einhverju leyti skapað þær aðstæður sem Icelandair og önnur flugfélög byggju nú við. „Nýjasta lokun landsins í raun virðist ekki vera í nokkru samræmi við tilefnið en hún hefur kippt fótunum undan rekstri Icelandair. Engin áform virðast um að draga úr þessum hörðu aðgerðum,“ skrifaði Sigríður. Hún sagðist ekki telja rökrétt framhald lokunar landsins að veita fé skattgreiðenda inn í flugfélag. „Það er einfaldlega ekki hlutverk ríkisins að ákveða hvaða fyrirtæki lifir og hvaða fyrirtæki deyr. Nærtækara hefði verið að draga úr þeim takmörkunum sem eru á ferðum til landsins í lögmætum tilgangi,“ sagði Sigríður. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld Icelandair stefnir á hlutafjárútboð í þessum mánuði upp á allt að 23 milljarða. Eitt af skilyrðum þess að mati félagsins var að ríkið veitti félaginu ábyrgð á lánalínur. Frumvarp um ríkisábyrgðina verður að lögum í kvöld. 4. september 2020 19:20 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. Einn stjórnarþingmaður greiddi atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Frumvarpið var samþykkt með 39 atkvæðum gegn átta en ellefu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Þingflokkur Pírata hafði lýst því yfir að hann ætlaði sér ekki að styðja frumvarpið um ríkisábyrgðina. Ábyrgðin nær aðeins til flugrekstrar Icelandair í millilandaflugi og felur í sér allt að fimmtán milljarða króna ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Auk sex þingmanna Pírata greiddu Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Þingmenn Pírata voru þeir einu sem greiddu atkvæð gegn fjáraukalögum ríkisstjórnarinnar sem fólu í sér að ríkið gæti veitt ríkisábyrgðina. Sjö þingmenn Samfylkingarinnar, þrír þingmenn Viðreisnar og einn þingmaður Flokks fólksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um ríkisábyrgðina. Fimm þingmenn voru fjarverandi. Í lok fundar bar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, upp tillögu um frestun funda Alþingis og lok stutts síðsumarsþings. „Við munum sjást fyrr en síðar,“ sagði Katrín þegar hún lauk máli sínu. Gagnrýndi lokun landamæra þegar hún réttlæti atkvæði sitt Í Facebook-færslu eftir atkvæðagreiðsluna gagnrýndi Sigríður Andersen sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Hélt hún því fram að ríkisvaldið hefði að einhverju leyti skapað þær aðstæður sem Icelandair og önnur flugfélög byggju nú við. „Nýjasta lokun landsins í raun virðist ekki vera í nokkru samræmi við tilefnið en hún hefur kippt fótunum undan rekstri Icelandair. Engin áform virðast um að draga úr þessum hörðu aðgerðum,“ skrifaði Sigríður. Hún sagðist ekki telja rökrétt framhald lokunar landsins að veita fé skattgreiðenda inn í flugfélag. „Það er einfaldlega ekki hlutverk ríkisins að ákveða hvaða fyrirtæki lifir og hvaða fyrirtæki deyr. Nærtækara hefði verið að draga úr þeim takmörkunum sem eru á ferðum til landsins í lögmætum tilgangi,“ sagði Sigríður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld Icelandair stefnir á hlutafjárútboð í þessum mánuði upp á allt að 23 milljarða. Eitt af skilyrðum þess að mati félagsins var að ríkið veitti félaginu ábyrgð á lánalínur. Frumvarp um ríkisábyrgðina verður að lögum í kvöld. 4. september 2020 19:20 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld Icelandair stefnir á hlutafjárútboð í þessum mánuði upp á allt að 23 milljarða. Eitt af skilyrðum þess að mati félagsins var að ríkið veitti félaginu ábyrgð á lánalínur. Frumvarp um ríkisábyrgðina verður að lögum í kvöld. 4. september 2020 19:20