Opnað fyrir umferð á tvöfaldri Reykjanesbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2020 15:54 Frá Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag. Vegagerðin Umferð var hleypt á tvöfalda Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag, þar með lýkur að mestu framkvæmdum sem Vegagerðin bauð út í fyrra og hófust í maí 2019. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að útboðið hafi hljóðað upp á tvöföldun Reykjanesbrautar (41) í Hafnarfirði, nánar tiltekið 3,2 kafla milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Í útboðinu var einnig innifalin gerð nýrrar vegbrúar yfir Strandgötu, gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún ásamt gerð umfangsmikilla hljóðvarna. Þá voru í verkinu breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir, og loks frágangur á landi og landmótun. Það var heldur kuldalegt við Reykjanesbraut í dag þegar ljósmyndari Vegagerðarinnar smellti af þessari mynd.Vegagerðin „Framkvæmdin Reykjanesbraut (41) Kaldárselsvegur – Krýsuvíkurvegur, er merkileg fyrir þær sakir að þessi vegkafli er sá fyrsti sem klárast af þeim sem tilheyra Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins auk þess sem gert er ráð fyrir legu Borgarlínunnar undir Reykjanesbrautina við Strandgötu í framtíðinni,“ segir á vef Vegagerðarinnar. ÍSTAK var verktaki verksins en Mannvit sá um eftirlit. Verkáætlanir stóðust í stórum dráttum og hefur samkvæmt því sem segir á vef Vegaerðarinnar lítil sem engin töf orðið á afhendingu verksins þrátt fyrir óvenjulega tíma. Allar fjórar akreinar voru teknar í notkun um miðjan dag í dag, 24. nóvember en verktaki vinnur nú að lokafrágangi á og við Reykjanesbrautina. Hafnarfjörður Samgöngur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Umferð var hleypt á tvöfalda Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag, þar með lýkur að mestu framkvæmdum sem Vegagerðin bauð út í fyrra og hófust í maí 2019. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að útboðið hafi hljóðað upp á tvöföldun Reykjanesbrautar (41) í Hafnarfirði, nánar tiltekið 3,2 kafla milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Í útboðinu var einnig innifalin gerð nýrrar vegbrúar yfir Strandgötu, gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún ásamt gerð umfangsmikilla hljóðvarna. Þá voru í verkinu breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir, og loks frágangur á landi og landmótun. Það var heldur kuldalegt við Reykjanesbraut í dag þegar ljósmyndari Vegagerðarinnar smellti af þessari mynd.Vegagerðin „Framkvæmdin Reykjanesbraut (41) Kaldárselsvegur – Krýsuvíkurvegur, er merkileg fyrir þær sakir að þessi vegkafli er sá fyrsti sem klárast af þeim sem tilheyra Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins auk þess sem gert er ráð fyrir legu Borgarlínunnar undir Reykjanesbrautina við Strandgötu í framtíðinni,“ segir á vef Vegagerðarinnar. ÍSTAK var verktaki verksins en Mannvit sá um eftirlit. Verkáætlanir stóðust í stórum dráttum og hefur samkvæmt því sem segir á vef Vegaerðarinnar lítil sem engin töf orðið á afhendingu verksins þrátt fyrir óvenjulega tíma. Allar fjórar akreinar voru teknar í notkun um miðjan dag í dag, 24. nóvember en verktaki vinnur nú að lokafrágangi á og við Reykjanesbrautina.
Hafnarfjörður Samgöngur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira