Ein af stjörnum Manchester City hrósaði Frappart og vonast til að sjá fleiri kvenmenn feta í fótspor hennar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 07:31 Frappart í leik gærkvöldsins. Jonathan Moscrop/Getty Images Franski dómarinn Stephanie Frappart varð í gær fyrsti kvenmaðurinn til að dæma leik í Meistaradeild Evrópu, það er karlamegin. Hin 36 ára gamla Frappart hefur unnið sig upp metorðastiga dómgæslunnar og dæmt í stærstum leikjum kvennaboltans. Þar má til að mynda nefna úrslitaleik HM 2019. Hún dæmdi svo leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu á síðasta ári ásamt því að hafa dæmt í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. On Wednesday night, Stéphanie Frappart became the first woman to referee a men's #UCL match, when she took charge of Juventus vs Dynamo Kyiv.Congratulations, Stéphanie! pic.twitter.com/Sw87HRvcEI— UEFA (@UEFA) December 2, 2020 Hún dæmdi svo leik Ítaliumeistara Juventus og Dinamo Kiev frá Úkraínu. Fór það svo að heimamenn unnu þægilegan 3-0 sigur. Ilkay Gündogan, hinn 30 ára gamli þýski miðjumaður Manchester City, óskaði Frappart til hamingju á Twitter-síðu sinni að leik loknum. „Stephanie Frappart – fyrsti kvenkyns dómarinn á stærsta sviðinu þegar kemur að félagsliðafótbolta í Evrópu. Það er kominn tími til. Frábært afrek og hvatning til annarra. Vonandi verður þetta reglulegur viðburður mjög fljótlega,“ segir í færslu Gundogan. Stephanie Frappart - the first female referee on the biggest stage of European club football. It's about time. Great achievement and inspiration to others. Hopefully this will be a regular occurrence very soon. #JuveDynamo #UCL— Ilkay Gündogan (@IlkayGuendogan) December 2, 2020 Frappart hafði góð tök á leiknum sem fór eins og áður sagði 3-0 fyrir Juventus. Ítalska félagið fékk þó fyrsta gula spjald leiksins strax á 10. mínútu en alls gaf Frappart þrjú gul spjöld í leiknum. Proud to have hosted a #UCL "first" for Stéphanie Frappart at the Allianz Stadium! #JuveDynamo pic.twitter.com/ujyHDlueGM— JuventusFC (@juventusfcen) December 2, 2020 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fred í aðalhluterki er PSG opnaði H-riðilinn upp á gátt, 750. mark Ronaldo og ferna Giroud Það er spenna í Meistaradeildinni í nokkrum riðlum er ein umferð er eftir. 2. desember 2020 21:50 Verður fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild Evrópu Hin franska Stephanie Frappart verður á morgun fyrsta konan til að dæma leik Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, það er að segja karlamegin. Dæmir hún leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli. 1. desember 2020 09:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Hin 36 ára gamla Frappart hefur unnið sig upp metorðastiga dómgæslunnar og dæmt í stærstum leikjum kvennaboltans. Þar má til að mynda nefna úrslitaleik HM 2019. Hún dæmdi svo leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu á síðasta ári ásamt því að hafa dæmt í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. On Wednesday night, Stéphanie Frappart became the first woman to referee a men's #UCL match, when she took charge of Juventus vs Dynamo Kyiv.Congratulations, Stéphanie! pic.twitter.com/Sw87HRvcEI— UEFA (@UEFA) December 2, 2020 Hún dæmdi svo leik Ítaliumeistara Juventus og Dinamo Kiev frá Úkraínu. Fór það svo að heimamenn unnu þægilegan 3-0 sigur. Ilkay Gündogan, hinn 30 ára gamli þýski miðjumaður Manchester City, óskaði Frappart til hamingju á Twitter-síðu sinni að leik loknum. „Stephanie Frappart – fyrsti kvenkyns dómarinn á stærsta sviðinu þegar kemur að félagsliðafótbolta í Evrópu. Það er kominn tími til. Frábært afrek og hvatning til annarra. Vonandi verður þetta reglulegur viðburður mjög fljótlega,“ segir í færslu Gundogan. Stephanie Frappart - the first female referee on the biggest stage of European club football. It's about time. Great achievement and inspiration to others. Hopefully this will be a regular occurrence very soon. #JuveDynamo #UCL— Ilkay Gündogan (@IlkayGuendogan) December 2, 2020 Frappart hafði góð tök á leiknum sem fór eins og áður sagði 3-0 fyrir Juventus. Ítalska félagið fékk þó fyrsta gula spjald leiksins strax á 10. mínútu en alls gaf Frappart þrjú gul spjöld í leiknum. Proud to have hosted a #UCL "first" for Stéphanie Frappart at the Allianz Stadium! #JuveDynamo pic.twitter.com/ujyHDlueGM— JuventusFC (@juventusfcen) December 2, 2020 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fred í aðalhluterki er PSG opnaði H-riðilinn upp á gátt, 750. mark Ronaldo og ferna Giroud Það er spenna í Meistaradeildinni í nokkrum riðlum er ein umferð er eftir. 2. desember 2020 21:50 Verður fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild Evrópu Hin franska Stephanie Frappart verður á morgun fyrsta konan til að dæma leik Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, það er að segja karlamegin. Dæmir hún leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli. 1. desember 2020 09:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Fred í aðalhluterki er PSG opnaði H-riðilinn upp á gátt, 750. mark Ronaldo og ferna Giroud Það er spenna í Meistaradeildinni í nokkrum riðlum er ein umferð er eftir. 2. desember 2020 21:50
Verður fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild Evrópu Hin franska Stephanie Frappart verður á morgun fyrsta konan til að dæma leik Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, það er að segja karlamegin. Dæmir hún leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli. 1. desember 2020 09:30