Spaugstofan snýr aftur í hlaðvarpsformi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2020 21:48 Hér má sjá þá Spaugstofubræður á góðri stundu. Facebook Spaugstofuliðar, sem ættu að vera flestum landsmönnum kunnir, hafa ákveðið að ýta úr vör hlaðvarpsþættinum Móðir menn í kví kví. Búast má við fyrsta þætti á næstu dögum. Þetta kemur fram í færslu sem Pálmi Gestsson, einn þeirra fimm grínista og leikara sem Spaugstofan samanstendur af, birti á Facebook-síðu sinni. Aðrir meðlimir grínhópsins í núverandi mynd eru þeir Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og Randver Þorláksson. Í samtali við Vísi segir Pálmi að hópurinn hafi ákveðið að fara af stað með þáttinn í ljósi þeirra skrítnu tíma sem samfélagið upplifir nú. „Við hittumst nú oft og höfum aldrei verið í betra formi. Við erum kröftugir og ferskir ennþá og höfum bæði gaman að þessu og löngun til að gera þetta. Við ákváðum að reyna að leggja okkar af mörkum til að létta eitthvað undir,“ segir Pálmi. Varðandi fyrirkomulag þáttanna segir Pálmi að um verði að ræða einskonar spjallþátt. „Bæði við sjálfir og svo koma væntanlega einhverjir úr okkar karaktersafni í heimsókn og taka málin sínum tökum. Það er til dæmis forvitnilegt að vita hvað Ragnar Reykás hefur að segja um allt þetta.“ Hann segir að hópurinn fái að taka upp í Þjóðleikhúsinu og þættirnir verði framleiddir án allra styrkja. „Við ætlum að prófa þetta og ef vel gengur þá sjáum við hvað getur orðið í framhaldinu,“ segir Pálmi og bætir við að búast megi við fyrsta þætti sem allra fyrst og nefnir fyrri hluta næstu viku í því samhengi. Menning Tímamót Fjölmiðlar Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Spaugstofuliðar, sem ættu að vera flestum landsmönnum kunnir, hafa ákveðið að ýta úr vör hlaðvarpsþættinum Móðir menn í kví kví. Búast má við fyrsta þætti á næstu dögum. Þetta kemur fram í færslu sem Pálmi Gestsson, einn þeirra fimm grínista og leikara sem Spaugstofan samanstendur af, birti á Facebook-síðu sinni. Aðrir meðlimir grínhópsins í núverandi mynd eru þeir Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og Randver Þorláksson. Í samtali við Vísi segir Pálmi að hópurinn hafi ákveðið að fara af stað með þáttinn í ljósi þeirra skrítnu tíma sem samfélagið upplifir nú. „Við hittumst nú oft og höfum aldrei verið í betra formi. Við erum kröftugir og ferskir ennþá og höfum bæði gaman að þessu og löngun til að gera þetta. Við ákváðum að reyna að leggja okkar af mörkum til að létta eitthvað undir,“ segir Pálmi. Varðandi fyrirkomulag þáttanna segir Pálmi að um verði að ræða einskonar spjallþátt. „Bæði við sjálfir og svo koma væntanlega einhverjir úr okkar karaktersafni í heimsókn og taka málin sínum tökum. Það er til dæmis forvitnilegt að vita hvað Ragnar Reykás hefur að segja um allt þetta.“ Hann segir að hópurinn fái að taka upp í Þjóðleikhúsinu og þættirnir verði framleiddir án allra styrkja. „Við ætlum að prófa þetta og ef vel gengur þá sjáum við hvað getur orðið í framhaldinu,“ segir Pálmi og bætir við að búast megi við fyrsta þætti sem allra fyrst og nefnir fyrri hluta næstu viku í því samhengi.
Menning Tímamót Fjölmiðlar Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira