Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 15:44 Tölvuteiknuð mynd af Osiris-Rex að nálgast yfirborð Bennu. Geimfarið lendir ekki á yfirborðinu til að taka sýnið heldur teygir niður hreyfiarm sem þyrlar upp efni á yfirborðinu og grípur það. NASA/Goddard/University of Arizona Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. Bennu er aðeins um 500 metra breitt smástirni og á sýnatakan aðeins að taka örfáar sekúndur. Geimfarið nálgast þá yfirborðið og dælir niður gasi úr hreyfiarmi til þess að róta upp jarðveginum. Ætlunin er að grípa ryk og efni sem þyrlast upp, pakka því inn í hylki og senda það aftur til jarðarinnar. Markmiði er að safna að minnsta kosti sextíu grömmum af efni en breska ríkisútvarpið BBC segir að vísindamennirnir sem standa að leiðangrinum séu vongóðir um að þeir næli sé í kíló eða meira. Áætlað er að sýnatakan eigi sér stað klukkan 22:15 að íslenskum tíma í kvöld. Þá verða Osiris-Rex og Bennu í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni, utan við sporbraut jarðar og hinum megin við sólina. Líklega hluti úr stærra smástirni frá upphafi sólkerfisins Osiris-Rex kom að Bennu árið 2018 og kom þá í ljós að hugmyndir manna um yfirborð smástirnisins reyndust reistar á sandi. Þeir höfðu búist við sandkenndu yfirborði en nærmyndir frá geimfarinu sýndu að það var þvert á móti þakið stórum hnullungum. Einnig kom í ljós að efni af yfirborðinu þeyttist stundum út í geim. Eftir þrotlausa leit að öruggum stað til að taka sýni fundu stjórnendur leiðangursins tvo stórgrýtta staði. Aðalstaðurinn er Næturgalagígurinn og er um átta metra breiður. Armur Osiris-Rex þarf að þræða á milli stórra grjótklumpa en sá stærsti hefur fengið heitið „Dómsfjall“ og er á hæð við tveggja hæða hús. Misheppnist sýnatakan í kvöld verður reynt aftur á öðrum stað síðar en hann gengur undir nafninu „Gjóður“. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að Bennu sé aðeins stærra en fjallið Keilir. Smástirnið er úr grjóti, nærri því biksvart og endurvarpar aðeins um 4% af sólarljósinu sem fellur á það. Þar hafa fundist karbónöt en þau verða til þegar heitt vatn seitlar í gegnum grjót. Því er talið að Bennu sé brot úr mun stærra smástirni sem sundraðist fyrir 100-1.000 milljónum ára. Því er talið að í því sé enn að finna leifar af efni frá myndun sólkerfisins fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Klukkan 22:15 í kvöld fer fram sýnataka í 330 milljón km fjarlægð frá Jörðinni. Þá snertir armur @OSIRISREx gervitunglsins yfirborð smástirnisins Bennu og blæs upp ryki og litlum steinum. Gangi allt upp koma sýnin til Jarðar 24. september árið 2023. https://t.co/O27cSc4eDb— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 20, 2020 Væntanlegt til jarðar haustið 2023 Sýnatakan verður algerlega sjálfvirk enda geta stjórnendur leiðangursins á jörðinni ekki stýrt geimfarinu í rauntíma. Það tekur ljós átján mínútur að fara á milli geimfarsins og jarðar. Þá mun ekki liggja fyrir hvort að sýnatakan heppnaðist fyrr en eftir tíu daga þegar búið verður að bera saman þyngd geimfarsins fyrir og eftir hana, að sögn Space.com. Gangi allt að óskum lendir hylki með sýninu úr Bennu á jörðinni árið 2023. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA nýtur þar fulltingis þeirrar japönsku sem hefur reynslu af því að taka sýni úr smástirni. Von er á jarðvegssýni úr smástirninu Ryugu sem geimfarið Hayabusa-2 tók til jarðar í desember. Geimfarið sjálft lendir ekki á jörðinni heldur sleppir hylki með fallhlíf þegar það þýtur fram hjá 24. september 2023. Osiris-Rex verður áfram á braut um sólina. Bennu er svonefnt jarðnándarsmástirni og getur næst komist um 7,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Sævar Helgi segir í tísti um sýnatökuna í kvöld að um 0,0003% líkur séu á því að Bennu rekist á jörðina í kringum árið 2190. Yfirlitsmynd yfir Næturgalagíginn á Bennu. Útlínur Osiris-Rex eru teiknaðar inn á myndina til þess að sýna stærðarhlutföllin. Sýnatökustaðurinn er sagður á breidd við tennisvöll í einliðaleik.NASA/Goddard/University of Arizona Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. Bennu er aðeins um 500 metra breitt smástirni og á sýnatakan aðeins að taka örfáar sekúndur. Geimfarið nálgast þá yfirborðið og dælir niður gasi úr hreyfiarmi til þess að róta upp jarðveginum. Ætlunin er að grípa ryk og efni sem þyrlast upp, pakka því inn í hylki og senda það aftur til jarðarinnar. Markmiði er að safna að minnsta kosti sextíu grömmum af efni en breska ríkisútvarpið BBC segir að vísindamennirnir sem standa að leiðangrinum séu vongóðir um að þeir næli sé í kíló eða meira. Áætlað er að sýnatakan eigi sér stað klukkan 22:15 að íslenskum tíma í kvöld. Þá verða Osiris-Rex og Bennu í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni, utan við sporbraut jarðar og hinum megin við sólina. Líklega hluti úr stærra smástirni frá upphafi sólkerfisins Osiris-Rex kom að Bennu árið 2018 og kom þá í ljós að hugmyndir manna um yfirborð smástirnisins reyndust reistar á sandi. Þeir höfðu búist við sandkenndu yfirborði en nærmyndir frá geimfarinu sýndu að það var þvert á móti þakið stórum hnullungum. Einnig kom í ljós að efni af yfirborðinu þeyttist stundum út í geim. Eftir þrotlausa leit að öruggum stað til að taka sýni fundu stjórnendur leiðangursins tvo stórgrýtta staði. Aðalstaðurinn er Næturgalagígurinn og er um átta metra breiður. Armur Osiris-Rex þarf að þræða á milli stórra grjótklumpa en sá stærsti hefur fengið heitið „Dómsfjall“ og er á hæð við tveggja hæða hús. Misheppnist sýnatakan í kvöld verður reynt aftur á öðrum stað síðar en hann gengur undir nafninu „Gjóður“. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að Bennu sé aðeins stærra en fjallið Keilir. Smástirnið er úr grjóti, nærri því biksvart og endurvarpar aðeins um 4% af sólarljósinu sem fellur á það. Þar hafa fundist karbónöt en þau verða til þegar heitt vatn seitlar í gegnum grjót. Því er talið að Bennu sé brot úr mun stærra smástirni sem sundraðist fyrir 100-1.000 milljónum ára. Því er talið að í því sé enn að finna leifar af efni frá myndun sólkerfisins fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Klukkan 22:15 í kvöld fer fram sýnataka í 330 milljón km fjarlægð frá Jörðinni. Þá snertir armur @OSIRISREx gervitunglsins yfirborð smástirnisins Bennu og blæs upp ryki og litlum steinum. Gangi allt upp koma sýnin til Jarðar 24. september árið 2023. https://t.co/O27cSc4eDb— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 20, 2020 Væntanlegt til jarðar haustið 2023 Sýnatakan verður algerlega sjálfvirk enda geta stjórnendur leiðangursins á jörðinni ekki stýrt geimfarinu í rauntíma. Það tekur ljós átján mínútur að fara á milli geimfarsins og jarðar. Þá mun ekki liggja fyrir hvort að sýnatakan heppnaðist fyrr en eftir tíu daga þegar búið verður að bera saman þyngd geimfarsins fyrir og eftir hana, að sögn Space.com. Gangi allt að óskum lendir hylki með sýninu úr Bennu á jörðinni árið 2023. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA nýtur þar fulltingis þeirrar japönsku sem hefur reynslu af því að taka sýni úr smástirni. Von er á jarðvegssýni úr smástirninu Ryugu sem geimfarið Hayabusa-2 tók til jarðar í desember. Geimfarið sjálft lendir ekki á jörðinni heldur sleppir hylki með fallhlíf þegar það þýtur fram hjá 24. september 2023. Osiris-Rex verður áfram á braut um sólina. Bennu er svonefnt jarðnándarsmástirni og getur næst komist um 7,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Sævar Helgi segir í tísti um sýnatökuna í kvöld að um 0,0003% líkur séu á því að Bennu rekist á jörðina í kringum árið 2190. Yfirlitsmynd yfir Næturgalagíginn á Bennu. Útlínur Osiris-Rex eru teiknaðar inn á myndina til þess að sýna stærðarhlutföllin. Sýnatökustaðurinn er sagður á breidd við tennisvöll í einliðaleik.NASA/Goddard/University of Arizona
Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira