Benzema sagði samherja að gefa ekki á Vinícius Júnior Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2020 16:31 Karim Benzema fagnar marki sínu fyrir Real Madrid gegn Borussia Mönchengladbach í gær. getty/Marius Becker Karim Benzema sagði Ferland Mendy að gefa ekki á Vinícius Júnior í hálfleik í leik Real Madrid og Borussia Mönchengladbach í Meistaradeild Evrópu í gær. Leikar fóru 2-2. Á myndbandi úr leikmannagöngunum á Borussia-Park heyrðist Benzema hvetja Mendy til að senda boltann ekki á Brassann unga, Vinícius Júnior. „Ekki gefa á hann. Hann er að spila gegn okkur,“ sagði Benzema við Mendy. Vinícius Júnior stóð rétt hjá þeim. Mendy gaf boltann aðeins þrisvar á Vinícius Júnior í seinni hálfleiknum þrátt fyrir að spila fyrir aftan hann á vinstri kantinum. Benzema átti hins vegar ekki eina sendingu á Vinícius Júnior í seinni hálfleik og bara þrjár í þeim fyrri. 0 - Karim Benzema didn't pass a single ball to Vinicius Jr in the second half in the Champions League game vs Borussia Mönchengladbach (three in the first half). Distance. pic.twitter.com/OJ52Qh2Qym— OptaJose (@OptaJose) October 28, 2020 Gladbach komst í 2-0 með tveimur mörkum frá Marcus Thuram en Real Madrid gafst ekki upp. Benzema minnkaði muninn á 87. mínútu og í uppbótartíma jafnaði Casemiro svo metin, 2-2. Með markinu í gær varð Benzema aðeins annar leikmaðurinn til að skora á sextán tímabilum í röð í Meistaradeildinni. Hinn er Lionel Messi, leikmaður Barcelona. Karim Benzema becomes only the 2nd player in history to score in 16 consecutive Champions League seasons #UCL pic.twitter.com/0MrW2KMRA2— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 27, 2020 Real Madrid er með eitt stig á botni B-riðils Meistaradeildarinnar. Framundan eru tveir leikir gegn Inter. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Karim Benzema sagði Ferland Mendy að gefa ekki á Vinícius Júnior í hálfleik í leik Real Madrid og Borussia Mönchengladbach í Meistaradeild Evrópu í gær. Leikar fóru 2-2. Á myndbandi úr leikmannagöngunum á Borussia-Park heyrðist Benzema hvetja Mendy til að senda boltann ekki á Brassann unga, Vinícius Júnior. „Ekki gefa á hann. Hann er að spila gegn okkur,“ sagði Benzema við Mendy. Vinícius Júnior stóð rétt hjá þeim. Mendy gaf boltann aðeins þrisvar á Vinícius Júnior í seinni hálfleiknum þrátt fyrir að spila fyrir aftan hann á vinstri kantinum. Benzema átti hins vegar ekki eina sendingu á Vinícius Júnior í seinni hálfleik og bara þrjár í þeim fyrri. 0 - Karim Benzema didn't pass a single ball to Vinicius Jr in the second half in the Champions League game vs Borussia Mönchengladbach (three in the first half). Distance. pic.twitter.com/OJ52Qh2Qym— OptaJose (@OptaJose) October 28, 2020 Gladbach komst í 2-0 með tveimur mörkum frá Marcus Thuram en Real Madrid gafst ekki upp. Benzema minnkaði muninn á 87. mínútu og í uppbótartíma jafnaði Casemiro svo metin, 2-2. Með markinu í gær varð Benzema aðeins annar leikmaðurinn til að skora á sextán tímabilum í röð í Meistaradeildinni. Hinn er Lionel Messi, leikmaður Barcelona. Karim Benzema becomes only the 2nd player in history to score in 16 consecutive Champions League seasons #UCL pic.twitter.com/0MrW2KMRA2— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 27, 2020 Real Madrid er með eitt stig á botni B-riðils Meistaradeildarinnar. Framundan eru tveir leikir gegn Inter.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira