Skýlaus réttur til endurgreiðslu má ekki fara forgörðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2020 12:14 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Formaður Neytendasamtakanna hvetur bæði fyrirtæki og neytendur til að sýna skilning á tímum heimsfaraldurs. Skýlaus réttur neytenda til endurgreiðslu megi þó ekki fara forgörðum og vonar hann að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. Faraldur Kórónuveirunnar hefur haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna, en greinin er nánast tekjulaus. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flestar ferðaskrifstofur fari í þrot verði lögum um endurgreiðslu ekki breytt. Evrópulöggjöf um að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum bókaðar ferðir sé afar íþyngjandi á þessum tímum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir ótækt að rýra rétt neytenda. „Það eru einhverjir sem vilja víkja frá þessum lögum og það tel ég ekki góða hugmynd, það er ekki hægt að rýra rétt neytenda og sérstaklega ekki eftir á,“ sagði Breki Karlsson. Breki bendir á að aðgerða sé þörf til að bjarga ferðaskrifstofum. Neytendasamtökin vilja að stjórnvöld fari sömu leið og Danir. „Það sem Danir gerðu var að sprauta 1,5 milljarði danskra króna inn í sjóð og úr þeim sjóði geta fyrirtæki sótt lán til að endurgreiða neytendum og þeir hafa svo 10 ár til að borga það til baka,“ sagði Breki. Breki segir þessa innspýtingu hafa verið hluti af aðgerðarpakka dönsku ríkisstjórnarinnar. Vonast hann til að íslenska ríkisstjórnin geri slíkt hið sama. „Það væri alveg lag að ríkisstjórnin horfði nú til þessarar dönsku leiðar sem virðist vera að þjóna bæði neytendum og fyrirtækjum,“ sagði Breki. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær greindum við einnig frá því að engar fleiri sýningar verði sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs. Þeir sem eiga miða á sýningu sem fellur niður vegna ástandsins fá nýja miða í haust. Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema við afar sérstakar aðstæður en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að bæði neytendur og fyrirtæki sýni skilning á ástandinu. „Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að leikhúsin bjóði nýjar dagsetningar fyrir leikhússesti sína og flott ef gestir geti nýtt þessar nýju dagsetningar, en ef þeir geta ekki gert það þá eiga þeir skýlausan rétt til endurgreiðslu,“ sagði Breki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Leikhús Tengdar fréttir Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. 18. apríl 2020 20:30 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna hvetur bæði fyrirtæki og neytendur til að sýna skilning á tímum heimsfaraldurs. Skýlaus réttur neytenda til endurgreiðslu megi þó ekki fara forgörðum og vonar hann að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. Faraldur Kórónuveirunnar hefur haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna, en greinin er nánast tekjulaus. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flestar ferðaskrifstofur fari í þrot verði lögum um endurgreiðslu ekki breytt. Evrópulöggjöf um að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum bókaðar ferðir sé afar íþyngjandi á þessum tímum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir ótækt að rýra rétt neytenda. „Það eru einhverjir sem vilja víkja frá þessum lögum og það tel ég ekki góða hugmynd, það er ekki hægt að rýra rétt neytenda og sérstaklega ekki eftir á,“ sagði Breki Karlsson. Breki bendir á að aðgerða sé þörf til að bjarga ferðaskrifstofum. Neytendasamtökin vilja að stjórnvöld fari sömu leið og Danir. „Það sem Danir gerðu var að sprauta 1,5 milljarði danskra króna inn í sjóð og úr þeim sjóði geta fyrirtæki sótt lán til að endurgreiða neytendum og þeir hafa svo 10 ár til að borga það til baka,“ sagði Breki. Breki segir þessa innspýtingu hafa verið hluti af aðgerðarpakka dönsku ríkisstjórnarinnar. Vonast hann til að íslenska ríkisstjórnin geri slíkt hið sama. „Það væri alveg lag að ríkisstjórnin horfði nú til þessarar dönsku leiðar sem virðist vera að þjóna bæði neytendum og fyrirtækjum,“ sagði Breki. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær greindum við einnig frá því að engar fleiri sýningar verði sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs. Þeir sem eiga miða á sýningu sem fellur niður vegna ástandsins fá nýja miða í haust. Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema við afar sérstakar aðstæður en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að bæði neytendur og fyrirtæki sýni skilning á ástandinu. „Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að leikhúsin bjóði nýjar dagsetningar fyrir leikhússesti sína og flott ef gestir geti nýtt þessar nýju dagsetningar, en ef þeir geta ekki gert það þá eiga þeir skýlausan rétt til endurgreiðslu,“ sagði Breki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Leikhús Tengdar fréttir Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. 18. apríl 2020 20:30 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. 18. apríl 2020 20:30
„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36