Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2020 10:06 Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí 2011. Myndin var tekin kvöldið sem gosið hófst. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Við verðum bara að bíða og fylgjast með Grímsvötnum. Það er án efa það síðasta sem við þurfum á árinu 2020,“ segir í niðurlagi greinar á hinni vinsælu flugfréttasíðu alþjóðaflugsins Simple Flying. Þar er ítarlega fjallað um hugsanleg áhrif eldgoss í Grímsvötnum í Vatnajökli í tilefni þess að í síðustu viku færði Veðurstofa Íslands litakóða alþjóðaflugs yfir á gula viðvörun gagnvart þessari virkustu eldstöð Íslands. Í fréttum Stöðvar 2 í sumar var greint frá vísbendingum um að Grímsvötn búi sig undir eldgos, sem eru meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass. Sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og að hlaup úr þeim á næstu mánuðum gæti leitt til goss. Í grein Simply Flying í gær, sem vísar meðal annars til umfjöllunar Yahoo News og eTurbonews, segir að flugiðnaðurinn sé núna í afar brothættri stöðu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þótt farþegarnir séu færri þessa dagana séu flugvélarnar samt enn að fljúga með verðmæta frakt sem hafi mikla fjárhagslega þýðingu. „Mörg flugfélög - og alþjóðleg hagkerfi - hafa þegar orðið fyrir miklum hremmingum vegna atburða þessa árs. Eldgos sem leiðir til stöðvunar flugs yfir Atlantshafið myndi hafa neikvæð áhrif á hagkerfi beggja vegna Atlantsála - jafnvel þótt það endist aðeins í viku,“ segir fréttasíðan, sem sjálf skilgreinir sig sem stærsta fréttamiðil flugheimsins. Þar er minnt á þau gríðarlegu áhrif sem eldgosið í Eyjafjallajökli hafði á flugið árið 2010. Þá hafi síðasta Grímsvatnagos árið 2011 einnig leitt til lokana íslenska loftrýmisins með þeim afleiðingum að 900 flugferðum var aflýst. Hér má sjá myndir frá fyrstu klukkustundum Grímsvatnagossins vorið 2011: Grímsvötn Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Við verðum bara að bíða og fylgjast með Grímsvötnum. Það er án efa það síðasta sem við þurfum á árinu 2020,“ segir í niðurlagi greinar á hinni vinsælu flugfréttasíðu alþjóðaflugsins Simple Flying. Þar er ítarlega fjallað um hugsanleg áhrif eldgoss í Grímsvötnum í Vatnajökli í tilefni þess að í síðustu viku færði Veðurstofa Íslands litakóða alþjóðaflugs yfir á gula viðvörun gagnvart þessari virkustu eldstöð Íslands. Í fréttum Stöðvar 2 í sumar var greint frá vísbendingum um að Grímsvötn búi sig undir eldgos, sem eru meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass. Sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og að hlaup úr þeim á næstu mánuðum gæti leitt til goss. Í grein Simply Flying í gær, sem vísar meðal annars til umfjöllunar Yahoo News og eTurbonews, segir að flugiðnaðurinn sé núna í afar brothættri stöðu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þótt farþegarnir séu færri þessa dagana séu flugvélarnar samt enn að fljúga með verðmæta frakt sem hafi mikla fjárhagslega þýðingu. „Mörg flugfélög - og alþjóðleg hagkerfi - hafa þegar orðið fyrir miklum hremmingum vegna atburða þessa árs. Eldgos sem leiðir til stöðvunar flugs yfir Atlantshafið myndi hafa neikvæð áhrif á hagkerfi beggja vegna Atlantsála - jafnvel þótt það endist aðeins í viku,“ segir fréttasíðan, sem sjálf skilgreinir sig sem stærsta fréttamiðil flugheimsins. Þar er minnt á þau gríðarlegu áhrif sem eldgosið í Eyjafjallajökli hafði á flugið árið 2010. Þá hafi síðasta Grímsvatnagos árið 2011 einnig leitt til lokana íslenska loftrýmisins með þeim afleiðingum að 900 flugferðum var aflýst. Hér má sjá myndir frá fyrstu klukkustundum Grímsvatnagossins vorið 2011:
Grímsvötn Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40