Tveir sautján ára Barca strákar skrifuðu söguna í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2020 19:31 Ansu Fati fagnar marki sínu með Barcelona í gær. Getty/Alex Caparros Ungir markaskorarar Barcelona í Meistaradeildinni gerðu gærkvöldið að sögulegu kvöldi í Meistaradeildinni. Ansu Fati og Pedri skoruðu nefnilega báðir í 5-1 sigri Barcelona á ungverska félaginu Ferencváros í fyrsta leik Katalóníuliðsins í riðlakeppninni í vetur. Ansu Fati var í byrjunarliðinu, skoraði annað mark Barcelona og átti einnig stoðsendingu á Philippe Coutinho í þriðja markinu. Pedri kom síðan inn á fyrir Ansu Fati á 62. mínútu leiksins og skoraði fjórða mark Börsunga tuttugu mínútum síðar. Two 17-year-olds have scored in the same #UCL game for the same team for the first time in Champions League history.Ansu Pedri enter the record books. pic.twitter.com/MaDrqdzwgA— Squawka Football (@Squawka) October 20, 2020 Þetta er í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar þar sem tveir sautján ára strákar skora í sama leiknum í keppninni. Ansu Fati og Pedri eru báðir fæddir í lok ársins 2002 og hvorugur þeirra hefur því haldið upp á átján ára afmælið sitt. Ansu Fati verður átján ára 31. október næstkomandi en Pedri þarf að bíða til 25. nóvember. Ansu Fati er búinn að stimpla sig inn hjá Barcelona og skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark í fyrra. Hann varð yngsti markaskorari Meistaradeildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði á móti Internazionale í desember í fyrra þegar hann var aðeins sautján ára og fjörutíu daga. Barcelona gekk frá kaupunum á Pedri frá Las Palmas í september 2019 en hann kom ekki til félagsins fyrr en í sumar. Pedri lék sinn fyrsta leik með aðalliði Barcelona 27. september og leikurinn í gær var hans fyrsti leikur á ferlinum í Meistaradeildinni. HISTÓRICO BRUTAL Dos menores de edad (Ansu Fati y Pedri) han marcado en un mismo partido por PRIMERA VEZ en TODA la historia de la UEFA Champions League #UCL— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 20, 2020 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira
Ungir markaskorarar Barcelona í Meistaradeildinni gerðu gærkvöldið að sögulegu kvöldi í Meistaradeildinni. Ansu Fati og Pedri skoruðu nefnilega báðir í 5-1 sigri Barcelona á ungverska félaginu Ferencváros í fyrsta leik Katalóníuliðsins í riðlakeppninni í vetur. Ansu Fati var í byrjunarliðinu, skoraði annað mark Barcelona og átti einnig stoðsendingu á Philippe Coutinho í þriðja markinu. Pedri kom síðan inn á fyrir Ansu Fati á 62. mínútu leiksins og skoraði fjórða mark Börsunga tuttugu mínútum síðar. Two 17-year-olds have scored in the same #UCL game for the same team for the first time in Champions League history.Ansu Pedri enter the record books. pic.twitter.com/MaDrqdzwgA— Squawka Football (@Squawka) October 20, 2020 Þetta er í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar þar sem tveir sautján ára strákar skora í sama leiknum í keppninni. Ansu Fati og Pedri eru báðir fæddir í lok ársins 2002 og hvorugur þeirra hefur því haldið upp á átján ára afmælið sitt. Ansu Fati verður átján ára 31. október næstkomandi en Pedri þarf að bíða til 25. nóvember. Ansu Fati er búinn að stimpla sig inn hjá Barcelona og skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark í fyrra. Hann varð yngsti markaskorari Meistaradeildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði á móti Internazionale í desember í fyrra þegar hann var aðeins sautján ára og fjörutíu daga. Barcelona gekk frá kaupunum á Pedri frá Las Palmas í september 2019 en hann kom ekki til félagsins fyrr en í sumar. Pedri lék sinn fyrsta leik með aðalliði Barcelona 27. september og leikurinn í gær var hans fyrsti leikur á ferlinum í Meistaradeildinni. HISTÓRICO BRUTAL Dos menores de edad (Ansu Fati y Pedri) han marcado en un mismo partido por PRIMERA VEZ en TODA la historia de la UEFA Champions League #UCL— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 20, 2020
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira