Kóbítur – tillaga að nýyrði yfir Covid-19 Arinbjörn Sigurgeirsson skrifar 24. desember 2020 14:59 Með þessari grein langar mig að kynna tillögu að nýyrði – kóbítur í stað Covid-19. Okkur Íslendingum er nauðsynlegt að koma okkur saman um íslensk nýyrði yfir margt nýtt og breytt í tilveru okkar. Sjúkdómurinn og heimsfaraldurinn Covid-19 sem nú skekur tilveru okkar er dæmi um þetta, við þurfum gott lýsandi íslenskt heiti fyrir þessa óværu, því alþjóðlega heitið Covid-19 fellur ekki vel að íslenskunni. Varnir gegn sjúkdómnum og fjölbreyttar afleiðingar hans eru alla daga í umræðunni. Svo verður fram eftir næsta ári og vafalítið næstu áratugi. Spænska veikin mannskæða, sem blessunarlega hefur íslenskt heiti, hefur ítrekað komið upp í umræðunni undanfarið, um hundrað árum eftir að hún felldi tugi milljóna manna. Það sýnir okkur að nauðsynlegt er að fá hið fyrsta skýrt og lýsandi íslenskt heiti á núverandi faraldur. Ég hugsa mikið um góða íslensku, lýsandi orð og orðasambönd, ekki síst eftir að ég birti kynningarsíðuna www.textagerd.is og fór að vinna enn meira í textagerð og prófarkalestri. Og nýlega kom fram í huga mínum þetta orð, kóbítur – sem nýyrði yfir Covid-19 sjúkdóminn. Ég hef gert rökstudda tillögu um orðið kóbít á nýyrðavef Árnastofnunar. Fallbeyging orðsins er: Hér er kóbítur, um kóbít, frá kóbít, til kóbíts. Og með greini: Kóbíturinn, kóbítinn, kóbítnum - kóbítsins. Fleirtala á ekki við kóbít, orðið stendur fyrir einn sjúkdóm og heimsfaraldur og er því bara í eintölu. Hvers vegna orðið kóbítur? Það eru líkindi í framburði orðanna, sérstaklega í upphafshljómi þeirra. Þegar við tölum um kóbít hljómar orðið svipað og erlenda heitið Covid. Þar er því ákveðin tenging. Og hvers vegna endingin -bítur? Kóbítur á sér fleiri en eina fyrirmynd eða hliðstæðu, orð með endinguna -bítur. Hér eru þrjú dæmi: Dýrbítur, sem er hundur eða tófa sem bítur lifandi sauðfé og stórslasar og dregur iðulega til dauða. Nábítur, sem er verkur í brjósti, brjóstsviði. Hælbítur, sá eða sú sem talar illa um aðra, fer með óhróður um aðra. Allt neikvæð orð. Það er margt fleira sem bítur, svo sem kuldi og frost, slöngur, snákar og fleiri dýr. Sum þessara bita eru lífshættuleg. Kóbíturinn „bítur“ fólk og efnahagslíf illa og getur valdið miklum áhrifum, til skamms og langs tíma. Líkamleg áhrif geta verið veruleg og lífshættuleg. Og skilið fólk eftir með alvarleg líkamleg og andleg eftirköst sem ekki sér fyrir endann á. Nauðsynlegar og íþyngjandi sóttvarnir og aðskilnaðar eykur alvarleika áhrifanna. Fjárhagsleg áhrif á einstaklinga, fyrirtæki og samfélög valda líka áhyggjum og kvíða. Í stað Covid-19 hef ég í töluðu máli öðru hvoru fiktað með orðið „kófið“ og það hafa fleiri gert. En ég sé í netumræðu að margir eru ósáttir við þá notkun á þessu eldra orði, það sé gott fyrir núverandi meiningu um snjófjúk og fleira. Með þessari grein kynni ég mögulegt og þarft nýyrði og geri að tillögu minni að við sameinumst um orðið kóbít í stað covid-19 í daglegri og formlegri umræðu. Höfundur er sjálfstæður textagerðarmaður og prófarkalesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska á tækniöld Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Með þessari grein langar mig að kynna tillögu að nýyrði – kóbítur í stað Covid-19. Okkur Íslendingum er nauðsynlegt að koma okkur saman um íslensk nýyrði yfir margt nýtt og breytt í tilveru okkar. Sjúkdómurinn og heimsfaraldurinn Covid-19 sem nú skekur tilveru okkar er dæmi um þetta, við þurfum gott lýsandi íslenskt heiti fyrir þessa óværu, því alþjóðlega heitið Covid-19 fellur ekki vel að íslenskunni. Varnir gegn sjúkdómnum og fjölbreyttar afleiðingar hans eru alla daga í umræðunni. Svo verður fram eftir næsta ári og vafalítið næstu áratugi. Spænska veikin mannskæða, sem blessunarlega hefur íslenskt heiti, hefur ítrekað komið upp í umræðunni undanfarið, um hundrað árum eftir að hún felldi tugi milljóna manna. Það sýnir okkur að nauðsynlegt er að fá hið fyrsta skýrt og lýsandi íslenskt heiti á núverandi faraldur. Ég hugsa mikið um góða íslensku, lýsandi orð og orðasambönd, ekki síst eftir að ég birti kynningarsíðuna www.textagerd.is og fór að vinna enn meira í textagerð og prófarkalestri. Og nýlega kom fram í huga mínum þetta orð, kóbítur – sem nýyrði yfir Covid-19 sjúkdóminn. Ég hef gert rökstudda tillögu um orðið kóbít á nýyrðavef Árnastofnunar. Fallbeyging orðsins er: Hér er kóbítur, um kóbít, frá kóbít, til kóbíts. Og með greini: Kóbíturinn, kóbítinn, kóbítnum - kóbítsins. Fleirtala á ekki við kóbít, orðið stendur fyrir einn sjúkdóm og heimsfaraldur og er því bara í eintölu. Hvers vegna orðið kóbítur? Það eru líkindi í framburði orðanna, sérstaklega í upphafshljómi þeirra. Þegar við tölum um kóbít hljómar orðið svipað og erlenda heitið Covid. Þar er því ákveðin tenging. Og hvers vegna endingin -bítur? Kóbítur á sér fleiri en eina fyrirmynd eða hliðstæðu, orð með endinguna -bítur. Hér eru þrjú dæmi: Dýrbítur, sem er hundur eða tófa sem bítur lifandi sauðfé og stórslasar og dregur iðulega til dauða. Nábítur, sem er verkur í brjósti, brjóstsviði. Hælbítur, sá eða sú sem talar illa um aðra, fer með óhróður um aðra. Allt neikvæð orð. Það er margt fleira sem bítur, svo sem kuldi og frost, slöngur, snákar og fleiri dýr. Sum þessara bita eru lífshættuleg. Kóbíturinn „bítur“ fólk og efnahagslíf illa og getur valdið miklum áhrifum, til skamms og langs tíma. Líkamleg áhrif geta verið veruleg og lífshættuleg. Og skilið fólk eftir með alvarleg líkamleg og andleg eftirköst sem ekki sér fyrir endann á. Nauðsynlegar og íþyngjandi sóttvarnir og aðskilnaðar eykur alvarleika áhrifanna. Fjárhagsleg áhrif á einstaklinga, fyrirtæki og samfélög valda líka áhyggjum og kvíða. Í stað Covid-19 hef ég í töluðu máli öðru hvoru fiktað með orðið „kófið“ og það hafa fleiri gert. En ég sé í netumræðu að margir eru ósáttir við þá notkun á þessu eldra orði, það sé gott fyrir núverandi meiningu um snjófjúk og fleira. Með þessari grein kynni ég mögulegt og þarft nýyrði og geri að tillögu minni að við sameinumst um orðið kóbít í stað covid-19 í daglegri og formlegri umræðu. Höfundur er sjálfstæður textagerðarmaður og prófarkalesari.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun