Skógarbóndi losnar ekki við níu þúsund kindur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. desember 2020 22:46 Skógarbóndinn Gunnar Jónsson vildi losna við kindur af landi sínu. Vísir/Vilhelm Borgarbyggð hefur rétt til beitarafnota af hluta jarðar Gunnars Jónssonar, skógarbónda á Króki í Borgarbyggð, auk þess sem að sveitarfélaginu er heimilit að safna fé af fjalli af hausi á þessu sama landi. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem sneri við dómi Landsréttar í málinu. Forsaga málsins er sú að árið 2017 stefndi skógarbóndinn Gunnar Borgarbyggð til að fá viðurkennt að sveitarfélagið mætti ekki heimila að farið væri með fé af fjalli á haustin um lönd hans. Fram kom í stefnu Gunnars að Borgarbyggð teldi sig hafa rétt til að heimila afréttarmönnum á leið í Þverárrétt að láta fé, sem rásar af fjallinu síðustu vikurnar fyrir leitir að hausti, safnast á landi Króks og vera þar á beit. Einnig að sveitarfélagið teldi sig geta leyft þeim að reka safn af fjalli inn á land Króks og hafa það þar á beit í eina nótt áður en það er rekið til Þverárréttar. Í safninu væru um níu þúsund kindur. „Við erum bara að reyna að verja okkar skógræktarland,“ sagði Gunnar í viðtali við Fréttablaðið um málið á sínum tíma. „Þetta hentar svolítið illa því Krókur er skógræktarjörð.“ Málið fór fyrir öll þrjú dómstig landsins en Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð af kröfum Gunnars árið 2019. Gunnar áfrýjaði málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdómi við á síðasta ári og dæmdi að óheimilt væri safna fé sem rennur af fjalli að hausti á land jarðarinnar Króks og reka fé af fjalli á leið til réttar um land Króks. Hæstiréttur sneri við dómi Landsréttar sem hafði snúið við dómi héraðsdóms Borgarbyggð skaut málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag og sneri við dómi Landsréttar. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að Borgarbyggð hefði sýnt fram á að fjárbændur hefðu í skjóli Upprekstarfélags Þverárréttar og síðar Borgarbyggðar nýtt landið til beitarafnota fyrir fjölda fjár í að minnsta kosti tæpa öld í góðri trú um heimild til þess þótt landið hefði laust fyrir miðja öldina komist úr eigu upprekstrarfélagsins samkvæmt þinglýstum afsölum. Hefði sú nýting landsins átt sér stað allt til dagsins í dag og hefði hefðartíminn þannig löngu verið fullnaður samkvæmt lögum er Gunnar hófst handa við að vefengja rétt Borgarbyggðar til ítaksins. Var því fallist á kröfu Borgarbyggðar um rétt hans til beitarafnota af umræddu landi. Sú niðurstaða felur jafnframt í sér að hafnað væri kröfu Gunnars um að Borgarbyggð væri óheimilt að safna fé af fjalli að hausti á þessu sama landi. Dómur Hæstaréttar. Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Neita að borga girðingu uns dómsmáli um rétt til smölunar lýkur Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. 18. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Forsaga málsins er sú að árið 2017 stefndi skógarbóndinn Gunnar Borgarbyggð til að fá viðurkennt að sveitarfélagið mætti ekki heimila að farið væri með fé af fjalli á haustin um lönd hans. Fram kom í stefnu Gunnars að Borgarbyggð teldi sig hafa rétt til að heimila afréttarmönnum á leið í Þverárrétt að láta fé, sem rásar af fjallinu síðustu vikurnar fyrir leitir að hausti, safnast á landi Króks og vera þar á beit. Einnig að sveitarfélagið teldi sig geta leyft þeim að reka safn af fjalli inn á land Króks og hafa það þar á beit í eina nótt áður en það er rekið til Þverárréttar. Í safninu væru um níu þúsund kindur. „Við erum bara að reyna að verja okkar skógræktarland,“ sagði Gunnar í viðtali við Fréttablaðið um málið á sínum tíma. „Þetta hentar svolítið illa því Krókur er skógræktarjörð.“ Málið fór fyrir öll þrjú dómstig landsins en Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð af kröfum Gunnars árið 2019. Gunnar áfrýjaði málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdómi við á síðasta ári og dæmdi að óheimilt væri safna fé sem rennur af fjalli að hausti á land jarðarinnar Króks og reka fé af fjalli á leið til réttar um land Króks. Hæstiréttur sneri við dómi Landsréttar sem hafði snúið við dómi héraðsdóms Borgarbyggð skaut málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag og sneri við dómi Landsréttar. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að Borgarbyggð hefði sýnt fram á að fjárbændur hefðu í skjóli Upprekstarfélags Þverárréttar og síðar Borgarbyggðar nýtt landið til beitarafnota fyrir fjölda fjár í að minnsta kosti tæpa öld í góðri trú um heimild til þess þótt landið hefði laust fyrir miðja öldina komist úr eigu upprekstrarfélagsins samkvæmt þinglýstum afsölum. Hefði sú nýting landsins átt sér stað allt til dagsins í dag og hefði hefðartíminn þannig löngu verið fullnaður samkvæmt lögum er Gunnar hófst handa við að vefengja rétt Borgarbyggðar til ítaksins. Var því fallist á kröfu Borgarbyggðar um rétt hans til beitarafnota af umræddu landi. Sú niðurstaða felur jafnframt í sér að hafnað væri kröfu Gunnars um að Borgarbyggð væri óheimilt að safna fé af fjalli að hausti á þessu sama landi. Dómur Hæstaréttar.
Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Neita að borga girðingu uns dómsmáli um rétt til smölunar lýkur Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. 18. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Neita að borga girðingu uns dómsmáli um rétt til smölunar lýkur Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. 18. febrúar 2019 06:30