Hákarlar við Ísland lifa lengst allra hryggdýra Kristján Már Unnarsson skrifar 3. nóvember 2020 21:26 Klara Jakobsdóttir, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Egill Aðalsteinsson Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það vakti heimsathygli fyrir rúmum áratug þegar vísindamenn fundu yfir fimmhundruð ára gamla kúfskel á lífi undan Eyjafirði, en hún er talin elsta dýr jarðar. Hákarlinn sem hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson veiddi í haustleiðangri vestur af landinu fyrir þremur árum vekur ekki síður athygli, enda var hann farinn að synda fyrir tíma Skaftárelda og áður en Bandaríki Norður-Ameríku voru formlega stofnuð. Rannsóknir benda til að þessi hákarl hafi verið 245 ára gamall þegar hann veiddist á Vestfjarðamiðum í leiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar fyrir þremur árum.Hafrannsóknastofnun Hann er talinn hafa verið 245 ára gamall. En það vekur líka furðu að rannsókn á heila hákarlsins, sem Klara Jakobsdóttir, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun kom að, sýndi engin merki æðakölkunar. „Það að hann sýnir engin merki öldrunar í heila, það er náttúrlega stórfrétt. En það þarf náttúrlega að varast að ekki oftúlka. Þetta er einn heili, þetta er fiskur,“ segir Klara. Rannsókn frá árinu 2016 á nærri þrjátíu hákörlum sýnir þó háan aldur hákarlanna. „Á aldursbilinu 200 til 300 ára gamlir. Ef rétt reynist, þá eru þetta elst allra hryggdýra.“ Og þetta er einmitt hákarlinn sem Íslendingar leggja sér til munns. „Sá sem var veiddur hérna á árum áður og við erum ennþá að gæða okkur á í þorrablótum.“ Hákarlinn í þorrablótunum getur því verið býsna gamall. „Já, gæti verið mörghundruð ára gamall,“ segir Klara. Þessum hákarli var landað á Suðureyri árið 2010 úr línubátnum Lukku ÍS. Hákarlinn reyndist 680 kílóa þungur, tæpir fimm metrar á lengd og rúmir tveir metrar að ummáli. Mynd/Róbert Schmidt Kaldi sjórinn við Ísland er talinn meðal skýringa á langlífinu. „Hann lifir í þessum sjó - kalda, djúpa sjó - í stöðugu umhverfi. Hann virðist vera hægsyndur. Efnaskiptin virðast vera hægari en í öðrum og hann virðist hafa lægri blóðþrýsting heldur en gengur og gerist.“ -En getur mannfólkið lært eitthvað af þessu? Eigum við kannski öll að fara að synda í ísköldum sjónum? „Það er mjög langsótt. Það er mjög langt á milli þess að skoða fisk og skoða mannveru. Það virðist ekki skaða fólk að fara í sjósund en við skulum ekki kannski setja það beint í samband við þessa rannsókn,“ segir Klara og hlær. Sjávarútvegur Umhverfismál Vísindi Dýr Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það vakti heimsathygli fyrir rúmum áratug þegar vísindamenn fundu yfir fimmhundruð ára gamla kúfskel á lífi undan Eyjafirði, en hún er talin elsta dýr jarðar. Hákarlinn sem hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson veiddi í haustleiðangri vestur af landinu fyrir þremur árum vekur ekki síður athygli, enda var hann farinn að synda fyrir tíma Skaftárelda og áður en Bandaríki Norður-Ameríku voru formlega stofnuð. Rannsóknir benda til að þessi hákarl hafi verið 245 ára gamall þegar hann veiddist á Vestfjarðamiðum í leiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar fyrir þremur árum.Hafrannsóknastofnun Hann er talinn hafa verið 245 ára gamall. En það vekur líka furðu að rannsókn á heila hákarlsins, sem Klara Jakobsdóttir, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun kom að, sýndi engin merki æðakölkunar. „Það að hann sýnir engin merki öldrunar í heila, það er náttúrlega stórfrétt. En það þarf náttúrlega að varast að ekki oftúlka. Þetta er einn heili, þetta er fiskur,“ segir Klara. Rannsókn frá árinu 2016 á nærri þrjátíu hákörlum sýnir þó háan aldur hákarlanna. „Á aldursbilinu 200 til 300 ára gamlir. Ef rétt reynist, þá eru þetta elst allra hryggdýra.“ Og þetta er einmitt hákarlinn sem Íslendingar leggja sér til munns. „Sá sem var veiddur hérna á árum áður og við erum ennþá að gæða okkur á í þorrablótum.“ Hákarlinn í þorrablótunum getur því verið býsna gamall. „Já, gæti verið mörghundruð ára gamall,“ segir Klara. Þessum hákarli var landað á Suðureyri árið 2010 úr línubátnum Lukku ÍS. Hákarlinn reyndist 680 kílóa þungur, tæpir fimm metrar á lengd og rúmir tveir metrar að ummáli. Mynd/Róbert Schmidt Kaldi sjórinn við Ísland er talinn meðal skýringa á langlífinu. „Hann lifir í þessum sjó - kalda, djúpa sjó - í stöðugu umhverfi. Hann virðist vera hægsyndur. Efnaskiptin virðast vera hægari en í öðrum og hann virðist hafa lægri blóðþrýsting heldur en gengur og gerist.“ -En getur mannfólkið lært eitthvað af þessu? Eigum við kannski öll að fara að synda í ísköldum sjónum? „Það er mjög langsótt. Það er mjög langt á milli þess að skoða fisk og skoða mannveru. Það virðist ekki skaða fólk að fara í sjósund en við skulum ekki kannski setja það beint í samband við þessa rannsókn,“ segir Klara og hlær.
Sjávarútvegur Umhverfismál Vísindi Dýr Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira