Undrabarnið hjá Dortmund er löglegur og gæti sett tvö met á næstu dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 14:00 Youssoufa Moukoko er hungraður í spilatíma með aðalliði Borussia Dortmund nú þegar hann er orðinn sextán ára og löglegur. Getty/Max Maiwald Það þekkja kannski ekki margir knattspyrnuáhugamenn nafnið Youssoufa Moukoko en það gæti breyst fljótt. Youssoufa Moukoko heldur upp á sextán ára afmælið sitt í dag og er þar með orðinn löglegur í þýsku Bundesligunni. Nuri Sahin on Youssoufa Moukoko: "It makes me happy that it's one of our players. When the new rule came out, I quickly realized that my record would soon be broken. Youssoufa must now take the next step - the U-19s is too easy for him" [Kicker] #BVB pic.twitter.com/6oO7g3PMxX— BVB Buzz (@BVBBuzz) November 15, 2020 Þessi stórefnilegi fótboltastrákur hefur verið óstöðvandi með unglingaliðum Borussia Dortmund á síðustu árum þar sem hann hefur skorað 141 mark í 88 leikjum með yngri liðum félagsins frá 2017. „Það er mitt markmið að verða atvinnumaður hjá Dortmund, vinna Meistaradeildina með Borussia og fá Gullboltann,“ sagði Youssoufa Moukoko fullur sjálfstrausts við blaðamenn þegar hann var aðeins þrettán ára gamall. Borussia Dortmund hafði það mikla trú á honum að hann er á leikmannalista félagsins í bæði þýsku deildinni og í Meistaradeildinni þrátt fyrir að hann hafi ekki verið löglegur fyrr en í dag, 20. nóvember, á sextán ára afmælisdegi sínum. Happy 16th birthday to the ultimate wonderkid, Youssoufa Moukoko: 88 BVB youth games 141 goals scored (!!!) And now he can play in the Bundesliga. pic.twitter.com/cTXDpp5Q0q— Squawka Football (@Squawka) November 20, 2020 Dortmund barðist líka fyrir því að þýska knattspyrnusambandið lækkaði lágmarksaldurinn í sextán ár en hann var áður sautján ár. Það er allt sem bendir til þess að þýska félagið ætli sér að nota strákinn. Undrabarnið hjá Dortmund gæti sett tvö met á næstu fimm dögum. Ef hann spilar í deildarleiknum á móti Herthu Berlin á laugardaginn þá yrði hann yngsti leikmaðurinn til að spila atvinnumannaleik í Þýskalandi. Hann gæti einnig bætt metið yfir yngsta leikmann Meistaradeildarinnar spili hann á móti Club Brugge þremur dögum síðar. "I want to help the team, that's why I'm here." Get to know our newest #18, Youssoufa Moukoko! pic.twitter.com/4iXtj9EIOR— Borussia Dortmund (@BlackYellow) November 17, 2020 Youssoufa Moukoko has scored 51 goals in 32 games for @BVB's U19s, against players up to four years older than him.Today he turns 16 and is eligible to make his debut for the club as early as this weekend.Welcome pic.twitter.com/p7c22udRbl— B/R Football (@brfootball) November 20, 2020 Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Það þekkja kannski ekki margir knattspyrnuáhugamenn nafnið Youssoufa Moukoko en það gæti breyst fljótt. Youssoufa Moukoko heldur upp á sextán ára afmælið sitt í dag og er þar með orðinn löglegur í þýsku Bundesligunni. Nuri Sahin on Youssoufa Moukoko: "It makes me happy that it's one of our players. When the new rule came out, I quickly realized that my record would soon be broken. Youssoufa must now take the next step - the U-19s is too easy for him" [Kicker] #BVB pic.twitter.com/6oO7g3PMxX— BVB Buzz (@BVBBuzz) November 15, 2020 Þessi stórefnilegi fótboltastrákur hefur verið óstöðvandi með unglingaliðum Borussia Dortmund á síðustu árum þar sem hann hefur skorað 141 mark í 88 leikjum með yngri liðum félagsins frá 2017. „Það er mitt markmið að verða atvinnumaður hjá Dortmund, vinna Meistaradeildina með Borussia og fá Gullboltann,“ sagði Youssoufa Moukoko fullur sjálfstrausts við blaðamenn þegar hann var aðeins þrettán ára gamall. Borussia Dortmund hafði það mikla trú á honum að hann er á leikmannalista félagsins í bæði þýsku deildinni og í Meistaradeildinni þrátt fyrir að hann hafi ekki verið löglegur fyrr en í dag, 20. nóvember, á sextán ára afmælisdegi sínum. Happy 16th birthday to the ultimate wonderkid, Youssoufa Moukoko: 88 BVB youth games 141 goals scored (!!!) And now he can play in the Bundesliga. pic.twitter.com/cTXDpp5Q0q— Squawka Football (@Squawka) November 20, 2020 Dortmund barðist líka fyrir því að þýska knattspyrnusambandið lækkaði lágmarksaldurinn í sextán ár en hann var áður sautján ár. Það er allt sem bendir til þess að þýska félagið ætli sér að nota strákinn. Undrabarnið hjá Dortmund gæti sett tvö met á næstu fimm dögum. Ef hann spilar í deildarleiknum á móti Herthu Berlin á laugardaginn þá yrði hann yngsti leikmaðurinn til að spila atvinnumannaleik í Þýskalandi. Hann gæti einnig bætt metið yfir yngsta leikmann Meistaradeildarinnar spili hann á móti Club Brugge þremur dögum síðar. "I want to help the team, that's why I'm here." Get to know our newest #18, Youssoufa Moukoko! pic.twitter.com/4iXtj9EIOR— Borussia Dortmund (@BlackYellow) November 17, 2020 Youssoufa Moukoko has scored 51 goals in 32 games for @BVB's U19s, against players up to four years older than him.Today he turns 16 and is eligible to make his debut for the club as early as this weekend.Welcome pic.twitter.com/p7c22udRbl— B/R Football (@brfootball) November 20, 2020
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira