Áskorendamótið í skák: Bragðarefurinn frá Bryansk á toppnum Hrafn Jökulsson skrifar 23. mars 2020 09:07 Nepomniachtchi -- keppinautur Carlsens síðan í bernsku. Nær rússneski bragðarefurinn að komast alla leið, þar er efinn. Jæja, nú verða skákunnendur að anda í kviðinn, tæma hugann - og læra í eitt skipti fyrir öll nafnið á manninum sem mögulega verður heimsmeistari í haust. Tilbúin? Gjörið svo vel: Ian Alexandrovich Nepomniachtchi. Hann er búinn að koma sér fyrir í bílstjórasætinu eftir fimm umferðir af fjórtán á áskorendamótinu í Katrínarborg í Rússlandi. Kórónaveirunni hefur ekki enn tekist að lauma sér inn fyrir sótthreinsaðar varnir á mótsstað, og vandlega er fylgst með heilsufari meistara og starfsmanna. Veiran er auðvitað komin til borgarinnar sem er sú fjórða stærsta í Rússlandi með um 1,5 milljón íbúa. Á föstudag var kona dregin fyrir dómara í borginni og hún skikkuð með lögregluvaldi til að fara með 4ja ára dóttur á sjúkrahús vegna gruns um smit. En þó veiran hafi ekki náð að spilla skákveislunni í Katrínarborg hefur jafnteflisdraugurinn vaðið uppi: Tíu af tólf skákum síðustu þriggja umferða lauk með jafntefli, í langflestum tilvikum þó eftir spennandi baráttu. Lítum á úrslit síðustu umferða. 4. umferð: Fabiano Caruana ½ - ½ Ian Nepomniachtchi Wang Hao ½ - ½ Kirill Alekseenko Maxime Vachier-Lagrave ½ - ½ Alexander Grischuk Ding Liren ½ - ½ Anish Giri 5. umferð Anish Giri ½ - ½ Fabiano Caruana Alexander Grischuk ½ - ½ Ding Liren Kiril Alekseenko ½ - ½ Maxime Vachier-Lagrave Ian Nepomniachtchi 1 - 0 Wang Hao Staðan á áskorendamótinu eftir fimm umferðir af fjórtán: Staðan eftir þrjár umferðir. Mjög spennandi skákir um helgina í beinni útsendingu. Við sjáum að einum og hálfum vinningi munar á Nepomniachtchi sem hefur 3,5 og félögunum Ding og Giri, sem sitja á botninum með 2 vinninga. Nepomniachtchi er sá eini sem unnið hefur tvær skákir og Ding er einn um þá ólukku að hafa tapað tveimur. Þeir mætast einmitt í 6. umferð, og þar má búast við höggorustu. Sóttkví - gróðurhús snilldarinnar? Eitt er víst: Allt getur ennþá gerst á þessu móti, sem haldið er við eins sérkennilegar aðstæður og hugsast getur. Seinni heimsstyrjöldin hófst meðan skákmenn sátu að tafli á Ólympíuskákmótinu í Buones Aires 1939 (þar gerðu Íslendingar glæsilegt mót) en munurinn er sá að mótshaldarar í Katrínarborg - sjálft alþjóðskáksambandið FIDE - vissu hvert stefndi áður en skákklukkurnar voru settar í gang. Það eru tíu eilífðir þangað til mótinu á að ljúka, 3. apríl. Óvissan hlýtur að setja mark sitt á keppendur, þótt taflmennskan þyki mestanpart í hæsta gæðaflokki. Raymond Keene, sem fyrstur Englendinga varð stórmeistari í skák, leiddi að því getum að einangrun í skugga pestar gæti bara haft góð áhrif á sköpunargáfuna -- Isaac Newton var í sóttkví þegar hann fékk snjallræðishugmyndina um aðdráttaraflið og Shakespeare hristi sjálfan Lé konung fram úr erminni við ámóta kringumstæður. (Ekki hefur tekist að sannreyna síðari hlutann í staðhæfingu enska stórmeistarans, sem reyndar er kunnur fyrir frjótt ímyndunarafl.) Bragðarefurinn frá Bryansk En hugum aftur að köppunum háttprúðu sem takast á um réttinn til að tefla heimsmeistaraeinvígi við Magnus Carlsen. Norski skáksnillingurinn fæddist 30. nóvember 1990 og varð heimsmeistari árið 2013. Hann hefur síðan varist atlögum frá Anand,Karjakin og Caruana. (Einvígi Carlsens og Caruana fór á spjöld sögunnar: Jafntefli í öllum skákunum tólf!) Anish Giri spókar sig um á sviðinu og tekur sig vel út en Maxime Vachier-Lagrave er í þungum þönkum. Byrjum á manni dagsins, Ian Nepomniachtchi. Hann er jafnaldri heimsmeistarans, fæddur á þjóðhátíðardegi Frakklands, 14. júlí. Hann er þannig í þriggja manna sveit krabba í Katrínarborg, ásamt Giri og Alekseenko. Nepomniachtchi á sér marga aðdáendur enda er hann baráttuglaður í betra lagi. Hann er Gyðingur frá borginni Bryansk, tæpa 400 kílómetra suðvestur af Moskvu, varð stórmeistari 2007 og hefur síðasta áratuginn verið meðal stigahæstu skákmanna heims. Þetta er í fyrsta skipti sem Nepomniachtchi teflir á áskorendamóti og kemst þannig í tæri við krúnudjásnið sjálft. Einvígi hans og Carlsens yrði án efa spennandi og engin hætta á tólf jafnteflum þar. Nepomniachtchi þykir með eindæmum þrautseigur, nær iðulega að bjarga sér úr háska og jafnvel snúa tapaðri stöðu í sigur. Franski stórmeistarinn Laurent Fressient beið lægri hlut fyrir rússneska bragðarefnum í átta skáka einvígi - þeir gerðu sjö jafntefli áður en Fressinet tapaði úrslitaskákinni. Hann segir: „Ég hef blendnar tilfinningar um Ian, því þó mér finnist hann ótrúlega hæfileikaríkur þá er stundum eins og hann tefli upp á brellur og taki skákina ekki mjög alvarlega." Þessi stórskorni - og stórbrotni -Rússi er orðinn einsog gamli frændinn í fjölskylduboðinu þótt hann sé aðeins 37 ára gamall. Það verður áhugavert að sjá hvort Nepomnichtchi heldur einbeitingu, því sporin hræða: Hann byrjaði með látum á Tata Steel-mótinu en tapaði svo tveimur skákum í röð. Hann sigraði í fyrstu þremur umferðunum á stórmótinu í Zagreb og fyrstu tveimur umferðunum á Sinquefield Cup, en lauk báðum mótum með 50 prósent vinningshlutfall. Grischuk í geggjuðu tímahraki Maxime Vachier-Lagrave hafði aðeins tvær vikur til að undirbúa sig fyrir áskorendamótið, eftir að Azerinn Radjabov afboðaði sig. En MVL eins og hann er kallaður hefur verið að undirbúa sig lengi - hann varð stórmeistari 14 ára. MVL er einn snillingurinn enn af 1990 árgerðinni, fæddur 21. október, og þar með í merki vogarinnar. Alexander Grischuk situr í 3. sæti og hefur þó ekki unnið skák! Þessi stórskorni - og stórbrotni -Rússi er orðinn einsog gamli frændinn í fjölskylduboðinu þótt hann sé aðeins 37 ára gamall. Strákarnir á mótinu eru annars fæddir 1989 til 1997. Þarna er hvorki Anand né Aronian, ekki Kramnik eða Karjakin… (Jú, Svidler er þarna - sem aðstoðarmaður hins unga Alekseenkos.) Grischuk er frægur fyrir tímahrak og hefur ekki brugðist aðdáendum sínum í þeim efnum. Keppendur á áskorendamótinu hafa 100 mínútur fyrir 40 leiki, þá bætist við tími. Grischuk hafði svart gegn MVL í 4. umferð og lét sig ekki muna um að splæsa 52 mínútum á átjánda leikinn... Hann var kominn niður fyrir mínútu löngu áður en tímamörkum var náð - en bjargaði sér auðvitað! Grischuk er forfallinn reykingamaður og því mátti sjá hann fljúga af sviðinu, loks þegar tímamörkum var náð. Hann hafði líka alla vara á, svo hann sofnaði ekki við taflborðið: Afþakkaði hina mjúku grænu stóla sem keppendum voru ætlaðir og fékk eldhússtól í staðinn. Ekki hefur Grischuk sofnað á verðinum til þessa, en er kominn í vafasama keppni um að verða jafntefliskóngur mótsins. Smádjöflarnir vinna ekki á Giri Það græðir víst enginn mikið sem veðjar á að Anish Giri verði jafntefliskóngur, hann virðist haldinn jafnteflisárátturöskun á mjög háu stigi. Í fimmtu umferð var hann með yfirburðastöðu á móti Caruana en sat auðvitað uppi með jafntefli. Best klæddi maðurinn, Anish Giri, er iðulega skotspónn ,,skáktröllanna" - bjána og besservissera sem gera sig breiða í athugasemdakerfum. Anish Giri er tvímælalaust best klæddi keppandinn (alltaf) og sérlega heillandi ungur maður sem talar fjölmörg tungumál, þar að auki húmoristi og almennt til fyrirmyndar. Hann er giftur Sopiko Guramishvili skákdrottningu frá Georgíu, sem ekki er síður brimandi af sjarma og hæfileikum. Allt veldur þetta því að Anish Giri er iðulega skotspónn ,,skáktröllanna" - bjána og besservissera sem gera sig breiða í athugasemdakerfum. Magnus Carlsen gerði þetta „hatur“ í garð Giri að umtalsefni í beinni útsendingu frá 5. umferð á sunnudag, og hefði mátt kveða fastar að orði. En smádjöflarnir vinna ekki á Anish Giri. Hann verður 26 ára í sumar og hefur undan engu að kvarta - eh, nema sameiginlegri ógn mannkynsins... Hann er svo orðheppinn að hann gæti verið enskur, en er rússnesk-nepalskur kokteill með ýmsum bragðefnum, og tvímælalaust helsta skákstjarnan á Twitter. Saw @FabianoCaruana in the hotel lobby. He offered me a handshake. I understand we are competitors here, but one still expects some sportsmanship and common courtesy. #Candidates2020— Anish Giri (@anishgiri) March 14, 2020 Næstu umferðir eiga að færa okkur svör við nokkrum spurningum: Nær Caruana sér á strik? Hann tapaði fyrir Ding og var í bráðri hættu gegn Giri. Hrafn Jökulsson. Vísir fékk hann sérstaklega til að fylgjast með hinu æsispennandi Áskorendamóti sem nú er haldið við afar sérstakar aðstæður í Katrínarborg. Mun Ding Liren halda áfram að príla upp úr gröfinni sem hann gróf sér með tapskákunum tveimur í upphafi? Er kannski komið að því að Nepomniachtchi springi á limminu? Hann hefur hvítt gegn Ding í 6. umferð -- tvímælalaust ein aðalskák mótsins til þessa... Og hvað gerir Wang Hao? Er tími kínverska ljónsins kominn? Við verðum að treysta því að skákgyðjan Caissa haldi kórónaveirunni í skefjum svo við fáum svör við þessum spurningum. Beinar útsendingar. Skák Tengdar fréttir Skákin á tímum Kóróna-veirunnar: Nær Giri að smita Ding? Áskorendamótið í skák fer nú fram í Katrínarborg. Hrafn Jökulsson fylgist grannt með gangi mála, mótið sjálft fer vel af stað en teflt er við sérstakar aðstæður. 21. mars 2020 09:47 Ósýnilegi óvinurinn í Katrínarborg – verður skák vinsælli en klósettpappír? Vísir fylgjast grannt með gangi mála á sterkasta skákmóti ársins. Áskorendamótið fer hressilega af stað. 19. mars 2020 09:32 Áskorendamótið í skák: Veiran stöðvar ekki sterkasta skákmót ársins Hver fær að skora Carlsen á hólm? Sú er spurningin sem skákheimurinn spyr sig nú. Hér eru vígamennirnir í Áskorendamótinu kynntir til leiks. 18. mars 2020 07:38 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Jæja, nú verða skákunnendur að anda í kviðinn, tæma hugann - og læra í eitt skipti fyrir öll nafnið á manninum sem mögulega verður heimsmeistari í haust. Tilbúin? Gjörið svo vel: Ian Alexandrovich Nepomniachtchi. Hann er búinn að koma sér fyrir í bílstjórasætinu eftir fimm umferðir af fjórtán á áskorendamótinu í Katrínarborg í Rússlandi. Kórónaveirunni hefur ekki enn tekist að lauma sér inn fyrir sótthreinsaðar varnir á mótsstað, og vandlega er fylgst með heilsufari meistara og starfsmanna. Veiran er auðvitað komin til borgarinnar sem er sú fjórða stærsta í Rússlandi með um 1,5 milljón íbúa. Á föstudag var kona dregin fyrir dómara í borginni og hún skikkuð með lögregluvaldi til að fara með 4ja ára dóttur á sjúkrahús vegna gruns um smit. En þó veiran hafi ekki náð að spilla skákveislunni í Katrínarborg hefur jafnteflisdraugurinn vaðið uppi: Tíu af tólf skákum síðustu þriggja umferða lauk með jafntefli, í langflestum tilvikum þó eftir spennandi baráttu. Lítum á úrslit síðustu umferða. 4. umferð: Fabiano Caruana ½ - ½ Ian Nepomniachtchi Wang Hao ½ - ½ Kirill Alekseenko Maxime Vachier-Lagrave ½ - ½ Alexander Grischuk Ding Liren ½ - ½ Anish Giri 5. umferð Anish Giri ½ - ½ Fabiano Caruana Alexander Grischuk ½ - ½ Ding Liren Kiril Alekseenko ½ - ½ Maxime Vachier-Lagrave Ian Nepomniachtchi 1 - 0 Wang Hao Staðan á áskorendamótinu eftir fimm umferðir af fjórtán: Staðan eftir þrjár umferðir. Mjög spennandi skákir um helgina í beinni útsendingu. Við sjáum að einum og hálfum vinningi munar á Nepomniachtchi sem hefur 3,5 og félögunum Ding og Giri, sem sitja á botninum með 2 vinninga. Nepomniachtchi er sá eini sem unnið hefur tvær skákir og Ding er einn um þá ólukku að hafa tapað tveimur. Þeir mætast einmitt í 6. umferð, og þar má búast við höggorustu. Sóttkví - gróðurhús snilldarinnar? Eitt er víst: Allt getur ennþá gerst á þessu móti, sem haldið er við eins sérkennilegar aðstæður og hugsast getur. Seinni heimsstyrjöldin hófst meðan skákmenn sátu að tafli á Ólympíuskákmótinu í Buones Aires 1939 (þar gerðu Íslendingar glæsilegt mót) en munurinn er sá að mótshaldarar í Katrínarborg - sjálft alþjóðskáksambandið FIDE - vissu hvert stefndi áður en skákklukkurnar voru settar í gang. Það eru tíu eilífðir þangað til mótinu á að ljúka, 3. apríl. Óvissan hlýtur að setja mark sitt á keppendur, þótt taflmennskan þyki mestanpart í hæsta gæðaflokki. Raymond Keene, sem fyrstur Englendinga varð stórmeistari í skák, leiddi að því getum að einangrun í skugga pestar gæti bara haft góð áhrif á sköpunargáfuna -- Isaac Newton var í sóttkví þegar hann fékk snjallræðishugmyndina um aðdráttaraflið og Shakespeare hristi sjálfan Lé konung fram úr erminni við ámóta kringumstæður. (Ekki hefur tekist að sannreyna síðari hlutann í staðhæfingu enska stórmeistarans, sem reyndar er kunnur fyrir frjótt ímyndunarafl.) Bragðarefurinn frá Bryansk En hugum aftur að köppunum háttprúðu sem takast á um réttinn til að tefla heimsmeistaraeinvígi við Magnus Carlsen. Norski skáksnillingurinn fæddist 30. nóvember 1990 og varð heimsmeistari árið 2013. Hann hefur síðan varist atlögum frá Anand,Karjakin og Caruana. (Einvígi Carlsens og Caruana fór á spjöld sögunnar: Jafntefli í öllum skákunum tólf!) Anish Giri spókar sig um á sviðinu og tekur sig vel út en Maxime Vachier-Lagrave er í þungum þönkum. Byrjum á manni dagsins, Ian Nepomniachtchi. Hann er jafnaldri heimsmeistarans, fæddur á þjóðhátíðardegi Frakklands, 14. júlí. Hann er þannig í þriggja manna sveit krabba í Katrínarborg, ásamt Giri og Alekseenko. Nepomniachtchi á sér marga aðdáendur enda er hann baráttuglaður í betra lagi. Hann er Gyðingur frá borginni Bryansk, tæpa 400 kílómetra suðvestur af Moskvu, varð stórmeistari 2007 og hefur síðasta áratuginn verið meðal stigahæstu skákmanna heims. Þetta er í fyrsta skipti sem Nepomniachtchi teflir á áskorendamóti og kemst þannig í tæri við krúnudjásnið sjálft. Einvígi hans og Carlsens yrði án efa spennandi og engin hætta á tólf jafnteflum þar. Nepomniachtchi þykir með eindæmum þrautseigur, nær iðulega að bjarga sér úr háska og jafnvel snúa tapaðri stöðu í sigur. Franski stórmeistarinn Laurent Fressient beið lægri hlut fyrir rússneska bragðarefnum í átta skáka einvígi - þeir gerðu sjö jafntefli áður en Fressinet tapaði úrslitaskákinni. Hann segir: „Ég hef blendnar tilfinningar um Ian, því þó mér finnist hann ótrúlega hæfileikaríkur þá er stundum eins og hann tefli upp á brellur og taki skákina ekki mjög alvarlega." Þessi stórskorni - og stórbrotni -Rússi er orðinn einsog gamli frændinn í fjölskylduboðinu þótt hann sé aðeins 37 ára gamall. Það verður áhugavert að sjá hvort Nepomnichtchi heldur einbeitingu, því sporin hræða: Hann byrjaði með látum á Tata Steel-mótinu en tapaði svo tveimur skákum í röð. Hann sigraði í fyrstu þremur umferðunum á stórmótinu í Zagreb og fyrstu tveimur umferðunum á Sinquefield Cup, en lauk báðum mótum með 50 prósent vinningshlutfall. Grischuk í geggjuðu tímahraki Maxime Vachier-Lagrave hafði aðeins tvær vikur til að undirbúa sig fyrir áskorendamótið, eftir að Azerinn Radjabov afboðaði sig. En MVL eins og hann er kallaður hefur verið að undirbúa sig lengi - hann varð stórmeistari 14 ára. MVL er einn snillingurinn enn af 1990 árgerðinni, fæddur 21. október, og þar með í merki vogarinnar. Alexander Grischuk situr í 3. sæti og hefur þó ekki unnið skák! Þessi stórskorni - og stórbrotni -Rússi er orðinn einsog gamli frændinn í fjölskylduboðinu þótt hann sé aðeins 37 ára gamall. Strákarnir á mótinu eru annars fæddir 1989 til 1997. Þarna er hvorki Anand né Aronian, ekki Kramnik eða Karjakin… (Jú, Svidler er þarna - sem aðstoðarmaður hins unga Alekseenkos.) Grischuk er frægur fyrir tímahrak og hefur ekki brugðist aðdáendum sínum í þeim efnum. Keppendur á áskorendamótinu hafa 100 mínútur fyrir 40 leiki, þá bætist við tími. Grischuk hafði svart gegn MVL í 4. umferð og lét sig ekki muna um að splæsa 52 mínútum á átjánda leikinn... Hann var kominn niður fyrir mínútu löngu áður en tímamörkum var náð - en bjargaði sér auðvitað! Grischuk er forfallinn reykingamaður og því mátti sjá hann fljúga af sviðinu, loks þegar tímamörkum var náð. Hann hafði líka alla vara á, svo hann sofnaði ekki við taflborðið: Afþakkaði hina mjúku grænu stóla sem keppendum voru ætlaðir og fékk eldhússtól í staðinn. Ekki hefur Grischuk sofnað á verðinum til þessa, en er kominn í vafasama keppni um að verða jafntefliskóngur mótsins. Smádjöflarnir vinna ekki á Giri Það græðir víst enginn mikið sem veðjar á að Anish Giri verði jafntefliskóngur, hann virðist haldinn jafnteflisárátturöskun á mjög háu stigi. Í fimmtu umferð var hann með yfirburðastöðu á móti Caruana en sat auðvitað uppi með jafntefli. Best klæddi maðurinn, Anish Giri, er iðulega skotspónn ,,skáktröllanna" - bjána og besservissera sem gera sig breiða í athugasemdakerfum. Anish Giri er tvímælalaust best klæddi keppandinn (alltaf) og sérlega heillandi ungur maður sem talar fjölmörg tungumál, þar að auki húmoristi og almennt til fyrirmyndar. Hann er giftur Sopiko Guramishvili skákdrottningu frá Georgíu, sem ekki er síður brimandi af sjarma og hæfileikum. Allt veldur þetta því að Anish Giri er iðulega skotspónn ,,skáktröllanna" - bjána og besservissera sem gera sig breiða í athugasemdakerfum. Magnus Carlsen gerði þetta „hatur“ í garð Giri að umtalsefni í beinni útsendingu frá 5. umferð á sunnudag, og hefði mátt kveða fastar að orði. En smádjöflarnir vinna ekki á Anish Giri. Hann verður 26 ára í sumar og hefur undan engu að kvarta - eh, nema sameiginlegri ógn mannkynsins... Hann er svo orðheppinn að hann gæti verið enskur, en er rússnesk-nepalskur kokteill með ýmsum bragðefnum, og tvímælalaust helsta skákstjarnan á Twitter. Saw @FabianoCaruana in the hotel lobby. He offered me a handshake. I understand we are competitors here, but one still expects some sportsmanship and common courtesy. #Candidates2020— Anish Giri (@anishgiri) March 14, 2020 Næstu umferðir eiga að færa okkur svör við nokkrum spurningum: Nær Caruana sér á strik? Hann tapaði fyrir Ding og var í bráðri hættu gegn Giri. Hrafn Jökulsson. Vísir fékk hann sérstaklega til að fylgjast með hinu æsispennandi Áskorendamóti sem nú er haldið við afar sérstakar aðstæður í Katrínarborg. Mun Ding Liren halda áfram að príla upp úr gröfinni sem hann gróf sér með tapskákunum tveimur í upphafi? Er kannski komið að því að Nepomniachtchi springi á limminu? Hann hefur hvítt gegn Ding í 6. umferð -- tvímælalaust ein aðalskák mótsins til þessa... Og hvað gerir Wang Hao? Er tími kínverska ljónsins kominn? Við verðum að treysta því að skákgyðjan Caissa haldi kórónaveirunni í skefjum svo við fáum svör við þessum spurningum. Beinar útsendingar.
Skák Tengdar fréttir Skákin á tímum Kóróna-veirunnar: Nær Giri að smita Ding? Áskorendamótið í skák fer nú fram í Katrínarborg. Hrafn Jökulsson fylgist grannt með gangi mála, mótið sjálft fer vel af stað en teflt er við sérstakar aðstæður. 21. mars 2020 09:47 Ósýnilegi óvinurinn í Katrínarborg – verður skák vinsælli en klósettpappír? Vísir fylgjast grannt með gangi mála á sterkasta skákmóti ársins. Áskorendamótið fer hressilega af stað. 19. mars 2020 09:32 Áskorendamótið í skák: Veiran stöðvar ekki sterkasta skákmót ársins Hver fær að skora Carlsen á hólm? Sú er spurningin sem skákheimurinn spyr sig nú. Hér eru vígamennirnir í Áskorendamótinu kynntir til leiks. 18. mars 2020 07:38 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Skákin á tímum Kóróna-veirunnar: Nær Giri að smita Ding? Áskorendamótið í skák fer nú fram í Katrínarborg. Hrafn Jökulsson fylgist grannt með gangi mála, mótið sjálft fer vel af stað en teflt er við sérstakar aðstæður. 21. mars 2020 09:47
Ósýnilegi óvinurinn í Katrínarborg – verður skák vinsælli en klósettpappír? Vísir fylgjast grannt með gangi mála á sterkasta skákmóti ársins. Áskorendamótið fer hressilega af stað. 19. mars 2020 09:32
Áskorendamótið í skák: Veiran stöðvar ekki sterkasta skákmót ársins Hver fær að skora Carlsen á hólm? Sú er spurningin sem skákheimurinn spyr sig nú. Hér eru vígamennirnir í Áskorendamótinu kynntir til leiks. 18. mars 2020 07:38