Er í smitrakningarteyminu en bíður spenntur eftir því að mega knúsa á ný Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. mars 2020 10:00 Gestur K. Pálmason stjórnendaþjálfari hjá Complete var kallaður til vinnu í smitrakningarteymi Smitsjúkdómalæknis og Almannavarna og segir teymið stórkostlegt. Hann viðurkennir þó að hlakka til þess að geta knúsað fólk á ný. Vísir/Vilhelm Gestur K. Pálmason stjórnendaþjálfari hjá Complete er tímabundinn starfsmaður á plani í rakningarteymi Smitsjúkdómalæknis og Almannavarna. Hann segir teymið stórkostlegt en viðurkennir að hann getur ekki beðið eftir því að mega knúsa fólk aftur. Margt er þó hægt að læra á tímum kórónuveirunnar og segir Gestur sjálfur að í snertingarbanninu hafi hann lært að gera eitt betur sem ekki megi vanmeta: Að hlusta vel. Gestur starfaði í átján ár við löggæslu- og öryggisstörf og er fyrrverandi meðlimur sérsveitar ríkislögreglustjóra. Í dag ættu verkefni vinnuvikunnar hins vegar að snúast um starfið hans sem stjórnendaþjálfari hjá Complete en eins og margir aðrir, hefur Gestur verið kallaður til verkefna í kjölfar kórónaveirunnar og sinnir nú tveimur störfum. Gestur er viðmælandinn okkar í kaffispjalli helgarinnar að þessu sinni. Þar spyrjum við fólk alltaf um það hvenær það vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um vinnuna og skipulagið. Er snúsari Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég byrja að rumska þegar eiginkonan vaknar um klukkan sjö og það telst til kraftaverka ef ég er búinn að koma mér inn í sturtu í kringum hálf átta, annars hefst ferlið í kjölfar þess að eiginkonan kemur inn eftir sinn undirbúning og segir „jæja Gestur.“ Það vill til að morgunrútínan er fábrotin. Ég drekk ekki kaffi, borða ekki morgunmat og eiginkonan græjar yfirleitt nestið fyrir yngsta barnið svo mitt hlutverk er það sama og yngsta barnsins, koma mér í fötin setja vatn á brúsa, taka vítamínin og vera kominn tímanlega með krakkana í skólann. Ef ég er í miklu stuði gríp ég jafnvel aðeins í gítarinn áður en við komum okkur út.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ef ég vil gera virkilega vel við mig þá snúsa ég þrisvar, rúlla mér svo út úr rúminu og beint í bæn. Ég bið býsna mikið og finnst gott að gera það á morgnana. Í kjölfarið gef ég mér nokkrar sekúndur til að hugleiða daginn og kjarna mig eins og krakkarnir í Hjallastefnunni. Hugmyndin um að ég sé ekki upphaf og endir alls hefur reynst mér mjög vel. Oft byrja ég samt á símanum áður en ég fer í hitt. Ég bý í Garðabæ en ef ég er að fara á Suðurnesin þykir mér rosalega gott að hlusta á James Taylor í bílnum, góða bók eða bara njóta þagnarinnar. Það er fólk þarna úti sem vill kreista allt sem það getur úr hverri einustu mínútu lífsins. Ég er ekki einn af þeim. Mér þykir oft agalega gott að hanga með sjálfum mér, hugsa og hafa ekkert fyrir stafni.“ Kórónuveiran Hvað getum við lært af stöðunni eins og hún er núna? „Í aðstæðum eins og eru fyrir hendi í heiminum núna felast stórkostleg tækifæri til þroska. Það sem ég hef lært um sjálfan mig í þessari krísu er að ég tengist fólki og bý til sambönd með snertingu og það pirrar mig að geta ekki faðmað, highfive´að, klappað á öxl og svo framvegis. Get ekki beðið eftir að mega knúsa fólk aftur. Það hefur þvingað mig í að æfa nýja aðferð sem mér finnst vera að virka vel til að mynda sambönd í snertingarbanni. Það er að hlusta á fólk, veita því óskipta athygli og hlusta eftir því sem það meinar, ekki því sem það segir. Ekki vanmeta hversu dýrmætt það er að vera heyrður og séður á dýpri máta. Allir geta gefið þá gjöf, líka í gegnum tæknina.“ Gestur segir smitrakningarteymið stórkostlegt og að vinnan þar sýni vel hvað hægt er að afreka þegar markmiðið er skýrt og viljinn til að takast ætlunarverkið stærri en allt annað. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Í augnablikinu ver ég mestum tíma og orku í starfið í smitrakningarteyminu. Það er stórkostlegt teymi að vinna í með skýran tilgang og hefur tvíeflt mig í trúnni á hvað gerist þegar markmiðið er skýrt, viljinn til að takast ætlunarverkið er meiri en stærð egóa í herberginu, hugrænn sveigjanleiki er til staðar auk getunnar til að virkja visku fjöldans. Hins vegar heldur heimurinn áfram að snúast og margir stjórnendur standa frammi fyrir mikilli óvissu og erfiðum ákvörðunum svo stuðningur við viðskiptavini mína fær það sem eftir er af tíma mínum. Þá höfum við verið að færa tímabundið alla teymisþjálfun yfir á netið sem hefur virkað betur miklu betur en ég þorði að vona.“ Skipulag og svefn Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Mér finnst ég ekkert sérstaklega skipulagður en ég get verið nákvæmur og treysti mikið á dagbókina og fundarboð. Ég geri fátt nema undir pressu, það er líklega þess vegna sem ég er í tveimur störfum. Þegar ég var í sérsveit ríkislögreglustjóra lærði ég hugtak sem talaði til mín sem má rekja aftur til gríska ljóðskáldsins Archilogusar og er eitthvað á þá leið að maður rís ekki upp í áskorunina, heldur fellur niður á það stig sem maður hefur þjálfað sig til. Ég hef nálgast vinnu samkvæmt því og legg mikið á mig til að læra, þjálfa og skilja.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er yfirleitt kominn upp í rúm um miðnætti. Við hjónin fögnum sérstaklega ef við erum komin uppí fyrir hálf tólf. Ég er farinn að finna fyrir því þegar ég svindla á svefninum svo ég reyni að komast hjá því. Að vera úthvíldur er dásamleg tilfinning og hefur mikið að gera með frammistöðu dagsins.“ Nokkur hvatningarorð Í lok fyrstu viku samgöngubanns, báðum við Gest um að gefa okkur smá innblástur fyrir komandi vikur og mánuði og er Gestur fljótur til að koma með nokkur hvatningarorð. „Íslenskt samfélag er ótrúlega aðlögunarhæft þegar við sameinumst um eina sögu. Í augnablikinu erum við að segja okkur skýra sögu um hvað þarf að gerast í þágu hópsins og allir leggjast á eitt. Yuval Noah Harari leggur til í bók sinni Sapiens að megin ástæða þess að mannskepnan hafi orðið ofan á í þróuninni sé geta tegundarinnar til að sameinast um sögur, um þjóðerni, trú, viðskiptahætti og svo framvegis, oft nefnt menning í daglegu tali. Ég held við ættum að hugsa vandlega um hvaða sögu við hyggjumst sameinast um þegar þessi krísa er frá. Við Íslendingar erum stórkostlegir sögumenn. Við bjuggum til söguna um sterkasta mann í heimi, árangur í fótbolta, sundkennslu, slysavarnir sjómanna, heimsþekkta tónlistarmenn og björgunarsveitirnar. Á bak við þessar sögur eru samhugur og fjárfesting í framkvæmd til að raungera þær. Við þurfum að efla getu okkar til samþættingar sjónarmiða og finna betri svör fyrir okkur sem samfélag. Takið eftir hvernig öll umræða er öðruvísi núna. Raggi læknirinn í eldhúsinu segir alla vinna sem einn til að láta hlutina gerast á Landspítalanum, hvernig stjórnmálin hafa birst okkur öðruvísi og hvernig þjóðfélagið er tilbúið að bregðast við. Ekkert eitt okkar er klárara en við öll og við þurfum að æfa okkur í að horfa í stærri mynd og komast yfir okkur sjálf. Ég trúi því að þessi krísa muni styrkja íslenskt samfélag og hjálpa okkur að breyta áherslum okkar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kaffispjallið Tengdar fréttir Ræsir yngstu börnin með tónlist og mikið að gera í kjölfar kórónuveirunnar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tekur kaffispjallið með okkur þennan laugardagsmorgunn. Þétt vinnuvika er að baki hér á Íslandi þar sem hver dagur var nýttur til hins ítrasta í fundi og samningagerð. 14. mars 2020 09:29 Sér fyrir sér góðan dag þar sem verkefnin leysast farsællega Í kaffispjalli um helgar fáum við innsýn í líf og starf fólks sem vinnur í ólíkum störfum. Víðir Þór Þrastarson heilsu- og einkaþjálfari í World Class gefur án efa mörgum góðar hugmyndir um heilbrigðan lífstíl um leið og hann lýsir dæmigerðum vinnudegi hjá sér. 7. mars 2020 10:00 Sama mantran í 40 daga, ísköld sturta og stórstjörnur Morgunrútínan er Hrönn Marinósdóttur framkvæmdastjóra RIFF kvikmyndahátíðarinnar mjög mikilvæg og nýverið vonaðist hún til að rekast á Jeremy Irons og Hillary Clinton þegar hún var stödd á kvikmyndahátíð. Hrönn situr fyrir svörum í kaffispjalli helgarinnar. 29. febrúar 2020 10:00 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Gestur K. Pálmason stjórnendaþjálfari hjá Complete er tímabundinn starfsmaður á plani í rakningarteymi Smitsjúkdómalæknis og Almannavarna. Hann segir teymið stórkostlegt en viðurkennir að hann getur ekki beðið eftir því að mega knúsa fólk aftur. Margt er þó hægt að læra á tímum kórónuveirunnar og segir Gestur sjálfur að í snertingarbanninu hafi hann lært að gera eitt betur sem ekki megi vanmeta: Að hlusta vel. Gestur starfaði í átján ár við löggæslu- og öryggisstörf og er fyrrverandi meðlimur sérsveitar ríkislögreglustjóra. Í dag ættu verkefni vinnuvikunnar hins vegar að snúast um starfið hans sem stjórnendaþjálfari hjá Complete en eins og margir aðrir, hefur Gestur verið kallaður til verkefna í kjölfar kórónaveirunnar og sinnir nú tveimur störfum. Gestur er viðmælandinn okkar í kaffispjalli helgarinnar að þessu sinni. Þar spyrjum við fólk alltaf um það hvenær það vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um vinnuna og skipulagið. Er snúsari Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég byrja að rumska þegar eiginkonan vaknar um klukkan sjö og það telst til kraftaverka ef ég er búinn að koma mér inn í sturtu í kringum hálf átta, annars hefst ferlið í kjölfar þess að eiginkonan kemur inn eftir sinn undirbúning og segir „jæja Gestur.“ Það vill til að morgunrútínan er fábrotin. Ég drekk ekki kaffi, borða ekki morgunmat og eiginkonan græjar yfirleitt nestið fyrir yngsta barnið svo mitt hlutverk er það sama og yngsta barnsins, koma mér í fötin setja vatn á brúsa, taka vítamínin og vera kominn tímanlega með krakkana í skólann. Ef ég er í miklu stuði gríp ég jafnvel aðeins í gítarinn áður en við komum okkur út.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ef ég vil gera virkilega vel við mig þá snúsa ég þrisvar, rúlla mér svo út úr rúminu og beint í bæn. Ég bið býsna mikið og finnst gott að gera það á morgnana. Í kjölfarið gef ég mér nokkrar sekúndur til að hugleiða daginn og kjarna mig eins og krakkarnir í Hjallastefnunni. Hugmyndin um að ég sé ekki upphaf og endir alls hefur reynst mér mjög vel. Oft byrja ég samt á símanum áður en ég fer í hitt. Ég bý í Garðabæ en ef ég er að fara á Suðurnesin þykir mér rosalega gott að hlusta á James Taylor í bílnum, góða bók eða bara njóta þagnarinnar. Það er fólk þarna úti sem vill kreista allt sem það getur úr hverri einustu mínútu lífsins. Ég er ekki einn af þeim. Mér þykir oft agalega gott að hanga með sjálfum mér, hugsa og hafa ekkert fyrir stafni.“ Kórónuveiran Hvað getum við lært af stöðunni eins og hún er núna? „Í aðstæðum eins og eru fyrir hendi í heiminum núna felast stórkostleg tækifæri til þroska. Það sem ég hef lært um sjálfan mig í þessari krísu er að ég tengist fólki og bý til sambönd með snertingu og það pirrar mig að geta ekki faðmað, highfive´að, klappað á öxl og svo framvegis. Get ekki beðið eftir að mega knúsa fólk aftur. Það hefur þvingað mig í að æfa nýja aðferð sem mér finnst vera að virka vel til að mynda sambönd í snertingarbanni. Það er að hlusta á fólk, veita því óskipta athygli og hlusta eftir því sem það meinar, ekki því sem það segir. Ekki vanmeta hversu dýrmætt það er að vera heyrður og séður á dýpri máta. Allir geta gefið þá gjöf, líka í gegnum tæknina.“ Gestur segir smitrakningarteymið stórkostlegt og að vinnan þar sýni vel hvað hægt er að afreka þegar markmiðið er skýrt og viljinn til að takast ætlunarverkið stærri en allt annað. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Í augnablikinu ver ég mestum tíma og orku í starfið í smitrakningarteyminu. Það er stórkostlegt teymi að vinna í með skýran tilgang og hefur tvíeflt mig í trúnni á hvað gerist þegar markmiðið er skýrt, viljinn til að takast ætlunarverkið er meiri en stærð egóa í herberginu, hugrænn sveigjanleiki er til staðar auk getunnar til að virkja visku fjöldans. Hins vegar heldur heimurinn áfram að snúast og margir stjórnendur standa frammi fyrir mikilli óvissu og erfiðum ákvörðunum svo stuðningur við viðskiptavini mína fær það sem eftir er af tíma mínum. Þá höfum við verið að færa tímabundið alla teymisþjálfun yfir á netið sem hefur virkað betur miklu betur en ég þorði að vona.“ Skipulag og svefn Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Mér finnst ég ekkert sérstaklega skipulagður en ég get verið nákvæmur og treysti mikið á dagbókina og fundarboð. Ég geri fátt nema undir pressu, það er líklega þess vegna sem ég er í tveimur störfum. Þegar ég var í sérsveit ríkislögreglustjóra lærði ég hugtak sem talaði til mín sem má rekja aftur til gríska ljóðskáldsins Archilogusar og er eitthvað á þá leið að maður rís ekki upp í áskorunina, heldur fellur niður á það stig sem maður hefur þjálfað sig til. Ég hef nálgast vinnu samkvæmt því og legg mikið á mig til að læra, þjálfa og skilja.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er yfirleitt kominn upp í rúm um miðnætti. Við hjónin fögnum sérstaklega ef við erum komin uppí fyrir hálf tólf. Ég er farinn að finna fyrir því þegar ég svindla á svefninum svo ég reyni að komast hjá því. Að vera úthvíldur er dásamleg tilfinning og hefur mikið að gera með frammistöðu dagsins.“ Nokkur hvatningarorð Í lok fyrstu viku samgöngubanns, báðum við Gest um að gefa okkur smá innblástur fyrir komandi vikur og mánuði og er Gestur fljótur til að koma með nokkur hvatningarorð. „Íslenskt samfélag er ótrúlega aðlögunarhæft þegar við sameinumst um eina sögu. Í augnablikinu erum við að segja okkur skýra sögu um hvað þarf að gerast í þágu hópsins og allir leggjast á eitt. Yuval Noah Harari leggur til í bók sinni Sapiens að megin ástæða þess að mannskepnan hafi orðið ofan á í þróuninni sé geta tegundarinnar til að sameinast um sögur, um þjóðerni, trú, viðskiptahætti og svo framvegis, oft nefnt menning í daglegu tali. Ég held við ættum að hugsa vandlega um hvaða sögu við hyggjumst sameinast um þegar þessi krísa er frá. Við Íslendingar erum stórkostlegir sögumenn. Við bjuggum til söguna um sterkasta mann í heimi, árangur í fótbolta, sundkennslu, slysavarnir sjómanna, heimsþekkta tónlistarmenn og björgunarsveitirnar. Á bak við þessar sögur eru samhugur og fjárfesting í framkvæmd til að raungera þær. Við þurfum að efla getu okkar til samþættingar sjónarmiða og finna betri svör fyrir okkur sem samfélag. Takið eftir hvernig öll umræða er öðruvísi núna. Raggi læknirinn í eldhúsinu segir alla vinna sem einn til að láta hlutina gerast á Landspítalanum, hvernig stjórnmálin hafa birst okkur öðruvísi og hvernig þjóðfélagið er tilbúið að bregðast við. Ekkert eitt okkar er klárara en við öll og við þurfum að æfa okkur í að horfa í stærri mynd og komast yfir okkur sjálf. Ég trúi því að þessi krísa muni styrkja íslenskt samfélag og hjálpa okkur að breyta áherslum okkar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kaffispjallið Tengdar fréttir Ræsir yngstu börnin með tónlist og mikið að gera í kjölfar kórónuveirunnar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tekur kaffispjallið með okkur þennan laugardagsmorgunn. Þétt vinnuvika er að baki hér á Íslandi þar sem hver dagur var nýttur til hins ítrasta í fundi og samningagerð. 14. mars 2020 09:29 Sér fyrir sér góðan dag þar sem verkefnin leysast farsællega Í kaffispjalli um helgar fáum við innsýn í líf og starf fólks sem vinnur í ólíkum störfum. Víðir Þór Þrastarson heilsu- og einkaþjálfari í World Class gefur án efa mörgum góðar hugmyndir um heilbrigðan lífstíl um leið og hann lýsir dæmigerðum vinnudegi hjá sér. 7. mars 2020 10:00 Sama mantran í 40 daga, ísköld sturta og stórstjörnur Morgunrútínan er Hrönn Marinósdóttur framkvæmdastjóra RIFF kvikmyndahátíðarinnar mjög mikilvæg og nýverið vonaðist hún til að rekast á Jeremy Irons og Hillary Clinton þegar hún var stödd á kvikmyndahátíð. Hrönn situr fyrir svörum í kaffispjalli helgarinnar. 29. febrúar 2020 10:00 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Ræsir yngstu börnin með tónlist og mikið að gera í kjölfar kórónuveirunnar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tekur kaffispjallið með okkur þennan laugardagsmorgunn. Þétt vinnuvika er að baki hér á Íslandi þar sem hver dagur var nýttur til hins ítrasta í fundi og samningagerð. 14. mars 2020 09:29
Sér fyrir sér góðan dag þar sem verkefnin leysast farsællega Í kaffispjalli um helgar fáum við innsýn í líf og starf fólks sem vinnur í ólíkum störfum. Víðir Þór Þrastarson heilsu- og einkaþjálfari í World Class gefur án efa mörgum góðar hugmyndir um heilbrigðan lífstíl um leið og hann lýsir dæmigerðum vinnudegi hjá sér. 7. mars 2020 10:00
Sama mantran í 40 daga, ísköld sturta og stórstjörnur Morgunrútínan er Hrönn Marinósdóttur framkvæmdastjóra RIFF kvikmyndahátíðarinnar mjög mikilvæg og nýverið vonaðist hún til að rekast á Jeremy Irons og Hillary Clinton þegar hún var stödd á kvikmyndahátíð. Hrönn situr fyrir svörum í kaffispjalli helgarinnar. 29. febrúar 2020 10:00