7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 11:00 Philippe Coutinho, Thiago og Robert Lewandowski fagna sigri Bayern München í Meistaradeildinni í ágúst. Getty/M. Donato Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst á nýjan leik eftir viku. Meistaradeildin fer vanalega af stað í september en kórónuveiran hefur breytt miklu. Fyrstu leikirnir verða í riðlum E til H þriðjudaginn 20. október. Það eru bara rétt rúmir fimmtíu dagar síðan að Bayern München tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sjö ár en þýska liðið átti magnað Meistaradeildartímabil á síðustu leiktíð. Frammistaða meistara Bayern München í Meistaradeildinni var söguleg og í raun einstök. Bayern München varð fyrsta liðið í sögu Meistaradeildarinnar til að vinna alla leiki sína á einu tímabili. Bayern München vann alla ellefu leiki sína og aðeins færri leikir komu í veg fyrir nýtt markamet. Bayern liðið vantaði tvö mörk til að jafna markamet Barcelona frá 1999-2000 tímabilinu. Barcelona skoraði þá 45 mörk í 16 leikjum en Bæjarar voru með 43 mörk í 11 leikjum og skoruðu því 3,91 mark í leik sem er auðvitað met. Eftirminnilegustu frammistöður Bayern liðsins á tímabilinu voru auðvitað 8-2 sigur liðsins á Barcelona í átta liða úrslitunum og 7-2 útisigurinn á Tottenham í riðlakeppninni. Bæjarar unnu líka samanlagðan 7-1 sigur á Chelsea í sextán liða úrslitunum og unnu 3-0 sigur á Lyon í undanúrslitunum. Í úrslitaleiknum á móti Paris Saint-Germain lét Bayern eitt mark nægja en það skoraði Kingsley Coman eftir frábæra liðssókn og stoðsendingu frá Joshua Kimmich. watch on YouTube Þetta er í annað skiptið sem Bayern München nær að vinna þrennuna, það er deild, bikar og Meistaradeildina á sama tímabili en þessu náði þýska liðið líka tímabilið 2012-13. Aðeins eitt annað félag í Evrópu hefur náð því tvisvar en Barcelona tókst það líka leiktíðirnar 2008-09 og 2014-15. Það athyglisverða við frammistöðu Bayern að tímabilið byrjaði það illa heima fyrir að félagið rak Niko Kovac í byrjun nóvember. Bayern vann því þrjá fyrstu leikina á Meistaradeildartímabilinu undir stjórn Króatans. Hans-Dieter Flick tók við liðinu, fyrst tímabundið, en var svo fastráðinn í apríl. Undir hans stjórn þá fór liðið taplaust í gegnum 30 síðustu leikina á leiktíðinni og vann 29 þeirra. Bayern München hefur titilvörn sína á heimavelli á móti Liverpool-bönunum í Atlético Madrid miðvikudaginn 21. október en auk þeirra i riðlinum eru Red Bull Salzburg og Lokomotiv Moskva. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst á nýjan leik eftir viku. Meistaradeildin fer vanalega af stað í september en kórónuveiran hefur breytt miklu. Fyrstu leikirnir verða í riðlum E til H þriðjudaginn 20. október. Það eru bara rétt rúmir fimmtíu dagar síðan að Bayern München tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sjö ár en þýska liðið átti magnað Meistaradeildartímabil á síðustu leiktíð. Frammistaða meistara Bayern München í Meistaradeildinni var söguleg og í raun einstök. Bayern München varð fyrsta liðið í sögu Meistaradeildarinnar til að vinna alla leiki sína á einu tímabili. Bayern München vann alla ellefu leiki sína og aðeins færri leikir komu í veg fyrir nýtt markamet. Bayern liðið vantaði tvö mörk til að jafna markamet Barcelona frá 1999-2000 tímabilinu. Barcelona skoraði þá 45 mörk í 16 leikjum en Bæjarar voru með 43 mörk í 11 leikjum og skoruðu því 3,91 mark í leik sem er auðvitað met. Eftirminnilegustu frammistöður Bayern liðsins á tímabilinu voru auðvitað 8-2 sigur liðsins á Barcelona í átta liða úrslitunum og 7-2 útisigurinn á Tottenham í riðlakeppninni. Bæjarar unnu líka samanlagðan 7-1 sigur á Chelsea í sextán liða úrslitunum og unnu 3-0 sigur á Lyon í undanúrslitunum. Í úrslitaleiknum á móti Paris Saint-Germain lét Bayern eitt mark nægja en það skoraði Kingsley Coman eftir frábæra liðssókn og stoðsendingu frá Joshua Kimmich. watch on YouTube Þetta er í annað skiptið sem Bayern München nær að vinna þrennuna, það er deild, bikar og Meistaradeildina á sama tímabili en þessu náði þýska liðið líka tímabilið 2012-13. Aðeins eitt annað félag í Evrópu hefur náð því tvisvar en Barcelona tókst það líka leiktíðirnar 2008-09 og 2014-15. Það athyglisverða við frammistöðu Bayern að tímabilið byrjaði það illa heima fyrir að félagið rak Niko Kovac í byrjun nóvember. Bayern vann því þrjá fyrstu leikina á Meistaradeildartímabilinu undir stjórn Króatans. Hans-Dieter Flick tók við liðinu, fyrst tímabundið, en var svo fastráðinn í apríl. Undir hans stjórn þá fór liðið taplaust í gegnum 30 síðustu leikina á leiktíðinni og vann 29 þeirra. Bayern München hefur titilvörn sína á heimavelli á móti Liverpool-bönunum í Atlético Madrid miðvikudaginn 21. október en auk þeirra i riðlinum eru Red Bull Salzburg og Lokomotiv Moskva. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira