Grunur um smit starfsmanns KSÍ en Belgaleikur áfram á dagskrá Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2020 13:30 Klara Bjartmarz fundar hér með landsliðsþjálfurunum fyrir æfingu landsliðsins í hádeginu. VÍSIR/VILHELM Engin hætta er á því sem stendur að fresta þurfi leik Íslands og Belgíu þrátt fyrir grun um að starfsmaður knattspyrnusambands Íslands á Laugardalsvelli sé með kórónuveirusmit. Þetta segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi. Leikurinn á að fara fram annað kvöld. „Það er grunur um að það að einn af okkar starfsmönnum sé smitaður. Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara. Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu eftir að ljósmyndari miðilsins varð vitni að auknum sóttvarnaviðbúnaði á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Klara segir að téður starfsmaður sé tengdur íslenska landsliðshópnum en hafi þó „ekki endilega“ verið í tengslum við leikmenn íslenska liðsins síðustu daga. Íslenska landsliðið kom saman á mánudaginn í síðustu viku og hefur haldið sig fjarri fólki á hóteli sínu en farið á æfingar og í leiki á Laugardalsvelli. Allur búnaður sem landsliðið notar, þar á meðal boltarnir, var hreinsaður fyrir æfinguna í dag.VÍSIR/VILHELM „Þetta mál er allt í skoðun en liðið æfði í morgun og undirbýr sig fyrir leikinn. Leikmenn fóru í „test“ í gær og þeir greindust allir neikvæðir,“ segir Klara. En er hugsanlegt að leikmenn þurfi að fara í sóttkví? „Við höfum engar upplýsingar sem að benda til þess. Við bíðum eftir frekari fyrirmælum frá okkar heilbrigðisyfirvöldum. Málið er í biðstöðu og þangað til fylgjum við öllum fyrirmælum og gætum að öllum sóttvörnum.“ Jafnframt sé ekkert sem bendi til þess að leikurinn fari ekki fram á morgun: „Ekki nokkur skapaður hlutur. Ekki eins og staðan er núna.“ KSÍ Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Engin hætta er á því sem stendur að fresta þurfi leik Íslands og Belgíu þrátt fyrir grun um að starfsmaður knattspyrnusambands Íslands á Laugardalsvelli sé með kórónuveirusmit. Þetta segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi. Leikurinn á að fara fram annað kvöld. „Það er grunur um að það að einn af okkar starfsmönnum sé smitaður. Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara. Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu eftir að ljósmyndari miðilsins varð vitni að auknum sóttvarnaviðbúnaði á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Klara segir að téður starfsmaður sé tengdur íslenska landsliðshópnum en hafi þó „ekki endilega“ verið í tengslum við leikmenn íslenska liðsins síðustu daga. Íslenska landsliðið kom saman á mánudaginn í síðustu viku og hefur haldið sig fjarri fólki á hóteli sínu en farið á æfingar og í leiki á Laugardalsvelli. Allur búnaður sem landsliðið notar, þar á meðal boltarnir, var hreinsaður fyrir æfinguna í dag.VÍSIR/VILHELM „Þetta mál er allt í skoðun en liðið æfði í morgun og undirbýr sig fyrir leikinn. Leikmenn fóru í „test“ í gær og þeir greindust allir neikvæðir,“ segir Klara. En er hugsanlegt að leikmenn þurfi að fara í sóttkví? „Við höfum engar upplýsingar sem að benda til þess. Við bíðum eftir frekari fyrirmælum frá okkar heilbrigðisyfirvöldum. Málið er í biðstöðu og þangað til fylgjum við öllum fyrirmælum og gætum að öllum sóttvörnum.“ Jafnframt sé ekkert sem bendi til þess að leikurinn fari ekki fram á morgun: „Ekki nokkur skapaður hlutur. Ekki eins og staðan er núna.“
KSÍ Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira