Fjallið úr sóttkví og segir fimm COVID-19 skimanir að baki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2020 09:30 Hafþór Júlíus Björnson með konu sinni Kelsey og nýfæddum syni þeirra. Mynd/Instagram Síðustu tvær vikur hafa reynt á þolinmæðina hjá Hafþóri Júlíusi Björnssyni en hann sagði frá reynslu sinni í nýjasta Youtube myndbandinu sínu. Hafþór Júlíus er áfram að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardagann við Eddie Hall í Las Vegas. Það kom smá babb í bátinn á dögunum. Hafþór fór til Danmerkur og Austurríkis á dögunum og þurfti að sjálfsögðu að fara í fimm daga sóttkví þegar hann kom til baka. Hafþór hélt að hann væri laus eftir þessa fimm daga og neikvætt próf. Annað kom þó á daginn. „Ég var laus úr sóttkví eftir að prófið sýndi að ég væri ekki með COVID. Allt leit vel úr og ég var frjáls maður,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu sínu sem sjá má hér fyrir neðan. Hann hélt svo áfram. watch on YouTube „Ég fór í myndatöku daginn eftir og vitið þið hvað? Ég var svo óheppinn að einstaklingur sem var með mér í myndatökunni greindist með COVID-19 sama dag og hann hitti mig. Ég fékk því símtal og mér var sagt að ég þyrfti að fara í sóttkví í sjö daga,“ sagði Hafþór Júlíus. „Í dag er því fyrsti dagurinn þar sem ég kemst aftur í æfingasalinn. Ég er spenntur að geta æft að nýju og tilbúinn í alvöru átök. Ég er búinn að fara hingað til í fimm COVID-19 próf og ég hef verið neikvæður í öll skiptin,“ sagði Hafþór Júlíus. „Mörg ykkar eru örugglega að velta því fyrir ykkur af hverju ég er ekki bara heima hjá mér en málið er bara að ég verð að æfa. Ég var með æfingahjólið og lóðin með mér á hótelinu og reyndi að gera það sem ég gat. Ég er svo ánægður að geta mætt aftur á æfingu hingað,“ sagði Hafþór Júlíus sem viðurkenndi að hann væri búinn að missa aðeins niður í sóttkvínni. „Ég sat mikið á hótelherberginu og það hjálpaði ekki þolinu mínu. Ég fór á hjólið á hverjum degi og skuggaboxaði á hverjum degi. Það var samt ekki gott að missa af þessum æfingum og ég ligg núna á bæn að þurfa ekki að fara í sóttkví aftur. Ég hef ekki efni á því,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að auka æfingarnar sínar. „Ég ætla að æfa tvisvar á dag núna. Ég æfði sex daga í viku og ætla halda áfram að hvíla mig á laugardögum,“ sagði Hafþór Júlíus. Box Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Síðustu tvær vikur hafa reynt á þolinmæðina hjá Hafþóri Júlíusi Björnssyni en hann sagði frá reynslu sinni í nýjasta Youtube myndbandinu sínu. Hafþór Júlíus er áfram að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardagann við Eddie Hall í Las Vegas. Það kom smá babb í bátinn á dögunum. Hafþór fór til Danmerkur og Austurríkis á dögunum og þurfti að sjálfsögðu að fara í fimm daga sóttkví þegar hann kom til baka. Hafþór hélt að hann væri laus eftir þessa fimm daga og neikvætt próf. Annað kom þó á daginn. „Ég var laus úr sóttkví eftir að prófið sýndi að ég væri ekki með COVID. Allt leit vel úr og ég var frjáls maður,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu sínu sem sjá má hér fyrir neðan. Hann hélt svo áfram. watch on YouTube „Ég fór í myndatöku daginn eftir og vitið þið hvað? Ég var svo óheppinn að einstaklingur sem var með mér í myndatökunni greindist með COVID-19 sama dag og hann hitti mig. Ég fékk því símtal og mér var sagt að ég þyrfti að fara í sóttkví í sjö daga,“ sagði Hafþór Júlíus. „Í dag er því fyrsti dagurinn þar sem ég kemst aftur í æfingasalinn. Ég er spenntur að geta æft að nýju og tilbúinn í alvöru átök. Ég er búinn að fara hingað til í fimm COVID-19 próf og ég hef verið neikvæður í öll skiptin,“ sagði Hafþór Júlíus. „Mörg ykkar eru örugglega að velta því fyrir ykkur af hverju ég er ekki bara heima hjá mér en málið er bara að ég verð að æfa. Ég var með æfingahjólið og lóðin með mér á hótelinu og reyndi að gera það sem ég gat. Ég er svo ánægður að geta mætt aftur á æfingu hingað,“ sagði Hafþór Júlíus sem viðurkenndi að hann væri búinn að missa aðeins niður í sóttkvínni. „Ég sat mikið á hótelherberginu og það hjálpaði ekki þolinu mínu. Ég fór á hjólið á hverjum degi og skuggaboxaði á hverjum degi. Það var samt ekki gott að missa af þessum æfingum og ég ligg núna á bæn að þurfa ekki að fara í sóttkví aftur. Ég hef ekki efni á því,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að auka æfingarnar sínar. „Ég ætla að æfa tvisvar á dag núna. Ég æfði sex daga í viku og ætla halda áfram að hvíla mig á laugardögum,“ sagði Hafþór Júlíus.
Box Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira