Hafa engan áhuga á utanaðkomandi afskiptum Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 11:37 Skjáskot úr sjónvarpsfrétt ríkismiðils Eþíópíu sem sýnir hermenn stjórnarhersins á leið til Tigrayhéraðs. AP/Ethiopian News Agency Abiy Ahmed, forsætisráðherra, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur hafnað öllum alþjóðlegum áköllum um frið í vopnahlé og viðræður við Frelsishreyfingu Tigrayhéraðs. Hann segir að Eþíópíumenn muni takast á viöð þessi átök, þrátt fyrir utanaðkomandi afskipti. Í yfirlýsingu frá Forsætisráðherranum segir að öll afskipti alþjóðasamfélagsins séu „óvelkomin og ólögleg“. Hann segir að alþjóðasamfélagið ætti að sitja á höndum sér þar til og ef Eþíópía biður um hjálp. Abiy, sem vann friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings Eþíópíu og Erítreu, segir að árás stjórnarhersins gegn Frelsishreyfingunni sé löggæsluaðgerð. Forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar var nýverið gefinn þriggja daga frestur til að gefast upp og er sá frestur að renna út í kvöld, eins og greint er frá í frétt AP fréttaveitunnar. Herforingjar Eþíópíu hafa ráðlagt íbúum héraðsins að halda sig fjarri þessum forsvarsmönnum og að engin miskunn verði veitt. Slíkt tal hefur leitt til þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu og krafist þess að almennir borgarar verði verndaðir. Frelsishreyfingin var ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Samskipti við svæðið eru verulega takmörkuð um þessar mundir. Fregnir hafa þó borist af því að hundruð hafi dáið í átökum og að vopnaðar sveitir hafi ráðist á almenna borgara. Rúmlega 40 þúsund íbúar héraðsins, af um sex milljónum, hafa flúið til Súdan, samkvæmt frétt Reuters. Jesep Borrell, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, sagði í gærkvöldi að átökin væru að koma niður á stöðugleika Austur-Afríku og að hann hefði verulegar áhyggjur af fregnum um ofbeldi gegn almennum borgurum og mögulegum stríðsglæpum. Eþíópía Tengdar fréttir Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu um að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, vegna stríðsátaka. Í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi 24. nóvember 2020 10:19 Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37 Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Abiy Ahmed, forsætisráðherra, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur hafnað öllum alþjóðlegum áköllum um frið í vopnahlé og viðræður við Frelsishreyfingu Tigrayhéraðs. Hann segir að Eþíópíumenn muni takast á viöð þessi átök, þrátt fyrir utanaðkomandi afskipti. Í yfirlýsingu frá Forsætisráðherranum segir að öll afskipti alþjóðasamfélagsins séu „óvelkomin og ólögleg“. Hann segir að alþjóðasamfélagið ætti að sitja á höndum sér þar til og ef Eþíópía biður um hjálp. Abiy, sem vann friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings Eþíópíu og Erítreu, segir að árás stjórnarhersins gegn Frelsishreyfingunni sé löggæsluaðgerð. Forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar var nýverið gefinn þriggja daga frestur til að gefast upp og er sá frestur að renna út í kvöld, eins og greint er frá í frétt AP fréttaveitunnar. Herforingjar Eþíópíu hafa ráðlagt íbúum héraðsins að halda sig fjarri þessum forsvarsmönnum og að engin miskunn verði veitt. Slíkt tal hefur leitt til þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu og krafist þess að almennir borgarar verði verndaðir. Frelsishreyfingin var ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Samskipti við svæðið eru verulega takmörkuð um þessar mundir. Fregnir hafa þó borist af því að hundruð hafi dáið í átökum og að vopnaðar sveitir hafi ráðist á almenna borgara. Rúmlega 40 þúsund íbúar héraðsins, af um sex milljónum, hafa flúið til Súdan, samkvæmt frétt Reuters. Jesep Borrell, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, sagði í gærkvöldi að átökin væru að koma niður á stöðugleika Austur-Afríku og að hann hefði verulegar áhyggjur af fregnum um ofbeldi gegn almennum borgurum og mögulegum stríðsglæpum.
Eþíópía Tengdar fréttir Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu um að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, vegna stríðsátaka. Í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi 24. nóvember 2020 10:19 Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37 Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu um að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, vegna stríðsátaka. Í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi 24. nóvember 2020 10:19
Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37
Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31