Íþróttastarf í kórónuveirufaraldri: Sóttvarnir og íþróttastarf eiga samleið Ingvar Sverrisson skrifar 4. desember 2020 15:31 Frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur íþróttahreyfingin á Íslandi staðið með sóttvörnum og tekið afstöðu með yfirvöldum um að stöðva íþróttastarf þegar á hefur reynt. Þessar stöðvanir á íþróttastarfi eru þó farnar að draga dilk á eftir sér og hefur gert mörgu íþróttafólki erfitt fyrir að halda samfellu í æfingum sínum. Vegna þess hve mikill munur er á milli íþróttagreina hvað varðar nálægð og snertingu iðkenda er órökrétt að sömu reglur gildi fyrir allar greinar. Dæmi um þetta er til dæmis umræðan um golf sem varð hávær um tíma. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með kórónuveirunni og smithættu af henni í einhver misseri áfram. Það er einnig ljóst að þolinmæði fer minnkandi innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart þeim miklu takmörkunum sem hafa verið á íþróttastarfi. Það er nefnilega mjög erfitt að einskorða æfingar í fjölbreyttum íþróttagreinum við t.d. útihlaup og ekki líklegt að ná þeim framförum og árangri sem stefnt er að við þannig aðstæður. Af þessum sökum fögnum við þeim áformum sem nú eru uppi um að samhliða því að tekinn verði upp litakóði um þær ráðstafanir sem eru í gildi hverju sinni, verði settar fram reglur fyrir íþróttahreyfinguna um hvernig íþróttastarfi skal hagað við hvert viðbúnaðarstig. Við sem störfum innan íþróttahreyfingarinnar höfum fylgst með því hvernig önnur lönd haga sínu íþróttastarfi í faraldrinum og höfum séð margar útfærslur sem hægt er að aðlaga að íslensku samfélagi. Fyrir íþróttafólkið okkar sem stefnir að því að keppa á alþjóðlegum vettvangi skiptir miklu máli að dragast ekki mikið aftur úr heldur fá að halda starfinu áfram. Einnig er hinn félagslegi og andlegi þáttur gríðarlega mikilvægur í íþróttastarfi og þjóðhagslega mikilvægur til lengri tíma. Hægt er að koma á umgjörð sem dregur verulega úr líkum á smitum en leyfir samt áframhaldandi æfingar og keppnisstarf. Við höfum séð margar útfærslur í löndunum í kringum okkur, til dæmis hvað varðar reglur um umgengni á æfinga-, og keppnisstöðum, reglur varðandi ferðalög, viðbrögð við veikindum og jafnvel reglulegar skimanir. Íþróttafólk er agað, vant því að fylgja reglum af ýmsu tagi um fjölmargt sem tengist hverri og einni íþróttagrein. Því ætti það ekki að vefjast fyrir íþróttafólki að fylgja fleiri reglum. Auk þess tíðkast almennt í íþróttagreinum að ef ekki er farið eftir reglum þá eru viðurlög og það ætti að vera hægur vandi að láta sama gilda um brot á reglum hvað varðar sóttvarnir. Það er ljóst að ef settar verða upp mismunandi leiðir fyrir íþróttagreinarnar þá munu sumar greinar finna fyrir meiri breytingum en aðrar, allt eftir eðli aðstæðna. Besta leiðin til þess að skapa ekki ríg á milli íþróttagreina vegna þessara misíþyngjandi aðgerða væri að okkar mati sú að skilgreina íþróttagreinar á vísindalegan hátt út frá hættu á smiti. Ef fyrirkomulagið er með þeim hætti strax í upphafi ættu fulltrúar þessara greina að sætta sig við muninn og sýna skilning. Við vonum að við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar með stjórnvöldum til þess að hægt verði að halda uppi virku íþróttastarfi en jafnframt virkum sóttvörnum. Íþróttastarf er nefnilega mikilvægt lýðheilsumál og við höfum lært það af reynslu undanfarinna mánaða að til eru leiðir til þess að halda uppi öflugu íþróttastarfi samhliða faraldrinum. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur íþróttahreyfingin á Íslandi staðið með sóttvörnum og tekið afstöðu með yfirvöldum um að stöðva íþróttastarf þegar á hefur reynt. Þessar stöðvanir á íþróttastarfi eru þó farnar að draga dilk á eftir sér og hefur gert mörgu íþróttafólki erfitt fyrir að halda samfellu í æfingum sínum. Vegna þess hve mikill munur er á milli íþróttagreina hvað varðar nálægð og snertingu iðkenda er órökrétt að sömu reglur gildi fyrir allar greinar. Dæmi um þetta er til dæmis umræðan um golf sem varð hávær um tíma. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með kórónuveirunni og smithættu af henni í einhver misseri áfram. Það er einnig ljóst að þolinmæði fer minnkandi innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart þeim miklu takmörkunum sem hafa verið á íþróttastarfi. Það er nefnilega mjög erfitt að einskorða æfingar í fjölbreyttum íþróttagreinum við t.d. útihlaup og ekki líklegt að ná þeim framförum og árangri sem stefnt er að við þannig aðstæður. Af þessum sökum fögnum við þeim áformum sem nú eru uppi um að samhliða því að tekinn verði upp litakóði um þær ráðstafanir sem eru í gildi hverju sinni, verði settar fram reglur fyrir íþróttahreyfinguna um hvernig íþróttastarfi skal hagað við hvert viðbúnaðarstig. Við sem störfum innan íþróttahreyfingarinnar höfum fylgst með því hvernig önnur lönd haga sínu íþróttastarfi í faraldrinum og höfum séð margar útfærslur sem hægt er að aðlaga að íslensku samfélagi. Fyrir íþróttafólkið okkar sem stefnir að því að keppa á alþjóðlegum vettvangi skiptir miklu máli að dragast ekki mikið aftur úr heldur fá að halda starfinu áfram. Einnig er hinn félagslegi og andlegi þáttur gríðarlega mikilvægur í íþróttastarfi og þjóðhagslega mikilvægur til lengri tíma. Hægt er að koma á umgjörð sem dregur verulega úr líkum á smitum en leyfir samt áframhaldandi æfingar og keppnisstarf. Við höfum séð margar útfærslur í löndunum í kringum okkur, til dæmis hvað varðar reglur um umgengni á æfinga-, og keppnisstöðum, reglur varðandi ferðalög, viðbrögð við veikindum og jafnvel reglulegar skimanir. Íþróttafólk er agað, vant því að fylgja reglum af ýmsu tagi um fjölmargt sem tengist hverri og einni íþróttagrein. Því ætti það ekki að vefjast fyrir íþróttafólki að fylgja fleiri reglum. Auk þess tíðkast almennt í íþróttagreinum að ef ekki er farið eftir reglum þá eru viðurlög og það ætti að vera hægur vandi að láta sama gilda um brot á reglum hvað varðar sóttvarnir. Það er ljóst að ef settar verða upp mismunandi leiðir fyrir íþróttagreinarnar þá munu sumar greinar finna fyrir meiri breytingum en aðrar, allt eftir eðli aðstæðna. Besta leiðin til þess að skapa ekki ríg á milli íþróttagreina vegna þessara misíþyngjandi aðgerða væri að okkar mati sú að skilgreina íþróttagreinar á vísindalegan hátt út frá hættu á smiti. Ef fyrirkomulagið er með þeim hætti strax í upphafi ættu fulltrúar þessara greina að sætta sig við muninn og sýna skilning. Við vonum að við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar með stjórnvöldum til þess að hægt verði að halda uppi virku íþróttastarfi en jafnframt virkum sóttvörnum. Íþróttastarf er nefnilega mikilvægt lýðheilsumál og við höfum lært það af reynslu undanfarinna mánaða að til eru leiðir til þess að halda uppi öflugu íþróttastarfi samhliða faraldrinum. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun