Hafa borist ábendingar um brot á starfsmönnum í lægra starfshlutfalli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 11:03 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um það að atvinnurekendur hafi lækkað starfshlutfall hjá starfsmönnum sínum en krefjist vinnuframlags sem sé umfram hið nýja hlutfall. Hafa ábendingar borist um þetta bæði til BHM og BSRB sem og til aðildarfélaga bandalaganna að því er segir í tilkynningu frá þeim. Segir í tilkynningunni að þetta gangi þvert gegn þeim lagabreytingum sem Alþingi gerði nýverið til auðvelda atvinnurekendum að halda starfsfólki og koma í veg fyrir uppsagnir vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna kórónuveirufaraldursins. „Atvinnurekendur geta nú lækkað starfshlutfall allt niður í 25 prósent og getur starfsfólkið fengið hlutfallslegar atvinnuleysisbætur á móti. Óheimilt er að krefjast vinnuframlags frá starfsfólki umfram hið nýja starfshlutfall, enda kemur lækkunin til vegna samdráttar í þjónustu fyrirtækja og fækkunar verkefna. BHM og BSRB hvetja stjórnendur fyrirtækja og stofnana til að fara í einu og öllu eftir lögunum og munu bregðast hart við ábendingum um brot. Þá minna heildarsamtökin á að þessum lagaheimildum er ætlað að hafa jákvæð áhrif á vinnumarkaði á þessum erfiðu tímum. Þegar þessum tímabundnu þrengingum lýkur munu fyrirtækin þurfa aftur á sínum starfsmönnum að halda í hærra starfshlutfalli. Það er með öllu óviðunandi að fyrirtæki reyni að nýta sér aðstæður starfsmanna sem eru að leggja sitt af mörkum til að vinnustaðurinn komist í gegnum tímabundna erfiðleika með því að taka á sig kjaraskerðingu,“ segir í tilkynningu BHM og BSRB. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Dæmi eru um það að atvinnurekendur hafi lækkað starfshlutfall hjá starfsmönnum sínum en krefjist vinnuframlags sem sé umfram hið nýja hlutfall. Hafa ábendingar borist um þetta bæði til BHM og BSRB sem og til aðildarfélaga bandalaganna að því er segir í tilkynningu frá þeim. Segir í tilkynningunni að þetta gangi þvert gegn þeim lagabreytingum sem Alþingi gerði nýverið til auðvelda atvinnurekendum að halda starfsfólki og koma í veg fyrir uppsagnir vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna kórónuveirufaraldursins. „Atvinnurekendur geta nú lækkað starfshlutfall allt niður í 25 prósent og getur starfsfólkið fengið hlutfallslegar atvinnuleysisbætur á móti. Óheimilt er að krefjast vinnuframlags frá starfsfólki umfram hið nýja starfshlutfall, enda kemur lækkunin til vegna samdráttar í þjónustu fyrirtækja og fækkunar verkefna. BHM og BSRB hvetja stjórnendur fyrirtækja og stofnana til að fara í einu og öllu eftir lögunum og munu bregðast hart við ábendingum um brot. Þá minna heildarsamtökin á að þessum lagaheimildum er ætlað að hafa jákvæð áhrif á vinnumarkaði á þessum erfiðu tímum. Þegar þessum tímabundnu þrengingum lýkur munu fyrirtækin þurfa aftur á sínum starfsmönnum að halda í hærra starfshlutfalli. Það er með öllu óviðunandi að fyrirtæki reyni að nýta sér aðstæður starfsmanna sem eru að leggja sitt af mörkum til að vinnustaðurinn komist í gegnum tímabundna erfiðleika með því að taka á sig kjaraskerðingu,“ segir í tilkynningu BHM og BSRB.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira