Staðfesta sigur Bidens í Michigan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2020 22:38 Biden tekur við embætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar næstkomandi. Mark Makela/Getty Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. Biden vann ríkið með því að fá tæplega 155 þúsund fleiri atkvæði en Donald Trump, fráfarandi forseti. Biden vann forsetakosningarnar, en hann fékk 306 kjörmenn á móti 232 kjörmönnum Trumps í kjörmannakerfinu sem stuðst er við þegar Bandaríkjamenn velja sér forseta. Michigan færði Biden 16 kjörmenn. Staðfesting kjörstjórnar á sigri Bidens eru taldar mikið reiðarslag fyrir framboð Trumps, en hann hefur ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl hafi fært Biden sigurinn í kosningunum. Engar haldbærar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir svindli af þeim skala sem gæti snúið niðurstöðunni og málum sem framboð forsetans hefur farið með fyrir dóm hefur flestum verið vísað frá. Í kjörstjórn Michigan sitja fjórir meðlimir, tveir úr hvorum stóru flokkanna í Bandaríkjunum. Báðir fulltrúar demókrata greiddu atkvæði með því að staðfesta úrslitin, og annar repúblikananna gerði það sömuleiðis. Hinn kaus að sitja hjá. Síðastliðinn föstudag voru úrslitin staðfest í Georgíu, öðru ríki þar sem Biden vann sigur. Sá sigur var heldur naumari, en þar munaði tæplega 13 þúsund atkvæðum á frambjóðendunum tveimur. Michigan er eitt þeirra ríkja sem Trump vann í forsetakosningunum 2016 en Joe Biden tókst að snúa sér í vil. Hin eru Arizona, Georgía, Pennsylvanía og Wisconsin. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. Biden vann ríkið með því að fá tæplega 155 þúsund fleiri atkvæði en Donald Trump, fráfarandi forseti. Biden vann forsetakosningarnar, en hann fékk 306 kjörmenn á móti 232 kjörmönnum Trumps í kjörmannakerfinu sem stuðst er við þegar Bandaríkjamenn velja sér forseta. Michigan færði Biden 16 kjörmenn. Staðfesting kjörstjórnar á sigri Bidens eru taldar mikið reiðarslag fyrir framboð Trumps, en hann hefur ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl hafi fært Biden sigurinn í kosningunum. Engar haldbærar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir svindli af þeim skala sem gæti snúið niðurstöðunni og málum sem framboð forsetans hefur farið með fyrir dóm hefur flestum verið vísað frá. Í kjörstjórn Michigan sitja fjórir meðlimir, tveir úr hvorum stóru flokkanna í Bandaríkjunum. Báðir fulltrúar demókrata greiddu atkvæði með því að staðfesta úrslitin, og annar repúblikananna gerði það sömuleiðis. Hinn kaus að sitja hjá. Síðastliðinn föstudag voru úrslitin staðfest í Georgíu, öðru ríki þar sem Biden vann sigur. Sá sigur var heldur naumari, en þar munaði tæplega 13 þúsund atkvæðum á frambjóðendunum tveimur. Michigan er eitt þeirra ríkja sem Trump vann í forsetakosningunum 2016 en Joe Biden tókst að snúa sér í vil. Hin eru Arizona, Georgía, Pennsylvanía og Wisconsin.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22
Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47
Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20