Guardiola sagðist ekki þjálfa tæklingar en Solskjær virðist ekki þjálfa varnarleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. desember 2020 17:45 Ole Gunnar Solskjær á hliðarlínunni í gær. Matthew Peters/Getty Images Pep Guardiola sagði á sínu fyrsta ári hjá Manchester City að hann þjálfaði ekki tæklingar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa tekið þetta skrefi lengra og einfaldlega sleppt því að þjálfa varnarleik yfir höfuð. Þátttöku Manchester United í Meistaradeild Evrópu er lokið á þessari leiktíð eftir 3-2 tap gegn RB Leipzig í Þýskalandi í gærkvöld. Man United nægði jafntefli til þess að komast áfram í 16-liða úrslit en þess í stað var liðið lent undir á 2. mínútu leiksins. Á 13. mínútu var staðan orðin 2-0 og verkefnið allt í einu orðið nær ómögulegt. Að lenda í 3. sæti í riðli með Paris Saint-Germain, sem fóru í úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, og RB Leipzig, sem fóru í undanúrslit, er ekkert afhroð. Varnarleikur – og markvarsla – United eftir að liðið komst í góða stöðu í riðlinum með sigrum gegn bæði PSG og RB Leipzig í fyrstu tveimur umferðum riðlakeppninnar er hins vegar áhyggjuefni. Sama má ef til vill segja um færanýtingu liðsins í 1-3 tapinu gegn PSG á Old Trafford sem og í Þýskalandi í gær. Á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni var Pep Guardiola spurður út í tæklingar, það er skort á þeim. Lið hans hafði tapað 4-2 gegn Leicester City og varnarleikur liðsins var í molum. Eftir leik var Pep spurður út í hvort leikmenn hans gætu ekki gert betur, til að mynda farið í fleiri tæklingar. „Ég þjálfa ekki tæklingar,“ var svarið einfaldlega. Pep vildi einbeita sér að því að þjálfa – og kenna – að skapa færi, eitthvað sem City liðið hefur gert frábærlega allt þangað til á þessari leiktíð. Að þjálfa – eða kenna – tæklingar er eitt en að þjálfa varnarleik er allt annað og mun mikilvægari hluti í fótbolta. Það hefur Pep gert mjög vel enda var varnarleikur City magnaður er liðið vann ensku úrvalsdeildina 2018 og 2019. Þar var City með klárt leikplan hvernig ætti að spila vörn, hvað ætti að gera ef bolti tapaðist og þar fram eftir götunum. Pep fór yfir þetta á blaðamannafundi ári síðar, fyrir leik gegn Leicester ári eftir 4-2 tapið. Það er ekki hægt að segja það sama um Manchester United þessa dagana. Liðið virðist ekki geta varist föstum leikatriðum til að bjarga lífi sínu og þá er skipulagið út á vellinum litlu skárra. Southampton skoraði gegn Man Utd í ensku úrvalsdeildinni með fastri hornspyrnu á nærsvæðið þar sem vinstri bakvörðurinn Alex Telles missti af boltanum og Marcus Rashford missti af manninum sínum. West Ham United gerði slíkt hið sama en þá missti Anthony Martial af boltanum á nærsvæðinu, boltanum var flikkað á fjær þar sem áðurnefndur Telles hafði misst af manninum sínum. Þá hefur Man Utd einnig fengið á sig mörk úr föstum leikatriðum í síðustu tveimur leikjum Meistaradeildarinnar þó aðeins annað þeirra hafi staðið. PSG skoraði annað mark sitt í 3-1 sigrinum á Old Trafford eftir að leikmenn Man Utd náðu ekki að hreinsa eftir hornspyrnu. RB Leipzig skoraði svo það sem liðið hélt að hefði verið sitt þriðja mark í leik liðanna í gær eftir skemmtilega útfærslu af hornspyrnu en markið var dæmt af. Hér er aðeins um að ræða síðustu fjóra leiki Manchester United. Þarna liggur sökin augljóslega að vissu leyti hjá leikmönnum en það er ljóst að lið liðið er ekki nægilega vel skipulagt þegar kemur að föstum leikatriðum. Ef horft er á hæð leikmanna Man Utd ætti liðið ekki að vera í vandræðum með fyrirgjafir, það er háa bolta inn í vítateig. Harry Maguire, fyrirliði liðsins og annar þeirra sem leikur venjulega í hjarta varnarinnar, er 1.94 metrar á hæð. Victor Lindelöf, hinn maðurinn í hjarta varnarinnar, er 1.87 á hæð. Bakverðirnir eru ef til vill engir risar en Luke Shaw er 1.85, Alex Telles er 1.81 og Aaron Wan-Bissaka er 1.83 metrar á hæð. Þessir þrír ættu að vera nægilega hávaxnir til að ráða við eina og eina fyrirgjöf í leik. Catherine Ivill/Getty Images Markvörðurinn David De Gea er 1.92 metrar á hæð á meðan varamarkvörður liðsins – sem stóð þó í rammanum gegn West Ham og gegn İstanbul Başakşehir ytra – er 1.88. Minnsti maður liðsins er miðjumaðurinn Fred en hann er aðeins 1.69 á hæð. Með honum á miðjunni er að venju Bruno Fernandes sem er 1.79 og svo mögulega Paul Pogba [1.91], Scott McTominay [1.93] eða Nemanja Matic [1.94]. Framlína Man Utd er einnig hávaxinn en Marcus Rashford er 1.80 metrar á hæð á meðan bæði Anthony Martial og Mason Greenwood eru 1.81. Þá er Edinson Cavani 1.84 á hæð. Það virðist því litlu skipta að hvort leikmenn séu hávaxnir ef skipulagið er ekki í lagi. Hér að neðan má sjá hvernig Man United stillti upp í vörn í upphafi leiks. Liðið stillti upp í 5-2-3 sem gaf Leipzig nóg af plássi á miðjunni. Hér má sjá upphaf sóknar Leipzig sem endaði með því að boltinn söng í netinu þegar rétt tæplega tvær mínútur voru liðnar af leiknum. Á mynd vantar Aaron Wan-Bissaka og Victor Lindelöf [varnarmenn Man Utd].Stöð 2 Sport Þetta undarlega upplegg lagði grunninn að auðveldu marki Leipzig strax á 2. mínútu leiksins þegar vinstri vængbakvörðurinn Angeliño skoraði með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá hægri. Myndin hér að ofan er í aðdraganda marksins en boltinn var í netinu tæpum fimm sekúndum síðar. Í öðru marki Leipzig reyndi Luke Shaw að bregðast við því sem gerðist í fyrra markinu og hjálpa miðjumönnum sínum. Hann fer alveg upp á miðju til að pressa en það býr til holu í varnarlínu Man Utd. Shaw er svo lengi að skila sér til baka sem þýðir að leikmaður RB Leipzig er aleinn á fjærsvæðinu þegar fyrirgjöfin kemur fyrir markið. Klippa: Fyrstu tvö mörk RB Leipzig Þetta eru því miður langt frá því að vera einu atvikin eða leikurinn þar sem skipulag lærisveina Ole Gunnar Solskjær er í molum. Afhroðið gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni er annað dæmi og svo má ekki gleyma marki Demba Ba fyrir İstanbul Başakşehir í 2-1 tapi Man United í Tyrklandi. Örin á myndinni hér á neðan bendir á Demba Ba. Eftir mislukkaða hornspyrnu hjá Man Utd er Demba Ba sá leikmaður vallarins sem er næstur marki gestanna fyrir utan markvörðinn Dean Henderson. Demba Ba öskrar á boltann, einn og yfirgefinn.The Athletic Segja má að þetta mark hafi verið upphafið að endinum hjá Man United í Meistaradeildinni. Liðið endaði á að tapa leiknum og þrátt fyrir að vinna Tyrkina sannfærandi á Old Trafford þá fylgdu tvö töp í kjölfarið gegn PSG og Leipzig. Niðurstaðan því sú að Man Utd er á leiðinni í Evrópudeildina og eins og staðan er í dag er sigur þar ef til vill raunhæfasti möguleiki liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu að ári. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tengdar fréttir RB Leipzig komst áfram á kostnað Manchester United RB Leipzig lagði Manchester United af velli í kvöld og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokatölur 3-2 í vægast sagt kaflaskiptum leik. Man United fer í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í staðinn. 8. desember 2020 22:10 Bæði lið gengu af velli í París | Myndbönd Upplausn í París þar sem İstanbul Başakşehir var í heimsókn hjá Paris Saint-Germain. Bæði lið gengu af velli eftir að fjórði dómari leiksins gerðist sekur um kynþáttafordóma. 8. desember 2020 20:55 Maguire: Ef þú getur ekki varist fyrirgjöfum þá tapar þú fótboltaleikjum Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var myrkur í máli er hann ræddi við BT Sport eftir 3-2 tap Man Utd fyrir RB Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Tapið þýðir að United fer ekki áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. 8. desember 2020 23:00 Neville: Nornaveiðar í gangi til að koma Ole Gunnari úr starfinu Phil Neville finnst Norðmaðurnn Ole Gunnar Solskjær fá of harða gagnrýni en knattspyrnustjóri Manchester United þykir nú valtur í sessi eftir að United féll út úr Meistaradeildinni í gær. 9. desember 2020 08:30 „Því fyrr sem umboðsmaður Paul fattar að þetta er liðsíþrótt, því betra“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, skaut föstum skotum að Mino Raiola, umboðsmanni Paul Pogba, eftir tap United í Meistaradeildinni í gær. 9. desember 2020 10:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Þátttöku Manchester United í Meistaradeild Evrópu er lokið á þessari leiktíð eftir 3-2 tap gegn RB Leipzig í Þýskalandi í gærkvöld. Man United nægði jafntefli til þess að komast áfram í 16-liða úrslit en þess í stað var liðið lent undir á 2. mínútu leiksins. Á 13. mínútu var staðan orðin 2-0 og verkefnið allt í einu orðið nær ómögulegt. Að lenda í 3. sæti í riðli með Paris Saint-Germain, sem fóru í úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, og RB Leipzig, sem fóru í undanúrslit, er ekkert afhroð. Varnarleikur – og markvarsla – United eftir að liðið komst í góða stöðu í riðlinum með sigrum gegn bæði PSG og RB Leipzig í fyrstu tveimur umferðum riðlakeppninnar er hins vegar áhyggjuefni. Sama má ef til vill segja um færanýtingu liðsins í 1-3 tapinu gegn PSG á Old Trafford sem og í Þýskalandi í gær. Á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni var Pep Guardiola spurður út í tæklingar, það er skort á þeim. Lið hans hafði tapað 4-2 gegn Leicester City og varnarleikur liðsins var í molum. Eftir leik var Pep spurður út í hvort leikmenn hans gætu ekki gert betur, til að mynda farið í fleiri tæklingar. „Ég þjálfa ekki tæklingar,“ var svarið einfaldlega. Pep vildi einbeita sér að því að þjálfa – og kenna – að skapa færi, eitthvað sem City liðið hefur gert frábærlega allt þangað til á þessari leiktíð. Að þjálfa – eða kenna – tæklingar er eitt en að þjálfa varnarleik er allt annað og mun mikilvægari hluti í fótbolta. Það hefur Pep gert mjög vel enda var varnarleikur City magnaður er liðið vann ensku úrvalsdeildina 2018 og 2019. Þar var City með klárt leikplan hvernig ætti að spila vörn, hvað ætti að gera ef bolti tapaðist og þar fram eftir götunum. Pep fór yfir þetta á blaðamannafundi ári síðar, fyrir leik gegn Leicester ári eftir 4-2 tapið. Það er ekki hægt að segja það sama um Manchester United þessa dagana. Liðið virðist ekki geta varist föstum leikatriðum til að bjarga lífi sínu og þá er skipulagið út á vellinum litlu skárra. Southampton skoraði gegn Man Utd í ensku úrvalsdeildinni með fastri hornspyrnu á nærsvæðið þar sem vinstri bakvörðurinn Alex Telles missti af boltanum og Marcus Rashford missti af manninum sínum. West Ham United gerði slíkt hið sama en þá missti Anthony Martial af boltanum á nærsvæðinu, boltanum var flikkað á fjær þar sem áðurnefndur Telles hafði misst af manninum sínum. Þá hefur Man Utd einnig fengið á sig mörk úr föstum leikatriðum í síðustu tveimur leikjum Meistaradeildarinnar þó aðeins annað þeirra hafi staðið. PSG skoraði annað mark sitt í 3-1 sigrinum á Old Trafford eftir að leikmenn Man Utd náðu ekki að hreinsa eftir hornspyrnu. RB Leipzig skoraði svo það sem liðið hélt að hefði verið sitt þriðja mark í leik liðanna í gær eftir skemmtilega útfærslu af hornspyrnu en markið var dæmt af. Hér er aðeins um að ræða síðustu fjóra leiki Manchester United. Þarna liggur sökin augljóslega að vissu leyti hjá leikmönnum en það er ljóst að lið liðið er ekki nægilega vel skipulagt þegar kemur að föstum leikatriðum. Ef horft er á hæð leikmanna Man Utd ætti liðið ekki að vera í vandræðum með fyrirgjafir, það er háa bolta inn í vítateig. Harry Maguire, fyrirliði liðsins og annar þeirra sem leikur venjulega í hjarta varnarinnar, er 1.94 metrar á hæð. Victor Lindelöf, hinn maðurinn í hjarta varnarinnar, er 1.87 á hæð. Bakverðirnir eru ef til vill engir risar en Luke Shaw er 1.85, Alex Telles er 1.81 og Aaron Wan-Bissaka er 1.83 metrar á hæð. Þessir þrír ættu að vera nægilega hávaxnir til að ráða við eina og eina fyrirgjöf í leik. Catherine Ivill/Getty Images Markvörðurinn David De Gea er 1.92 metrar á hæð á meðan varamarkvörður liðsins – sem stóð þó í rammanum gegn West Ham og gegn İstanbul Başakşehir ytra – er 1.88. Minnsti maður liðsins er miðjumaðurinn Fred en hann er aðeins 1.69 á hæð. Með honum á miðjunni er að venju Bruno Fernandes sem er 1.79 og svo mögulega Paul Pogba [1.91], Scott McTominay [1.93] eða Nemanja Matic [1.94]. Framlína Man Utd er einnig hávaxinn en Marcus Rashford er 1.80 metrar á hæð á meðan bæði Anthony Martial og Mason Greenwood eru 1.81. Þá er Edinson Cavani 1.84 á hæð. Það virðist því litlu skipta að hvort leikmenn séu hávaxnir ef skipulagið er ekki í lagi. Hér að neðan má sjá hvernig Man United stillti upp í vörn í upphafi leiks. Liðið stillti upp í 5-2-3 sem gaf Leipzig nóg af plássi á miðjunni. Hér má sjá upphaf sóknar Leipzig sem endaði með því að boltinn söng í netinu þegar rétt tæplega tvær mínútur voru liðnar af leiknum. Á mynd vantar Aaron Wan-Bissaka og Victor Lindelöf [varnarmenn Man Utd].Stöð 2 Sport Þetta undarlega upplegg lagði grunninn að auðveldu marki Leipzig strax á 2. mínútu leiksins þegar vinstri vængbakvörðurinn Angeliño skoraði með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá hægri. Myndin hér að ofan er í aðdraganda marksins en boltinn var í netinu tæpum fimm sekúndum síðar. Í öðru marki Leipzig reyndi Luke Shaw að bregðast við því sem gerðist í fyrra markinu og hjálpa miðjumönnum sínum. Hann fer alveg upp á miðju til að pressa en það býr til holu í varnarlínu Man Utd. Shaw er svo lengi að skila sér til baka sem þýðir að leikmaður RB Leipzig er aleinn á fjærsvæðinu þegar fyrirgjöfin kemur fyrir markið. Klippa: Fyrstu tvö mörk RB Leipzig Þetta eru því miður langt frá því að vera einu atvikin eða leikurinn þar sem skipulag lærisveina Ole Gunnar Solskjær er í molum. Afhroðið gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni er annað dæmi og svo má ekki gleyma marki Demba Ba fyrir İstanbul Başakşehir í 2-1 tapi Man United í Tyrklandi. Örin á myndinni hér á neðan bendir á Demba Ba. Eftir mislukkaða hornspyrnu hjá Man Utd er Demba Ba sá leikmaður vallarins sem er næstur marki gestanna fyrir utan markvörðinn Dean Henderson. Demba Ba öskrar á boltann, einn og yfirgefinn.The Athletic Segja má að þetta mark hafi verið upphafið að endinum hjá Man United í Meistaradeildinni. Liðið endaði á að tapa leiknum og þrátt fyrir að vinna Tyrkina sannfærandi á Old Trafford þá fylgdu tvö töp í kjölfarið gegn PSG og Leipzig. Niðurstaðan því sú að Man Utd er á leiðinni í Evrópudeildina og eins og staðan er í dag er sigur þar ef til vill raunhæfasti möguleiki liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu að ári. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tengdar fréttir RB Leipzig komst áfram á kostnað Manchester United RB Leipzig lagði Manchester United af velli í kvöld og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokatölur 3-2 í vægast sagt kaflaskiptum leik. Man United fer í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í staðinn. 8. desember 2020 22:10 Bæði lið gengu af velli í París | Myndbönd Upplausn í París þar sem İstanbul Başakşehir var í heimsókn hjá Paris Saint-Germain. Bæði lið gengu af velli eftir að fjórði dómari leiksins gerðist sekur um kynþáttafordóma. 8. desember 2020 20:55 Maguire: Ef þú getur ekki varist fyrirgjöfum þá tapar þú fótboltaleikjum Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var myrkur í máli er hann ræddi við BT Sport eftir 3-2 tap Man Utd fyrir RB Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Tapið þýðir að United fer ekki áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. 8. desember 2020 23:00 Neville: Nornaveiðar í gangi til að koma Ole Gunnari úr starfinu Phil Neville finnst Norðmaðurnn Ole Gunnar Solskjær fá of harða gagnrýni en knattspyrnustjóri Manchester United þykir nú valtur í sessi eftir að United féll út úr Meistaradeildinni í gær. 9. desember 2020 08:30 „Því fyrr sem umboðsmaður Paul fattar að þetta er liðsíþrótt, því betra“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, skaut föstum skotum að Mino Raiola, umboðsmanni Paul Pogba, eftir tap United í Meistaradeildinni í gær. 9. desember 2020 10:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
RB Leipzig komst áfram á kostnað Manchester United RB Leipzig lagði Manchester United af velli í kvöld og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokatölur 3-2 í vægast sagt kaflaskiptum leik. Man United fer í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í staðinn. 8. desember 2020 22:10
Bæði lið gengu af velli í París | Myndbönd Upplausn í París þar sem İstanbul Başakşehir var í heimsókn hjá Paris Saint-Germain. Bæði lið gengu af velli eftir að fjórði dómari leiksins gerðist sekur um kynþáttafordóma. 8. desember 2020 20:55
Maguire: Ef þú getur ekki varist fyrirgjöfum þá tapar þú fótboltaleikjum Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var myrkur í máli er hann ræddi við BT Sport eftir 3-2 tap Man Utd fyrir RB Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Tapið þýðir að United fer ekki áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. 8. desember 2020 23:00
Neville: Nornaveiðar í gangi til að koma Ole Gunnari úr starfinu Phil Neville finnst Norðmaðurnn Ole Gunnar Solskjær fá of harða gagnrýni en knattspyrnustjóri Manchester United þykir nú valtur í sessi eftir að United féll út úr Meistaradeildinni í gær. 9. desember 2020 08:30
„Því fyrr sem umboðsmaður Paul fattar að þetta er liðsíþrótt, því betra“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, skaut föstum skotum að Mino Raiola, umboðsmanni Paul Pogba, eftir tap United í Meistaradeildinni í gær. 9. desember 2020 10:30