Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. september 2020 09:00 Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðstjóri Deloitte. Vísir/Vilhelm „Helstu niðurstöðurnar voru kannski þær að nú þurfum við að fara að huga betur að því hvernig við samþættum hið mannlega vinnuafl og hið vélræna vinnuafl“ segir Herdís Pála Pálsdóttir um árlega mannauðsskýrslu Deloitte sem nú er komin út í tíunda sinn. Skýrslan byggir m.a. á könnun meðal þúsunda stjórnenda um allan heim. Að sögn Herdísar Pálu, sem er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðstjóri Deloitte á Íslandi, kemur fram í skýrslunni að margir upplifa hraða tækniþróun sem ógn við störf hins mannlega vinnuafls. „Margir eru hræddir um að róbótar séu að koma að taka störfin þeirra, sem er ákveðin skorthugsun eða fixed mindset“ segir Herdís Pála og bætir við „Ef við lærum að vinna betur með tækninni getum við jafnvel fjölgað störfum og aukið atvinnumöguleika, af því að við verðum meira skapandi og búum til fleiri störf, með vaxtarhugarfari eða growth mindset.“ Herdís Pála segist sjálf hafa lesið sér til um það fyrir stuttu að árið 2015 hefði appvæðingin ein verið búin að skapa 1,6 milljón nýrra starfa í Evrópu. „Með því að tengja mannlega og vélræna vinnuaflið betur saman, sjá ekki ógn í því heldur tækifæri þá getum við aukið árangur, nýsköpun, vellíðan í starfi, öryggi og fleiri þætti“ segir Herdís. Hún segir hins vegar mikilvægt að að atvinnulífið undirbúi sig undir að læra nýja hluti. Það er sannarlega þörf á nýrri þekkingu og hæfni sem við þurfum strax að byrja að ná okkur í, fyrir okkur sjálf og okkar fólk, svo það myndist ekki of mikil gjá eða skortur á vinnuafli sem getur unnið störf framtíðarinnar“ segir Herdís Pála og bætir við „Og ekki bara að læra meira um það sem við þegar kunnum heldur að læra nýja hluti, útvíkka þekkingu okkar, og búa okkur þannig betur undir störf framtíðarinnar.“ En hvað fannst þér áhugaverðast að sjá í skýrslunni? „Það var kannski fyrir mig einna áhugaverðast að sjá hvernig talað er um velsæld eða líðan, að við getum ekki lengur leyst þá þætti með einhverjum fallegum eða áhugaverðum prógrömmum á vinnustaðnum eða í kringum störfin heldur hvernig nú er kominn tími á að byggja þessa þætti inn í störfin. Kostnaður vegna veikinda og kulnunar er mikill, bæði fyrir vinnustaði og einstaklingana sjálfa. Því skiptir það máli, bæði fyrir lífsgæði einstaklinga og rekstrarlegar niðurstöður vinnustaða að huga vel að þessum þáttum og hvernig hægt er að byggja þá inn í störfin, með því að hugsa um störfin, starfsumhverfið, vinnumenninguna og fleira á nýjan hátt“ segir Herdís Pála. Í skýrslunni kom fram að margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín á næstu árum.Vísir/Getty Ávísun á vandamál framundan á vinnumarkaði Herdís segir að það séu vísbendingar um mögulegt vandamál framundan á vinnumarkaði. „En svo var annað sem var kannski meira sláandi og það var hvað margir sjá fram á, á næstu þremur árum, mikla þörf fyrir breytingu á vinnuaflinu, aukna þekkingu og víðara hæfnisett – en eru samt ekki að setja meiri tíma eða fjármagn í að þjálfa sitt fólk eða búa það undir þessar breytingar sem eru að verða. Þetta tel ég að geti verið ávísun á ákveðið vandamál á vinnumarkaði, það gæti orðið á sama tíma skortur á vinnuafli og vinnuafl sem fær ekki störf því það hefur ekki þekkingu til að leysa tiltekin störf framtíðarinnar“ segir Herdís Pála. Munurinn á bankakreppunni og Covid kreppunni. Að sögn Herdísar Pálu er himinn og haf á milli þess hvernig staðan var eftir bankahrun og hvernig staðan er nú framundan í kjölfar kórónufaraldurs. Í dag séu vinnustaðir farnir að huga að mörgum mannlegum þáttum á dýpri og árangursmiðaðari hátt en áður. „Vinnustaðir eru að horfa til þess að það sem skiptir hvað mestu máli fyrir þá, til árangurs á næstu 12-18 mánuðum, er að huga þannig að stjórnun og vinnustaðarmenningu að starfsfólk upplifi að það tilheyri á vinnustaðnum, ekki síst þar sem það er mjög að breytast hvar og hvernig við vinnum. Það er ekki bara að fjarvinna sé að breytast heldur eru samsetning vinnuaflsins, störf og ráðningarsambönd að breytast, verða fjölbreyttari“ segir Herdís Pála. Hún segir mikilvægt að fólk upplifi að það tilheyri á vinnustaðnum, sé metið að verðleikum fyrir störf sín, fái að vera það sjálft og að vinnuveitendum sé umhugað um velsæld starfsfólks og líðan. Þannig skapast líka meiri árangur fyrir alla og starfsfólk betur fært um að skila góðri frammistöðu. „Svo hefur náttúrulega orðið mikil tækniþróun á þessum tíu árum og er hún að hafa mikil áhrif á störf, teymi, þekkingu og fleira og verðum við að búa okkur undir það og finna leiðir til að sjá tækifærin í samþættingu mannlega og vélræna vinnuaflsins.“ Herdís Pála segir síðasta áratug hafa verið áratug fjármálastjórans en nú sé áratugur mannauðstjóra runninn upp. Það skýrist af því að vinnustaðir eru almennt farnir að hugsa um reksturinn í mun víðara samhengi en áður. „Árið 2018 kom Deloitte fram með hugtakið The Social Enterprise, vinnustaði sem huga jafnt að því að auka tekjur sínar og hagnað og svo þess hvernig þeir hugsa um starfsfólkið sitt og í raun alla hagsmuni og hagsmunaaðila, svo sem samfélögin sem þeir starfa í, umhverfismálin og fleira,“ segir Herdís Pála. Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðurinn Tækni Heilsa Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
„Helstu niðurstöðurnar voru kannski þær að nú þurfum við að fara að huga betur að því hvernig við samþættum hið mannlega vinnuafl og hið vélræna vinnuafl“ segir Herdís Pála Pálsdóttir um árlega mannauðsskýrslu Deloitte sem nú er komin út í tíunda sinn. Skýrslan byggir m.a. á könnun meðal þúsunda stjórnenda um allan heim. Að sögn Herdísar Pálu, sem er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðstjóri Deloitte á Íslandi, kemur fram í skýrslunni að margir upplifa hraða tækniþróun sem ógn við störf hins mannlega vinnuafls. „Margir eru hræddir um að róbótar séu að koma að taka störfin þeirra, sem er ákveðin skorthugsun eða fixed mindset“ segir Herdís Pála og bætir við „Ef við lærum að vinna betur með tækninni getum við jafnvel fjölgað störfum og aukið atvinnumöguleika, af því að við verðum meira skapandi og búum til fleiri störf, með vaxtarhugarfari eða growth mindset.“ Herdís Pála segist sjálf hafa lesið sér til um það fyrir stuttu að árið 2015 hefði appvæðingin ein verið búin að skapa 1,6 milljón nýrra starfa í Evrópu. „Með því að tengja mannlega og vélræna vinnuaflið betur saman, sjá ekki ógn í því heldur tækifæri þá getum við aukið árangur, nýsköpun, vellíðan í starfi, öryggi og fleiri þætti“ segir Herdís. Hún segir hins vegar mikilvægt að að atvinnulífið undirbúi sig undir að læra nýja hluti. Það er sannarlega þörf á nýrri þekkingu og hæfni sem við þurfum strax að byrja að ná okkur í, fyrir okkur sjálf og okkar fólk, svo það myndist ekki of mikil gjá eða skortur á vinnuafli sem getur unnið störf framtíðarinnar“ segir Herdís Pála og bætir við „Og ekki bara að læra meira um það sem við þegar kunnum heldur að læra nýja hluti, útvíkka þekkingu okkar, og búa okkur þannig betur undir störf framtíðarinnar.“ En hvað fannst þér áhugaverðast að sjá í skýrslunni? „Það var kannski fyrir mig einna áhugaverðast að sjá hvernig talað er um velsæld eða líðan, að við getum ekki lengur leyst þá þætti með einhverjum fallegum eða áhugaverðum prógrömmum á vinnustaðnum eða í kringum störfin heldur hvernig nú er kominn tími á að byggja þessa þætti inn í störfin. Kostnaður vegna veikinda og kulnunar er mikill, bæði fyrir vinnustaði og einstaklingana sjálfa. Því skiptir það máli, bæði fyrir lífsgæði einstaklinga og rekstrarlegar niðurstöður vinnustaða að huga vel að þessum þáttum og hvernig hægt er að byggja þá inn í störfin, með því að hugsa um störfin, starfsumhverfið, vinnumenninguna og fleira á nýjan hátt“ segir Herdís Pála. Í skýrslunni kom fram að margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín á næstu árum.Vísir/Getty Ávísun á vandamál framundan á vinnumarkaði Herdís segir að það séu vísbendingar um mögulegt vandamál framundan á vinnumarkaði. „En svo var annað sem var kannski meira sláandi og það var hvað margir sjá fram á, á næstu þremur árum, mikla þörf fyrir breytingu á vinnuaflinu, aukna þekkingu og víðara hæfnisett – en eru samt ekki að setja meiri tíma eða fjármagn í að þjálfa sitt fólk eða búa það undir þessar breytingar sem eru að verða. Þetta tel ég að geti verið ávísun á ákveðið vandamál á vinnumarkaði, það gæti orðið á sama tíma skortur á vinnuafli og vinnuafl sem fær ekki störf því það hefur ekki þekkingu til að leysa tiltekin störf framtíðarinnar“ segir Herdís Pála. Munurinn á bankakreppunni og Covid kreppunni. Að sögn Herdísar Pálu er himinn og haf á milli þess hvernig staðan var eftir bankahrun og hvernig staðan er nú framundan í kjölfar kórónufaraldurs. Í dag séu vinnustaðir farnir að huga að mörgum mannlegum þáttum á dýpri og árangursmiðaðari hátt en áður. „Vinnustaðir eru að horfa til þess að það sem skiptir hvað mestu máli fyrir þá, til árangurs á næstu 12-18 mánuðum, er að huga þannig að stjórnun og vinnustaðarmenningu að starfsfólk upplifi að það tilheyri á vinnustaðnum, ekki síst þar sem það er mjög að breytast hvar og hvernig við vinnum. Það er ekki bara að fjarvinna sé að breytast heldur eru samsetning vinnuaflsins, störf og ráðningarsambönd að breytast, verða fjölbreyttari“ segir Herdís Pála. Hún segir mikilvægt að fólk upplifi að það tilheyri á vinnustaðnum, sé metið að verðleikum fyrir störf sín, fái að vera það sjálft og að vinnuveitendum sé umhugað um velsæld starfsfólks og líðan. Þannig skapast líka meiri árangur fyrir alla og starfsfólk betur fært um að skila góðri frammistöðu. „Svo hefur náttúrulega orðið mikil tækniþróun á þessum tíu árum og er hún að hafa mikil áhrif á störf, teymi, þekkingu og fleira og verðum við að búa okkur undir það og finna leiðir til að sjá tækifærin í samþættingu mannlega og vélræna vinnuaflsins.“ Herdís Pála segir síðasta áratug hafa verið áratug fjármálastjórans en nú sé áratugur mannauðstjóra runninn upp. Það skýrist af því að vinnustaðir eru almennt farnir að hugsa um reksturinn í mun víðara samhengi en áður. „Árið 2018 kom Deloitte fram með hugtakið The Social Enterprise, vinnustaði sem huga jafnt að því að auka tekjur sínar og hagnað og svo þess hvernig þeir hugsa um starfsfólkið sitt og í raun alla hagsmuni og hagsmunaaðila, svo sem samfélögin sem þeir starfa í, umhverfismálin og fleira,“ segir Herdís Pála.
Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðurinn Tækni Heilsa Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira