Vöðvaðir fætur Haaland vöktu mikið umtal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2020 08:16 Erling Braut Haaland hefur raðað inn mörkum með liði Borussia Dortmund. Getty/Mario Hommes Erling Braut Haaland var að láta aðdáendur sína vita af því að hann væri ekki eins mikið meiddur og óttast var í fyrstu en myndin sem hann birti á samfélagsmiðlum fékk flesta til að gapa. Það vita það flestir sem hafa séð norska framherjann Erling Braut Haaland spila fótbolta að þar er á ferðinni mjög hraustur strákur. Hinn tvítugi Erling Braut Haaland hefur farið á kostum með Borussia Dortmund, bæði í þýsku deildinni sem og í Meistaradeildinni. Erling Haaland hefur skorað 33 mörk í fyrstu 32 leikjum sínum með þýska liðinu þar af átta mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. Áhugi stóru félaga heimsins var mikill á meðan Erling Braut Haaland var hjá Red Bull Salzburg en hann hefur bara aukist eftir spilamennsku hans með Borussia Dortmund. Like you needed more proof that Erling Haaland is not your average 20-year-old https://t.co/1ORRLRRMIy— SPORTbible (@sportbible) December 3, 2020 Það þýðir að fætur hans eru á góðri leið með að verða þeir verðmætustu í fótboltaheiminum enda verður strákurinn ekki þrítugur fyrr en árið 2030. Það ættu því að vera mörg frábær ár fram undan hjá honum. Mynd Erling Braut Haaland af þessum verðmætu og vöðvuðu fótum fékk marga til þess að gapa en myndina má sjá hér fyrir neðan. Fæturnir eru hreinlega að springa af vöðvum og það er því ekkert skrýtið að svaka sprettir og þrumuskot geri mótherjum hans jafnan lífið leitt. Óttast var í fyrstu að Erling Braut Haaland hefði spilað sinn síðasta leik á árinu 2020 eftir að hann meiddist í Meistaradeildarleik á móti Lazio á þriðjudagskvöldið en Haaland fullvissaði fylgjendur sína með færslunni að tognunin væri ekki eins slæm og óttast væri. „Talaði við læknana mína og kem fljótt til baka,“ skrifaði Erling Braut Haaland við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Það vita það flestir sem hafa séð norska framherjann Erling Braut Haaland spila fótbolta að þar er á ferðinni mjög hraustur strákur. Hinn tvítugi Erling Braut Haaland hefur farið á kostum með Borussia Dortmund, bæði í þýsku deildinni sem og í Meistaradeildinni. Erling Haaland hefur skorað 33 mörk í fyrstu 32 leikjum sínum með þýska liðinu þar af átta mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. Áhugi stóru félaga heimsins var mikill á meðan Erling Braut Haaland var hjá Red Bull Salzburg en hann hefur bara aukist eftir spilamennsku hans með Borussia Dortmund. Like you needed more proof that Erling Haaland is not your average 20-year-old https://t.co/1ORRLRRMIy— SPORTbible (@sportbible) December 3, 2020 Það þýðir að fætur hans eru á góðri leið með að verða þeir verðmætustu í fótboltaheiminum enda verður strákurinn ekki þrítugur fyrr en árið 2030. Það ættu því að vera mörg frábær ár fram undan hjá honum. Mynd Erling Braut Haaland af þessum verðmætu og vöðvuðu fótum fékk marga til þess að gapa en myndina má sjá hér fyrir neðan. Fæturnir eru hreinlega að springa af vöðvum og það er því ekkert skrýtið að svaka sprettir og þrumuskot geri mótherjum hans jafnan lífið leitt. Óttast var í fyrstu að Erling Braut Haaland hefði spilað sinn síðasta leik á árinu 2020 eftir að hann meiddist í Meistaradeildarleik á móti Lazio á þriðjudagskvöldið en Haaland fullvissaði fylgjendur sína með færslunni að tognunin væri ekki eins slæm og óttast væri. „Talaði við læknana mína og kem fljótt til baka,“ skrifaði Erling Braut Haaland við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland)
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira