Næstum tvö hundruð smitaðir í hópsýkingum á Landakoti og í Ölduselsskóla Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2020 11:22 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Alls hafa nú um 140 tilfelli kórónuveirunnar verið rakin til Landakots, auk þess sem um fjörutíu manns hafa greinst í tengslum við sýkingu sem komið hefur upp í Ölduselsskóla. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að samfélagssmit hafi færst í aukana undanfarið. Af þeim 140 sem greinst hafa út frá Landakoti eru níutíu á Landakoti, sjö á Reykjalundi og 24 á Sólvöllum. Smitaðir með óbein tengsl eru 21. „Og það er það sem við höfum áhyggjur af,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Þá eru um 300 í sóttkví vegna hópsýkingarinnar á Landakoti. Þórólfur nefndi einnig að sýking hefði komið upp í Ölduselsskóla en þar hafa 44 greinst með veiruna, flestir nemendur. Þá hafa verið staðfest tengd smit út fyrir skólann. Litlar hópsýkingar hafa enn fremur komið upp síðustu daga. Þær tengjast t.d. fjölskyldum, veislum, vinnustöðum og íþróttum, að sögn Þórólfs. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að ekki væri að takast að ná tökum á samfélagslegu smiti. „Staðan á innanlandssmitum er nokkuð stöðug en vonir höfðu verið bundnar við það að samfélagssmitum myndi fækka meira en raun ber vitni. Og reyndar hafa samfélagssmit heldur færst í vöxt undanfarna daga og það er ákveðið áhyggjuefni,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Skóla - og menntamál Reykjavík Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir 42 greindust innanlands í gær Alls greindust 42 með kórónuveiruna innanlands í gær. 52 prósent þeirra sem greindust voru í sóttkví. 29. október 2020 10:53 Ekki talin þörf á útgöngubanni Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé talin þörf á útgöngubanni hér á landi þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna kórónuveirufaraldursins. 29. október 2020 10:42 Þrettánda andlátið hér á landi vegna Covid-19 Alls hafa þrettán manns látist hér á landi vegna sjúkdómsins. 29. október 2020 09:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Alls hafa nú um 140 tilfelli kórónuveirunnar verið rakin til Landakots, auk þess sem um fjörutíu manns hafa greinst í tengslum við sýkingu sem komið hefur upp í Ölduselsskóla. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að samfélagssmit hafi færst í aukana undanfarið. Af þeim 140 sem greinst hafa út frá Landakoti eru níutíu á Landakoti, sjö á Reykjalundi og 24 á Sólvöllum. Smitaðir með óbein tengsl eru 21. „Og það er það sem við höfum áhyggjur af,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Þá eru um 300 í sóttkví vegna hópsýkingarinnar á Landakoti. Þórólfur nefndi einnig að sýking hefði komið upp í Ölduselsskóla en þar hafa 44 greinst með veiruna, flestir nemendur. Þá hafa verið staðfest tengd smit út fyrir skólann. Litlar hópsýkingar hafa enn fremur komið upp síðustu daga. Þær tengjast t.d. fjölskyldum, veislum, vinnustöðum og íþróttum, að sögn Þórólfs. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að ekki væri að takast að ná tökum á samfélagslegu smiti. „Staðan á innanlandssmitum er nokkuð stöðug en vonir höfðu verið bundnar við það að samfélagssmitum myndi fækka meira en raun ber vitni. Og reyndar hafa samfélagssmit heldur færst í vöxt undanfarna daga og það er ákveðið áhyggjuefni,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Skóla - og menntamál Reykjavík Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir 42 greindust innanlands í gær Alls greindust 42 með kórónuveiruna innanlands í gær. 52 prósent þeirra sem greindust voru í sóttkví. 29. október 2020 10:53 Ekki talin þörf á útgöngubanni Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé talin þörf á útgöngubanni hér á landi þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna kórónuveirufaraldursins. 29. október 2020 10:42 Þrettánda andlátið hér á landi vegna Covid-19 Alls hafa þrettán manns látist hér á landi vegna sjúkdómsins. 29. október 2020 09:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
42 greindust innanlands í gær Alls greindust 42 með kórónuveiruna innanlands í gær. 52 prósent þeirra sem greindust voru í sóttkví. 29. október 2020 10:53
Ekki talin þörf á útgöngubanni Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé talin þörf á útgöngubanni hér á landi þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna kórónuveirufaraldursins. 29. október 2020 10:42
Þrettánda andlátið hér á landi vegna Covid-19 Alls hafa þrettán manns látist hér á landi vegna sjúkdómsins. 29. október 2020 09:45