Enn átök á milli Armena og Asera Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2020 14:47 Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa sakað Armena um stórskotaliðsárás á borg fjarri átakasvæðinu. AP/Varnarmálaráðuneyti Armeníu Amernar og Aserar berjast enn í Nagorno-Karabakh á sama tíma og forsvarsmenn Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands leita leiða til að binda enda á átökin. Viðræður eiga að hefjast í Genf í Austurríki í dag. Jeyhun Bayramov, utanríkisráðherra Aserbaídsjan, mun hitta erindreka Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands, í dag. Svo er búist við að Zohrab Mnatsakanyan, utanríkisráðherra Armeníu, fundi með þeim í Moskvu á mánudaginn. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi deilt um yfirráð í Nagorno-Karabakh í Kákakusfjöllum en stillt var til friðar með samkomulagi árið 1994. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að miðla málum á milli ríkjanna síðan. Í brýnu sló á milli armenska og aserska hersins undir lok síðasta mánaðar við Nagorno-Karabakh, landlukt svæði innan Aserbaídsjan sem armenskir aðskilnaðarsinnar stjórna. Tugir manna hafa fallið í skærum síðustu daga. Svæðið heyrir formlega undir Aserbaídsjan en er í raun stýrt af Armenunum sem búa þar. Aserar krefjast þess að Armenar yfirgefi héraðið en því hafa Armenar hafnað og segja Nagorno-Karabakh hluta af Armeníu. Átökin hafa valdið áhyggjum um að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau. Tyrkir hafa þegar verið sakaðir um að senda málaliða á svæðið. Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa sakað Armena um að gera stórskotaliðsárás á borgina Ganja, sem er fjarri Nagorno-Karabakh og aðra bæi, samkvæmt frétt Reuters. Einn almennur borgari er sagður hafa fallið. Embættismenn í Nagorno-Karabakh segja að 350 hermenn heimastjórnarinnar hafi fallið í átökum við Asera. Þar að auki hafi 19 almennir borgarar dáið og fjölmargir særst. Armenar hafa þar að auki sakað Asera um að gera árás á gamla og fræga kirkju í Nagorno-Karabakh. Hér má sjá tíst frá blaðakonu AFP sem sýnir skaðann sem kirkjan varð fyrir. #Azerbaijan'i armed forces targeted the Saint #Ghazanchetsots Cathedral in #Shushi from multiple rocket launcher pic.twitter.com/tgw7n7S47e— Anna A. Naghdalyan (@naghdalyan) October 8, 2020 Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Armenar reiðubúnir til viðræðna um vopnahlé Aserar segjast hins vegar einungis ætla að hætta hernaðaraðgerðum þegar armenskar hersveitir hafi hörfað. 2. október 2020 10:04 Leggja ekki niður vopn enn Yfirvöld í Aserbaídsjan og Armeníu hafa ekki orðið við ákalli Rússlands, Frakklands og Bandaríkjanna um vopnahlé í átökum þeirra á milli. 1. október 2020 15:20 Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Amernar og Aserar berjast enn í Nagorno-Karabakh á sama tíma og forsvarsmenn Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands leita leiða til að binda enda á átökin. Viðræður eiga að hefjast í Genf í Austurríki í dag. Jeyhun Bayramov, utanríkisráðherra Aserbaídsjan, mun hitta erindreka Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands, í dag. Svo er búist við að Zohrab Mnatsakanyan, utanríkisráðherra Armeníu, fundi með þeim í Moskvu á mánudaginn. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi deilt um yfirráð í Nagorno-Karabakh í Kákakusfjöllum en stillt var til friðar með samkomulagi árið 1994. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að miðla málum á milli ríkjanna síðan. Í brýnu sló á milli armenska og aserska hersins undir lok síðasta mánaðar við Nagorno-Karabakh, landlukt svæði innan Aserbaídsjan sem armenskir aðskilnaðarsinnar stjórna. Tugir manna hafa fallið í skærum síðustu daga. Svæðið heyrir formlega undir Aserbaídsjan en er í raun stýrt af Armenunum sem búa þar. Aserar krefjast þess að Armenar yfirgefi héraðið en því hafa Armenar hafnað og segja Nagorno-Karabakh hluta af Armeníu. Átökin hafa valdið áhyggjum um að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau. Tyrkir hafa þegar verið sakaðir um að senda málaliða á svæðið. Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa sakað Armena um að gera stórskotaliðsárás á borgina Ganja, sem er fjarri Nagorno-Karabakh og aðra bæi, samkvæmt frétt Reuters. Einn almennur borgari er sagður hafa fallið. Embættismenn í Nagorno-Karabakh segja að 350 hermenn heimastjórnarinnar hafi fallið í átökum við Asera. Þar að auki hafi 19 almennir borgarar dáið og fjölmargir særst. Armenar hafa þar að auki sakað Asera um að gera árás á gamla og fræga kirkju í Nagorno-Karabakh. Hér má sjá tíst frá blaðakonu AFP sem sýnir skaðann sem kirkjan varð fyrir. #Azerbaijan'i armed forces targeted the Saint #Ghazanchetsots Cathedral in #Shushi from multiple rocket launcher pic.twitter.com/tgw7n7S47e— Anna A. Naghdalyan (@naghdalyan) October 8, 2020
Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Armenar reiðubúnir til viðræðna um vopnahlé Aserar segjast hins vegar einungis ætla að hætta hernaðaraðgerðum þegar armenskar hersveitir hafi hörfað. 2. október 2020 10:04 Leggja ekki niður vopn enn Yfirvöld í Aserbaídsjan og Armeníu hafa ekki orðið við ákalli Rússlands, Frakklands og Bandaríkjanna um vopnahlé í átökum þeirra á milli. 1. október 2020 15:20 Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59
Armenar reiðubúnir til viðræðna um vopnahlé Aserar segjast hins vegar einungis ætla að hætta hernaðaraðgerðum þegar armenskar hersveitir hafi hörfað. 2. október 2020 10:04
Leggja ekki niður vopn enn Yfirvöld í Aserbaídsjan og Armeníu hafa ekki orðið við ákalli Rússlands, Frakklands og Bandaríkjanna um vopnahlé í átökum þeirra á milli. 1. október 2020 15:20
Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59