Vill fá höfuðstöðvar Landsbankans á Selfoss Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. nóvember 2020 13:13 Landsbankahúsið á Selfossi, sem hefur verið sett á sölu. Húsið þykir eitt af glæsilegustu húsum á Suðurlandi og er eitt af einkennistáknum fyrir Selfoss. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarfulltrúi í Árborg gagnrýnir Landsbankann fyrir að vera búin að setja útibú bankans á Selfossi á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur. Landsbankinn auglýsti nýlega húsið sitt við Austurveg 20 á Selfossi til sölu en húsið var byggt á árunum 1949-1953 og hefur löngum verið talið eitt fallegasta húsið á Suðurlandi. Landsbankahúsið á Selfossi er byggt eftir frumteikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið er um 1200 fermetrar að stærð, auk 77 fermetra bílskúrs og 7.300 fermetra lóða. Brunabótamat hússins er rúmlega 450 milljónir króna og fasteignamatið rúmlega 200 milljónir króna. Á heimaíðu bankans kemur fram að breytingar á bankaþjónustu valda því að útibúið þarf nú minna húsnæði undir starfsemi sína, en starfsemin verði í húsinu þar til að starfsemi bankans getur hafist á nýjum stað á Selfossi en líklegt þykir að bankinn flyti starfsemi sína í nýja miðbæinn, sem er verið að byggja á Selfossi. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í meirihlutanum í Árborg er ósáttur við þá ákvörðun Landsbankans að vilja selja húsið á Selfossi. „Þetta er glæsilegasta húsið á Suðurlandi og það eru reyndar mörg tækifæri, sem felast í þessu húsi og einhverjir vilja meina það að höfuðstöðvar Landsbankans ættu bara að vera hér á Selfossi í staðinn fyrri það að vera að eyða milljörðum króna í byggingu í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Tómas Ellert og bætir við. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg, sem á sæti í meirihluta bæjarstjórnar.Einkasafn „Ég hefði helst viljað sjá að ríkisstjórnin gerði nú alvöru úr sínum hugmyndum varðandi störf án staðsetningar og kæmi upp einskonar staðarráðuneyti þannig að hluti af störfunum í ráðuneytunum í Reykjavík myndu færast austur fyrir fjall. Eins og við vitum þá starfa um tuttugu prósent af vinnuaflinu hér á Selfossi í Reykjavík og mikið af því fólki er háskólamenntað fólk.“ En kemur til greina að Sveitarfélagið Árborg kaupi Landsbankahúsið á Selfossi? „Ég veit það ekki, það er þá spurning hvaða hlutverk það ætti að gegna hjá sveitarfélaginu. Það eru náttúrlega ýmis tækifæri sem felast bæði í húsnæðinu og sérstaklega baklóðinni fyrir sveitarfélagið undir ýmiskonar starfsemi. Við erum að skoða þetta mál og fylgjast með hvernig því mun framvinda,“ segir Tómas Ellert. Árborg Íslenskir bankar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Bæjarfulltrúi í Árborg gagnrýnir Landsbankann fyrir að vera búin að setja útibú bankans á Selfossi á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur. Landsbankinn auglýsti nýlega húsið sitt við Austurveg 20 á Selfossi til sölu en húsið var byggt á árunum 1949-1953 og hefur löngum verið talið eitt fallegasta húsið á Suðurlandi. Landsbankahúsið á Selfossi er byggt eftir frumteikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið er um 1200 fermetrar að stærð, auk 77 fermetra bílskúrs og 7.300 fermetra lóða. Brunabótamat hússins er rúmlega 450 milljónir króna og fasteignamatið rúmlega 200 milljónir króna. Á heimaíðu bankans kemur fram að breytingar á bankaþjónustu valda því að útibúið þarf nú minna húsnæði undir starfsemi sína, en starfsemin verði í húsinu þar til að starfsemi bankans getur hafist á nýjum stað á Selfossi en líklegt þykir að bankinn flyti starfsemi sína í nýja miðbæinn, sem er verið að byggja á Selfossi. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í meirihlutanum í Árborg er ósáttur við þá ákvörðun Landsbankans að vilja selja húsið á Selfossi. „Þetta er glæsilegasta húsið á Suðurlandi og það eru reyndar mörg tækifæri, sem felast í þessu húsi og einhverjir vilja meina það að höfuðstöðvar Landsbankans ættu bara að vera hér á Selfossi í staðinn fyrri það að vera að eyða milljörðum króna í byggingu í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Tómas Ellert og bætir við. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg, sem á sæti í meirihluta bæjarstjórnar.Einkasafn „Ég hefði helst viljað sjá að ríkisstjórnin gerði nú alvöru úr sínum hugmyndum varðandi störf án staðsetningar og kæmi upp einskonar staðarráðuneyti þannig að hluti af störfunum í ráðuneytunum í Reykjavík myndu færast austur fyrir fjall. Eins og við vitum þá starfa um tuttugu prósent af vinnuaflinu hér á Selfossi í Reykjavík og mikið af því fólki er háskólamenntað fólk.“ En kemur til greina að Sveitarfélagið Árborg kaupi Landsbankahúsið á Selfossi? „Ég veit það ekki, það er þá spurning hvaða hlutverk það ætti að gegna hjá sveitarfélaginu. Það eru náttúrlega ýmis tækifæri sem felast bæði í húsnæðinu og sérstaklega baklóðinni fyrir sveitarfélagið undir ýmiskonar starfsemi. Við erum að skoða þetta mál og fylgjast með hvernig því mun framvinda,“ segir Tómas Ellert.
Árborg Íslenskir bankar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira