Sjáðu tíu þúsundasta markið í sögu Liverpool og mörk úr fleiri leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 09:00 Diogo Jota fagnar marki sínu á móti Midtjylland í gær. EPA-EFE/Michael Regan Það var að venju mikið fjör í Meistaradeildinni í fótbolta í gær þar sem ensku liðin Liverpool og Manchester City fögnuðu bæði sigri. Vísir er með mörkin úr fjórum leikjum. Diogo Jota tryggði Liverpool sigur á Sheffield United um síðustu helgi og í gær skoraði hann sögulegt mark fyrir félagið. Liverpool vann 2-0 sigur á danska félaginu Midtjylland á Anfield og er því með fullt hús eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni. Jota skoraði tíu þúsundasta markið í sögu Liverpool þegar hann kom Liverpool í 1-0 á móti Midtjylland í gær. Liverpool keypti portúgalska framherjann frá Úlfunum í haust og hann er farinn að láta til sín taka hjá nýju félagi. Mohamed Salah innsiglaði síðan sigurinn í blálokin með marki úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur. Manchester City byrjar líka mjög vel í Meistaradeildinni því liðið vann 3-0 útisigur á franska félaginu Marseille í gær. Ferran Torres, Oleksandr Zinchenko og Raheem Sterling skoruðu mörkin. Kevin de Bruyne var með fyrirliðabandið og lagði upp bæði fyrsta og þriðja markið fyrir félaga sína. Líkt og Jota, þá er Ferran Torres einnig nýr hjá Manchester City en hann spilaði í nýrri stöðu sem fremsti maður í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City í Meistaradeildinni. Það var mikið fjör í leikjum spænsku félaganna Real Madrid og Atletico Madrid í gær. Real Madrid bjargaði stigi á móti þýska félaginu Borussia Mönchengladbach með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins eftir að hafa verið 2-0 undir á 86. mínútu. Atletico Madrid vann á sama tíma 3-2 sigur á Red Bull Salzburg þar sem austuríska félagið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks. Tvö mörk frá Portúgalanum Joao Félix tryggðu Atletico aftur á móti sigurinn. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr þessum fjórum leikjum í gær. Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Midtjylland Klippa: Mörkin úr leik Marseille og Man City Klippa: Mörkin úr leik Gladbach og Real Madrid Klippa: Mörkin úr leik Atletico Madrid og RB Salzburg Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Það var að venju mikið fjör í Meistaradeildinni í fótbolta í gær þar sem ensku liðin Liverpool og Manchester City fögnuðu bæði sigri. Vísir er með mörkin úr fjórum leikjum. Diogo Jota tryggði Liverpool sigur á Sheffield United um síðustu helgi og í gær skoraði hann sögulegt mark fyrir félagið. Liverpool vann 2-0 sigur á danska félaginu Midtjylland á Anfield og er því með fullt hús eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni. Jota skoraði tíu þúsundasta markið í sögu Liverpool þegar hann kom Liverpool í 1-0 á móti Midtjylland í gær. Liverpool keypti portúgalska framherjann frá Úlfunum í haust og hann er farinn að láta til sín taka hjá nýju félagi. Mohamed Salah innsiglaði síðan sigurinn í blálokin með marki úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur. Manchester City byrjar líka mjög vel í Meistaradeildinni því liðið vann 3-0 útisigur á franska félaginu Marseille í gær. Ferran Torres, Oleksandr Zinchenko og Raheem Sterling skoruðu mörkin. Kevin de Bruyne var með fyrirliðabandið og lagði upp bæði fyrsta og þriðja markið fyrir félaga sína. Líkt og Jota, þá er Ferran Torres einnig nýr hjá Manchester City en hann spilaði í nýrri stöðu sem fremsti maður í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City í Meistaradeildinni. Það var mikið fjör í leikjum spænsku félaganna Real Madrid og Atletico Madrid í gær. Real Madrid bjargaði stigi á móti þýska félaginu Borussia Mönchengladbach með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins eftir að hafa verið 2-0 undir á 86. mínútu. Atletico Madrid vann á sama tíma 3-2 sigur á Red Bull Salzburg þar sem austuríska félagið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks. Tvö mörk frá Portúgalanum Joao Félix tryggðu Atletico aftur á móti sigurinn. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr þessum fjórum leikjum í gær. Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Midtjylland Klippa: Mörkin úr leik Marseille og Man City Klippa: Mörkin úr leik Gladbach og Real Madrid Klippa: Mörkin úr leik Atletico Madrid og RB Salzburg
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira