Fólk glímir enn við fjölþætt einkenni mánuðum eftir veikindin Atli Ísleifsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. október 2020 12:00 Sigríður Zöega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands,kynnti fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar fundi í gær. Þótt einkennum fækki og dragi úr styrkleika þá er fólk, sem smitaðist af kórónuveirunni, engu að síður að glíma við fjölþætt einkenni mánuði eftir veikindin. Hafi þetta áhrif á daglegt líf, sem lýsi sér einkum í þreytu, mæði og verkjum. Þetta eru meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar rannsóknarhóps Landspítala, en Sigríður Zöega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, birti í gær á Vísindum að hausti fyrstu niðurstöður úr könnun um einkenni og líðan sjúklinga í kjölfar Covid-19. Meirihluti þátttakenda metur heilsu sína verri nú en fyrir Covid-19. Einkennum fækkar blessunarlega Sigríður segir í samtali við fréttastofu að helstu niðurstöður séu þær að blessunarlega þá fækki einkennum og þau minnka með tímanum. Það séu góðu fréttirnar. „Engu að síður er ákveðinn hópur sem situr uppi með mikil og erfið einkenni. Af þeim ríflega níu hundruð sem svöruðu spurningalistanum þá eru 68 prósent sem greindu frá því að þeir fyndu ennþá fyrir slappleika og ríflega helmingur fyrir mæði. Óþægindi og verkir hjá helmingi þátttakenda sem það finnur ennþá fyrir í dag.“ Um níu prósent finnur fyrir breytingu á lyktarskyni Aðspurð um lykt- og bragðskyn segir Sigríður að það hafi verið algengt að Covid-sjúklingar hafi fundið fyrir að hafa misst það í veikindunum. „Það kemur aftur, já, en það eru um níu prósent sem segjast fyrir mikla breytingu á lyktarskyni.“ Hún segir að það sem þetta segi okkur, til allrar hamingju, sé að fækki einkennum og þau minnki með tímanum. „En það er hópur sem er enn með töluverð einkenni og við þurfum að huga betur að endurhæfingu og þjónustu við þennan hóp.“ Sigríður segir að meðaltal einkenna á meðan á veikindunum stóð var 12,6 en ríflega þremur mánuðum eftir veikindin var meðaltalið 6,6. Er það ekki svolítið hátt? „Við erum náttúrulega ekki með samanburð, en þetta segir okkur, jú að fólk er enn að finna fyrir mörgum einkennum, það er þeir sem svöruðu þessum spurningalista.“ Hægt er að fylgjast með fyrirlestri Sigríðar í spilaranum að neðan. Fyrirlestur hennar hefast þegar um klukkustund og fimmtán mínútur eru liðnar. Á vef Landspítala segir að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið að kanna einkenni og líðan einstaklinga sem fengu Covid-19 og nutu þjónustu Covid-19 göngudeildar Landspítala. Spurningalisti hafi verið sendur út í júlí og svarhlutfall verið um 60 prósent. „Þátttakendur mátu líðan sína og einkenni bæði á meðan þeir voru í einangrun og undanfarnar 1-2 vikur þegar spurningalista var svarað. Auk Sigríðar eru í rannsóknarhópnum Brynja Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og lektor við Háskóla Íslands, Katrín Blöndal, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og aðjúnkt við Háskóla Íslands, Elín J.G. Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á Landspítala, Hans Haraldsson, verkefnastjóri við Háskóla Íslands og Helga Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar langveikra á Landspítala.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þótt einkennum fækki og dragi úr styrkleika þá er fólk, sem smitaðist af kórónuveirunni, engu að síður að glíma við fjölþætt einkenni mánuði eftir veikindin. Hafi þetta áhrif á daglegt líf, sem lýsi sér einkum í þreytu, mæði og verkjum. Þetta eru meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar rannsóknarhóps Landspítala, en Sigríður Zöega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, birti í gær á Vísindum að hausti fyrstu niðurstöður úr könnun um einkenni og líðan sjúklinga í kjölfar Covid-19. Meirihluti þátttakenda metur heilsu sína verri nú en fyrir Covid-19. Einkennum fækkar blessunarlega Sigríður segir í samtali við fréttastofu að helstu niðurstöður séu þær að blessunarlega þá fækki einkennum og þau minnka með tímanum. Það séu góðu fréttirnar. „Engu að síður er ákveðinn hópur sem situr uppi með mikil og erfið einkenni. Af þeim ríflega níu hundruð sem svöruðu spurningalistanum þá eru 68 prósent sem greindu frá því að þeir fyndu ennþá fyrir slappleika og ríflega helmingur fyrir mæði. Óþægindi og verkir hjá helmingi þátttakenda sem það finnur ennþá fyrir í dag.“ Um níu prósent finnur fyrir breytingu á lyktarskyni Aðspurð um lykt- og bragðskyn segir Sigríður að það hafi verið algengt að Covid-sjúklingar hafi fundið fyrir að hafa misst það í veikindunum. „Það kemur aftur, já, en það eru um níu prósent sem segjast fyrir mikla breytingu á lyktarskyni.“ Hún segir að það sem þetta segi okkur, til allrar hamingju, sé að fækki einkennum og þau minnki með tímanum. „En það er hópur sem er enn með töluverð einkenni og við þurfum að huga betur að endurhæfingu og þjónustu við þennan hóp.“ Sigríður segir að meðaltal einkenna á meðan á veikindunum stóð var 12,6 en ríflega þremur mánuðum eftir veikindin var meðaltalið 6,6. Er það ekki svolítið hátt? „Við erum náttúrulega ekki með samanburð, en þetta segir okkur, jú að fólk er enn að finna fyrir mörgum einkennum, það er þeir sem svöruðu þessum spurningalista.“ Hægt er að fylgjast með fyrirlestri Sigríðar í spilaranum að neðan. Fyrirlestur hennar hefast þegar um klukkustund og fimmtán mínútur eru liðnar. Á vef Landspítala segir að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið að kanna einkenni og líðan einstaklinga sem fengu Covid-19 og nutu þjónustu Covid-19 göngudeildar Landspítala. Spurningalisti hafi verið sendur út í júlí og svarhlutfall verið um 60 prósent. „Þátttakendur mátu líðan sína og einkenni bæði á meðan þeir voru í einangrun og undanfarnar 1-2 vikur þegar spurningalista var svarað. Auk Sigríðar eru í rannsóknarhópnum Brynja Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og lektor við Háskóla Íslands, Katrín Blöndal, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og aðjúnkt við Háskóla Íslands, Elín J.G. Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á Landspítala, Hans Haraldsson, verkefnastjóri við Háskóla Íslands og Helga Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar langveikra á Landspítala.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira