Knattspyrnustjóri Barcelona gagnrýndi frammistöðu Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 10:31 Lionel Messi og félagar í Barcelona hafa ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum. Getty/David S. Bustamante Ronald Koeman kom inn með látum þegar hann tók við liði Barcelona í sumar en byrjunin inn á vellinum hefur ekki verið alltof sannfærandi. Í kvöld er komið að fyrsta Meistaradeildarleiknum undir hans stjórn. Það gekk mikið á hjá Barcelona í haust. Lionel Messi sættist á endanum að klára síðasta árið í samningi sínum en Argentínumaðurinn hafði áður tilkynnt það að hann væri á förum. Ronald Koeman losaði sig aftur á móti við Luis Suarez, góðan vin Lionel Messi, sem var ekki til að létta lundina hjá argentínska snillingnum. Ronald Koeman says Lionel Messi's performances "could be better".Read more: https://t.co/orAk26Gtpe pic.twitter.com/PNwpSYrAL3— BBC Sport (@BBCSport) October 20, 2020 Barcelona er bara í níunda sæti spænsku deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki. Liðið tapaði 1-0 á móti Getafe um helgina. Ronald Koeman gagnrýndi frammistöðu Lionel Messi á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Ferencvaros sem fer fram í Barcelona í kvöld. „Ég hef yfir engu að kvarta eða neinar efasemdir um það að hann sé ekki að leggja sig fram,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundinum en bætti svo við: „Eins og er þá mætti hann vera að spila betur. Hann er samt ánægður, hann vill spila og hann vill vera fyrirliði liðsins,“ sagði Koeman. "At this time of the season, his performance could be better"Ronald Koeman has sent a message to Lionel Messi ahead of their UCL game pic.twitter.com/peCOpLrbYR— Football Daily (@footballdaily) October 19, 2020 Lionel Messi er með eitt mark og tvær stoðsendingar í fjórum fyrstu deildarleikjum tímabilsins en hefur ekki komið að marki í síðustu tveimur leikjum. Barcelona hefur líka aðeins skorað eitt mark og náð í eitt stig út úr þeim. Philippe Coutinho skoraði markið á 10. mínútu í 1-1 jafntefli á móti Sevilla og hafa því Börsungar síðan ekki skorað mark í 170 mínútur. Messi sjálfur hefur nú spilað í 325 mínútur án þess að skora og eina markið hans á leiktíðinni kom úr vítaspyrnu í 4-0 sigri á Villarreal í fyrstu umferð. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira
Ronald Koeman kom inn með látum þegar hann tók við liði Barcelona í sumar en byrjunin inn á vellinum hefur ekki verið alltof sannfærandi. Í kvöld er komið að fyrsta Meistaradeildarleiknum undir hans stjórn. Það gekk mikið á hjá Barcelona í haust. Lionel Messi sættist á endanum að klára síðasta árið í samningi sínum en Argentínumaðurinn hafði áður tilkynnt það að hann væri á förum. Ronald Koeman losaði sig aftur á móti við Luis Suarez, góðan vin Lionel Messi, sem var ekki til að létta lundina hjá argentínska snillingnum. Ronald Koeman says Lionel Messi's performances "could be better".Read more: https://t.co/orAk26Gtpe pic.twitter.com/PNwpSYrAL3— BBC Sport (@BBCSport) October 20, 2020 Barcelona er bara í níunda sæti spænsku deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki. Liðið tapaði 1-0 á móti Getafe um helgina. Ronald Koeman gagnrýndi frammistöðu Lionel Messi á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Ferencvaros sem fer fram í Barcelona í kvöld. „Ég hef yfir engu að kvarta eða neinar efasemdir um það að hann sé ekki að leggja sig fram,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundinum en bætti svo við: „Eins og er þá mætti hann vera að spila betur. Hann er samt ánægður, hann vill spila og hann vill vera fyrirliði liðsins,“ sagði Koeman. "At this time of the season, his performance could be better"Ronald Koeman has sent a message to Lionel Messi ahead of their UCL game pic.twitter.com/peCOpLrbYR— Football Daily (@footballdaily) October 19, 2020 Lionel Messi er með eitt mark og tvær stoðsendingar í fjórum fyrstu deildarleikjum tímabilsins en hefur ekki komið að marki í síðustu tveimur leikjum. Barcelona hefur líka aðeins skorað eitt mark og náð í eitt stig út úr þeim. Philippe Coutinho skoraði markið á 10. mínútu í 1-1 jafntefli á móti Sevilla og hafa því Börsungar síðan ekki skorað mark í 170 mínútur. Messi sjálfur hefur nú spilað í 325 mínútur án þess að skora og eina markið hans á leiktíðinni kom úr vítaspyrnu í 4-0 sigri á Villarreal í fyrstu umferð.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira