Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. október 2020 18:45 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Egill Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 87 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Meirihlutinn í sóttkví Af þeim 87 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru 65% þeirra í sóttkví við greiningu en það nokkuð hærra hlutfall en sést hefur síðustu daga. Níu greindust á landamærunum, tveir með virkt smit en sjö bíða mótefnamælingar. 25 eru inniliggjandi á Landspítalanum og þar af eru 3 á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél. Sóttvarnalæknir segir að nú sé ekki lengur mestmegnis ungt fólk að veikjast. „Við eru að sjá aukinn fjölda af eldri einstaklingum veikjast og þá förum við að sjá meiri veikindi,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann á von á að innlögnum á spítalann fjölgi. Landspítalinn í Fossvogi.Vísir/Vilhelm Ekki vöntun á öndunarvélum Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum segir getu spítalans umtalsverða til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldusins. Nægar öndunarvélar séu til. Gjörgæslan sem slík sé ekki takmarkandi þáttur - heldur mannskapurinn. „Þannig við gætum tekið alveg upp í 20 manns á gjörgæslu en það myndi þýða gjörbylting í allri starfsemi spítalans,“ sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Hann segir álagið á heilbrigðiskerfið meira nú en í fyrstu bylgju faraldursins þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni í samfélaginu. „Það sem við erum að sjá hér núna er að auk þess að fá inn covid veika einstaklinga þá erum við að fá inn allt annað. Það eru umferðaslys, vinnuslys og svo náttúrulega tilfallandi veikindi sem dró veruleg úr í vetur. Þannig þetta er allt öðruvísi faraldur eins og við sjáum hann og þess vegna er það þannig að við búumst við því að þetta verði jafnvel stærri kúfur heldur en var áður,“ sagði Már Kristjánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. 10. október 2020 11:50 87 greindust með veiruna í gær 57 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 10. október 2020 11:05 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 87 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Meirihlutinn í sóttkví Af þeim 87 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru 65% þeirra í sóttkví við greiningu en það nokkuð hærra hlutfall en sést hefur síðustu daga. Níu greindust á landamærunum, tveir með virkt smit en sjö bíða mótefnamælingar. 25 eru inniliggjandi á Landspítalanum og þar af eru 3 á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél. Sóttvarnalæknir segir að nú sé ekki lengur mestmegnis ungt fólk að veikjast. „Við eru að sjá aukinn fjölda af eldri einstaklingum veikjast og þá förum við að sjá meiri veikindi,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann á von á að innlögnum á spítalann fjölgi. Landspítalinn í Fossvogi.Vísir/Vilhelm Ekki vöntun á öndunarvélum Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum segir getu spítalans umtalsverða til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldusins. Nægar öndunarvélar séu til. Gjörgæslan sem slík sé ekki takmarkandi þáttur - heldur mannskapurinn. „Þannig við gætum tekið alveg upp í 20 manns á gjörgæslu en það myndi þýða gjörbylting í allri starfsemi spítalans,“ sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Hann segir álagið á heilbrigðiskerfið meira nú en í fyrstu bylgju faraldursins þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni í samfélaginu. „Það sem við erum að sjá hér núna er að auk þess að fá inn covid veika einstaklinga þá erum við að fá inn allt annað. Það eru umferðaslys, vinnuslys og svo náttúrulega tilfallandi veikindi sem dró veruleg úr í vetur. Þannig þetta er allt öðruvísi faraldur eins og við sjáum hann og þess vegna er það þannig að við búumst við því að þetta verði jafnvel stærri kúfur heldur en var áður,“ sagði Már Kristjánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. 10. október 2020 11:50 87 greindust með veiruna í gær 57 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 10. október 2020 11:05 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. 10. október 2020 11:50
87 greindust með veiruna í gær 57 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 10. október 2020 11:05