Rúmenarnir fengu áheyrn nefndar Evrópuþingsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. september 2020 19:00 Rúmlega þrjátíu Rúmenar sem störfuðu hér á landi fyrir starfsmannaleiguna Menn í Vinnu fengu áheyrn áfrýjunarnefnar Evrópuþingsins á dögunum. Þeir segja réttindi sín hafi ekki verið virt hér á landi og óska eftir aðstoð þingsins. „Gerið allt sem hægt er til að tryggja að réttur okkar sé virtur. Við eigum ekki nægilegt fé. Við eigum erfitt með að leita réttar okkar á Íslandi. Við skiljum ekki tungumálið,“ sagði Valeriu Marius Peptenatu þegar hann lýsti málinu fyrir nefndinni í fjarfundabúnaði í síðustu viku. Eftirlitsstofnanir hér á landi rannsökuðu málið í fyrra en grunur var um að mennirnir hefðu verið í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og að þeir hafi búið þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði sem þeir borguðu hátt leiguverð fyrir. Mennirnir fengu aðstoð frá ríkinu við að komast aftur til síns heima en þeir telja að eigandi starfsmannaleigunnar hafi ekki verið látinn sæta ábyrgðar í málinu. Þeir sendu inn kvörtun til áfrýjunarnefndar Evrópuþingsins í upphafi árs. Nefndin er ein af fastanefndum Evrópuþingsins. Hún er ekki dómstóll heldur tekur umkvartanir einstaklinga, rannsakar málið og gefur út álit eftir atvikum. Málið var tekið fyrir á þriðjudag í síðustu viku. „Málið er tekið fyrir í sal. Alls ekkert öll mál eru tekin fyrir með þeim hætti þannig að það hlýtur að vera túlkað sem einhvers konar viðurkenning á almennu mikilvægi málsins og að það hafi mikla þýðingu fyrir þingið,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ. Starfsmannaleigan var tekin til gjaldþrotaskipta í fyrra en skiptum úr þrotabúinu er nú lokið og fundust engar eignir í búinu. Mennirnir fá launakröfur sínar greiddar úr ábyrgðasjóði launa en segjast ekki haft færi á að leita réttar síns að öðru leyti. „Það er þessi svona almenna mismunun og slæmur aðbúnaður sem er erfitt að eiga við og við höfum auðvitað kallað eftir hugarfarsbreytingu hjá atvinnurekendum sem sumir telja að þeir geti farið ansi fjálslega með þetta,“ segir Halldór. Á fundi nefndarinnar sögðu þingmenn að þeir vilji að Evrópuþingið óski eftir skýringum frá yfirvöldum hér á landi. „Óskað er eftir milliliðalausum skýringum frá Íslenskum stjórnvöldum á því hverst vegna þau hafa ekki rannsakað málavexti nógu vel og hvers vegna þau hafi ekki veitt aðgang að lagalegum úrræðum í því skyni að vernda grundvallarréttindi,“ sagði Alexander Aguis Saliba, þingmaður á Evrópuþinginu, þegar málið var tekið fyrir á þriðjudag. „Mér finnst þetta bera vott um hugrekki og festu mannanna og við erum ennþá þeim innan handa og til aðstoðar eftir því sem við best getum,“ segir Halldór og bætir við að niðurstaða nefndarinnar liggi ekki enn fyrir. „En ef niðurstaða nefndarinnar er að þarna hafi eitthvað misfarist og Ísland ekki uppfyllt sínar skyldur, þá hefur slíkt álitshnekki í för með sér,“ segir Halldór. Rúmenía Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Rúmlega þrjátíu Rúmenar sem störfuðu hér á landi fyrir starfsmannaleiguna Menn í Vinnu fengu áheyrn áfrýjunarnefnar Evrópuþingsins á dögunum. Þeir segja réttindi sín hafi ekki verið virt hér á landi og óska eftir aðstoð þingsins. „Gerið allt sem hægt er til að tryggja að réttur okkar sé virtur. Við eigum ekki nægilegt fé. Við eigum erfitt með að leita réttar okkar á Íslandi. Við skiljum ekki tungumálið,“ sagði Valeriu Marius Peptenatu þegar hann lýsti málinu fyrir nefndinni í fjarfundabúnaði í síðustu viku. Eftirlitsstofnanir hér á landi rannsökuðu málið í fyrra en grunur var um að mennirnir hefðu verið í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og að þeir hafi búið þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði sem þeir borguðu hátt leiguverð fyrir. Mennirnir fengu aðstoð frá ríkinu við að komast aftur til síns heima en þeir telja að eigandi starfsmannaleigunnar hafi ekki verið látinn sæta ábyrgðar í málinu. Þeir sendu inn kvörtun til áfrýjunarnefndar Evrópuþingsins í upphafi árs. Nefndin er ein af fastanefndum Evrópuþingsins. Hún er ekki dómstóll heldur tekur umkvartanir einstaklinga, rannsakar málið og gefur út álit eftir atvikum. Málið var tekið fyrir á þriðjudag í síðustu viku. „Málið er tekið fyrir í sal. Alls ekkert öll mál eru tekin fyrir með þeim hætti þannig að það hlýtur að vera túlkað sem einhvers konar viðurkenning á almennu mikilvægi málsins og að það hafi mikla þýðingu fyrir þingið,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ. Starfsmannaleigan var tekin til gjaldþrotaskipta í fyrra en skiptum úr þrotabúinu er nú lokið og fundust engar eignir í búinu. Mennirnir fá launakröfur sínar greiddar úr ábyrgðasjóði launa en segjast ekki haft færi á að leita réttar síns að öðru leyti. „Það er þessi svona almenna mismunun og slæmur aðbúnaður sem er erfitt að eiga við og við höfum auðvitað kallað eftir hugarfarsbreytingu hjá atvinnurekendum sem sumir telja að þeir geti farið ansi fjálslega með þetta,“ segir Halldór. Á fundi nefndarinnar sögðu þingmenn að þeir vilji að Evrópuþingið óski eftir skýringum frá yfirvöldum hér á landi. „Óskað er eftir milliliðalausum skýringum frá Íslenskum stjórnvöldum á því hverst vegna þau hafa ekki rannsakað málavexti nógu vel og hvers vegna þau hafi ekki veitt aðgang að lagalegum úrræðum í því skyni að vernda grundvallarréttindi,“ sagði Alexander Aguis Saliba, þingmaður á Evrópuþinginu, þegar málið var tekið fyrir á þriðjudag. „Mér finnst þetta bera vott um hugrekki og festu mannanna og við erum ennþá þeim innan handa og til aðstoðar eftir því sem við best getum,“ segir Halldór og bætir við að niðurstaða nefndarinnar liggi ekki enn fyrir. „En ef niðurstaða nefndarinnar er að þarna hafi eitthvað misfarist og Ísland ekki uppfyllt sínar skyldur, þá hefur slíkt álitshnekki í för með sér,“ segir Halldór.
Rúmenía Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira