Viðurkenna að uppsagnir flugfreyja hafi brotið í bága við samskiptareglur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 13:23 Undir yfirlýsinguna rita Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm/Samsett Icelandair Group, Samtök atvinnulífsins, Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ harma það að öllum starfandi flugfreyjum Icelandair hafi verið sagt upp hjá félaginu í júlí. Uppsagnirnar hafi ekki verið í „samræmi við þær góðu samskiptareglur sem aðilar vinnumarkaðarins vilja viðhafa“. Þá sé deilum félaganna vegna málsins hér með lokið. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Icelandair, SA, FFÍ og ASÍ í dag. Í yfirlýsingunni kemur fram að öll félögin séu sammála um að lögmæt og rétt viðbrögð atvinnurekenda og stéttarfélaga í erfiðum og langdregnum kjaradeilum eigi að fara eftir þeim leikreglum og lögum sem gilda í samskiptum aðila vinnumarkaðar. Uppsagnirnar sem Icelandair greip til í júlí með stuðningi SA, þegar félagið taldi vonlaust að ná árangri í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands, hafi ekki verið í samræmi við þessar reglur. Icelandair telji nauðsynlegt fyrir framtíð félagsins að virða stéttarfélög og sjálfstæðan samningsrétt starfsfólks síns. Icelandair, SA, FFÍ og ASÍ muni leggja sig fram um að halda góðu samstarfi og hyggist leggja sitt af mörkum til þess að endurvinna og efla traust sín á milli. Hér með séu félögin sammála um að öllum deilum milli þeirra, þ.e. um þá atburði sem áttu sér stað í samskiptum þeirra daginn sem flugfreyjunum var sagt upp, sé lokið og að enginn hlutaðeigandi muni gera kröfur á annan vegna þeirra. Undir yfirlýsinguna rita Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Icelandair sleit kjaraviðræðum við FFÍ og sagði upp öllum flugfreyjum félagsins þann 17. Júlí síðastliðinn. Alþýðusambandið, FFÍ og forkólfar í verkalýðshreyfingunni fordæmdu ákvörðunina í kjölfarið. Uppsagnirnar voru að endingu dregnar til baka og nýr kjarasamningur FFÍ og Icelandair samþykktur. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Þótt áætlanir Icelandair geri ráð fyrir að lánalínur með ríkisábyrgð verði ekki nýttar gæti þó svo farið undir lok næsta sumars ef flugið hefur þá ekki tekið við sér. 17. september 2020 12:03 Norræna flutningamannasambandið fordæmir Icelandair Norræna flutningamannasambandið, NTF, fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Sambandið hvetur Icelandair jafnframt til að bæta starfsandann hjá félaginu. 6. ágúst 2020 14:13 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Icelandair Group, Samtök atvinnulífsins, Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ harma það að öllum starfandi flugfreyjum Icelandair hafi verið sagt upp hjá félaginu í júlí. Uppsagnirnar hafi ekki verið í „samræmi við þær góðu samskiptareglur sem aðilar vinnumarkaðarins vilja viðhafa“. Þá sé deilum félaganna vegna málsins hér með lokið. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Icelandair, SA, FFÍ og ASÍ í dag. Í yfirlýsingunni kemur fram að öll félögin séu sammála um að lögmæt og rétt viðbrögð atvinnurekenda og stéttarfélaga í erfiðum og langdregnum kjaradeilum eigi að fara eftir þeim leikreglum og lögum sem gilda í samskiptum aðila vinnumarkaðar. Uppsagnirnar sem Icelandair greip til í júlí með stuðningi SA, þegar félagið taldi vonlaust að ná árangri í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands, hafi ekki verið í samræmi við þessar reglur. Icelandair telji nauðsynlegt fyrir framtíð félagsins að virða stéttarfélög og sjálfstæðan samningsrétt starfsfólks síns. Icelandair, SA, FFÍ og ASÍ muni leggja sig fram um að halda góðu samstarfi og hyggist leggja sitt af mörkum til þess að endurvinna og efla traust sín á milli. Hér með séu félögin sammála um að öllum deilum milli þeirra, þ.e. um þá atburði sem áttu sér stað í samskiptum þeirra daginn sem flugfreyjunum var sagt upp, sé lokið og að enginn hlutaðeigandi muni gera kröfur á annan vegna þeirra. Undir yfirlýsinguna rita Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Icelandair sleit kjaraviðræðum við FFÍ og sagði upp öllum flugfreyjum félagsins þann 17. Júlí síðastliðinn. Alþýðusambandið, FFÍ og forkólfar í verkalýðshreyfingunni fordæmdu ákvörðunina í kjölfarið. Uppsagnirnar voru að endingu dregnar til baka og nýr kjarasamningur FFÍ og Icelandair samþykktur.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Þótt áætlanir Icelandair geri ráð fyrir að lánalínur með ríkisábyrgð verði ekki nýttar gæti þó svo farið undir lok næsta sumars ef flugið hefur þá ekki tekið við sér. 17. september 2020 12:03 Norræna flutningamannasambandið fordæmir Icelandair Norræna flutningamannasambandið, NTF, fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Sambandið hvetur Icelandair jafnframt til að bæta starfsandann hjá félaginu. 6. ágúst 2020 14:13 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Þótt áætlanir Icelandair geri ráð fyrir að lánalínur með ríkisábyrgð verði ekki nýttar gæti þó svo farið undir lok næsta sumars ef flugið hefur þá ekki tekið við sér. 17. september 2020 12:03
Norræna flutningamannasambandið fordæmir Icelandair Norræna flutningamannasambandið, NTF, fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Sambandið hvetur Icelandair jafnframt til að bæta starfsandann hjá félaginu. 6. ágúst 2020 14:13
„Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21