Guðlaugur Victor skoraði í jafntefli | Bjarki Steinn og Emil duttu úr bikarnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2020 19:35 Guðlaugur Victor kom sínum mönnum yfir í kvöld en það dugði því miður ekki til sigurs. Darmstadt Nokkrir íslenskir leikmenn voru í eldlínunni með liðum sínum í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt stig í þýsku B-deildinni. Þá féllu Bjarki Steinn Bjarkason og Emil Hallfreðsson úr leik með liðum sínum í ítalska bikarnum. Guðlaugur Victor kom Darmstadt á bragðið eftir hálftímaleik á útivelli er liðið mætti Osnabrück í þýsku B-deildinni. Var Darmstadt 1-0 yfir allt fram á 78. mínútu leiksins er heimamenn jöfnuðu metin og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 31 - GOALLLLLLLA corner isn t cleared and it drops for #Palsson who smashes it home. 0-1 #OSNSVD #sv98 pic.twitter.com/AvfX0TIYpD— SV Darmstadt 98 | International (@sv98_en) October 28, 2020 Stigið gerir lítið fyrir Darmstadt sem er í 11. sæti þegar fimm umferðir eru búnar. Var þetta þriðja jafntefli liðsins en liðið hefur aðeins unnið einn leik til þessa ásamt því að tapa einum. Bjarki Steinn var í byrjunarliði Venezia sem mætti úrvalsdeildarliði Hellas Verona í ítalska bikarnum en Venezia leikur í B-deildinni þar í landi. Verona komst í 2-0 en Bjarki Steinn og félagar náðu að jafna metin á síðustu tíu mínútum leiksins. Staðan 2-2 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar komst Venezia yfir en heimamenn í Verona jöfnuðu skömmu síðar. Staðan 3-3 að lokinni framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndust Verona sterkari og eru því komnir áfram í næstu umferð. Bjarki Steinn átti gott skot í upphafi síðari hálfleiks en náði því miður ekki að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. Óttar Magnús Karlsson var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni. So close. Bjarkason hits a bullet that seems destined for the back of the net, but Verona s 19-year-old keeper Ivor Pandur steps up with a spectacular save.52 | Verona-Venezia | 1-0Coppa Italia Third Round— Venezia FC (@VeneziaFC_EN) October 28, 2020 Þá fékk Emil Hallfreðsson gult spjald er lið hans – C-deildarlið Padova – tapaði fyrir efstu deildarliði Fiorentina í ítalska bikarnum í kvöld, lokatölur 2-1. Þó komst Brescia, lið Birkis Bjarnasonar og Hólmberts Aron Friðjónssonar, áfram eftir 3-0 sigur á Perugia. Hvorugur Íslendingurinn var með liðinu í kvöld. Fótbolti Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Nokkrir íslenskir leikmenn voru í eldlínunni með liðum sínum í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt stig í þýsku B-deildinni. Þá féllu Bjarki Steinn Bjarkason og Emil Hallfreðsson úr leik með liðum sínum í ítalska bikarnum. Guðlaugur Victor kom Darmstadt á bragðið eftir hálftímaleik á útivelli er liðið mætti Osnabrück í þýsku B-deildinni. Var Darmstadt 1-0 yfir allt fram á 78. mínútu leiksins er heimamenn jöfnuðu metin og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 31 - GOALLLLLLLA corner isn t cleared and it drops for #Palsson who smashes it home. 0-1 #OSNSVD #sv98 pic.twitter.com/AvfX0TIYpD— SV Darmstadt 98 | International (@sv98_en) October 28, 2020 Stigið gerir lítið fyrir Darmstadt sem er í 11. sæti þegar fimm umferðir eru búnar. Var þetta þriðja jafntefli liðsins en liðið hefur aðeins unnið einn leik til þessa ásamt því að tapa einum. Bjarki Steinn var í byrjunarliði Venezia sem mætti úrvalsdeildarliði Hellas Verona í ítalska bikarnum en Venezia leikur í B-deildinni þar í landi. Verona komst í 2-0 en Bjarki Steinn og félagar náðu að jafna metin á síðustu tíu mínútum leiksins. Staðan 2-2 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar komst Venezia yfir en heimamenn í Verona jöfnuðu skömmu síðar. Staðan 3-3 að lokinni framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndust Verona sterkari og eru því komnir áfram í næstu umferð. Bjarki Steinn átti gott skot í upphafi síðari hálfleiks en náði því miður ekki að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. Óttar Magnús Karlsson var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni. So close. Bjarkason hits a bullet that seems destined for the back of the net, but Verona s 19-year-old keeper Ivor Pandur steps up with a spectacular save.52 | Verona-Venezia | 1-0Coppa Italia Third Round— Venezia FC (@VeneziaFC_EN) October 28, 2020 Þá fékk Emil Hallfreðsson gult spjald er lið hans – C-deildarlið Padova – tapaði fyrir efstu deildarliði Fiorentina í ítalska bikarnum í kvöld, lokatölur 2-1. Þó komst Brescia, lið Birkis Bjarnasonar og Hólmberts Aron Friðjónssonar, áfram eftir 3-0 sigur á Perugia. Hvorugur Íslendingurinn var með liðinu í kvöld.
Fótbolti Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira