Hringja í skjólstæðinga í auknum mæli til að draga úr smithættu Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2020 14:23 Kórónuveirusmitum hefur fjölgað í Eyjafirði síðustu daga. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur tilkynnt breytt fyrirkomulag á þjónustu heilsugæslunnar á Akureyri og verður í auknum mæli hringt í skjólstæðinga og athugað hvort mögulegt sé að leysa erindin í gegnum síma. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þetta sé liður í aðgerðum til að tryggja órofinn rekstur og þjónustu við almenning. „Tekið verður við bókunum um viðtöl og símtöl við lækni eða hjúkrunarfræðing, en í auknum mæli verður hringt í skjólstæðinga og athugað hvort mögulegt sé að leysa erindin í síma. Skjólstæðingar eru einnig beðnir um að panta tíma ef kostur er fyrir komu á vaktþjónustu heilsugæslunnar. Með þessum aðgerðum er vonast til að hægt sé að fækka komum á heilsugæslustöð og þar með að draga úr smithættu.“ Smitum hefur fjölgað Haft er eftir Jóni Torfa Halldórssyni yfirlækni á heilsugæslunni á Akureyri, að margir hafi smitast af Covid19 á stuttum tíma á svæðinu í þessari bylgju faraldursins, sérstaklega á Akureyri og Dalvík. „HSN stendur fyrir allri sýnatöku á Norðurlandi, en um þessar mundir eru um 2000 sýni tekin í hverri viku. Vegna þessa og annarra verkefna tengdum Covid19 höfum við því orðið að forgangsraða þjónustu okkar á heilsugæslunni töluvert og hugsa hlutina upp á nýtt. Það er augljóst að þetta hefur skapað gríðarlegt álag á starfsfólk sem að auki sinnir allri almennri heilsugæsluþjónustu. Starfsfólk hefur sýnt mikinn dug í sínum störfum, verið sveigjanlegt og lausnamiðað. Þessi breyting á fyrirkomulagi á þjónustu er eitt dæmi um það og liður í að geta tryggt þjónustu við almenning,” segir Jón Torfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Akureyri Tengdar fréttir Forstjóri SAk á von á fleiri innlögnum Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum. 2. nóvember 2020 16:16 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur tilkynnt breytt fyrirkomulag á þjónustu heilsugæslunnar á Akureyri og verður í auknum mæli hringt í skjólstæðinga og athugað hvort mögulegt sé að leysa erindin í gegnum síma. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þetta sé liður í aðgerðum til að tryggja órofinn rekstur og þjónustu við almenning. „Tekið verður við bókunum um viðtöl og símtöl við lækni eða hjúkrunarfræðing, en í auknum mæli verður hringt í skjólstæðinga og athugað hvort mögulegt sé að leysa erindin í síma. Skjólstæðingar eru einnig beðnir um að panta tíma ef kostur er fyrir komu á vaktþjónustu heilsugæslunnar. Með þessum aðgerðum er vonast til að hægt sé að fækka komum á heilsugæslustöð og þar með að draga úr smithættu.“ Smitum hefur fjölgað Haft er eftir Jóni Torfa Halldórssyni yfirlækni á heilsugæslunni á Akureyri, að margir hafi smitast af Covid19 á stuttum tíma á svæðinu í þessari bylgju faraldursins, sérstaklega á Akureyri og Dalvík. „HSN stendur fyrir allri sýnatöku á Norðurlandi, en um þessar mundir eru um 2000 sýni tekin í hverri viku. Vegna þessa og annarra verkefna tengdum Covid19 höfum við því orðið að forgangsraða þjónustu okkar á heilsugæslunni töluvert og hugsa hlutina upp á nýtt. Það er augljóst að þetta hefur skapað gríðarlegt álag á starfsfólk sem að auki sinnir allri almennri heilsugæsluþjónustu. Starfsfólk hefur sýnt mikinn dug í sínum störfum, verið sveigjanlegt og lausnamiðað. Þessi breyting á fyrirkomulagi á þjónustu er eitt dæmi um það og liður í að geta tryggt þjónustu við almenning,” segir Jón Torfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Akureyri Tengdar fréttir Forstjóri SAk á von á fleiri innlögnum Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum. 2. nóvember 2020 16:16 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Forstjóri SAk á von á fleiri innlögnum Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum. 2. nóvember 2020 16:16