Dr. Ögmundur stýrir Fiskistofu Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2020 14:10 Dr. Ögmundur Knútsson Ögmundur Knútsson hefur verið skipaður Fiskistofustjóri til næstu fimm ára. Hann var talinn hæfastur þeirra nítján sem sóttu um starfið. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir hefur verið settur Fiskistofustjóri frá því í mars eftir að Eyþór Björnsson sagði starfi sínu lausu fyrr á þessu ári. Ögmundur tekur við stjórnartaumunum um mánaðamótin. Gustað hefur um Fiskistofu undanfarin ár, ekki síst vegna ákvörðunar þáverandi sjávarútvegsráðherra að flytja stofnunina til Akureyrar í ársbyrjun 2016. Ögmundur þekkir vel til á Akureyri en hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri, meistaragráðu í sömu grein frá Háskólanum í Edinborg ásamt því að hafa lokið doktorsprófi frá sama skóla. Doktorsverkefni hans fjallaði um stjórnun á samstarfi í íslenskum sjávarútvegi með áherslu á þróun sölusamtakanna. Þá hefur Ögmundur starfað hjá Háskólanum á Akureyri frá árinu 1994, m.a. sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og starfsþróunar á árunum 2001 til 2006, framkvæmdastjóri Rannsóknastofnunar háskólans 2006 til 2007 og deildarforseti á árunum 2015-2017. Þá sinnti hann kennslu og rannsóknum við skólann og hafa rannsóknir hans tengst sjávarútvegi hér á landi og erlendis. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins vegna skipunar Ögmundar segir jafnframt að hann hafi á undanförnum mánuðum starfað sjálfstætt sem ráðgjafi og unnið að verkefnum tengdum sjávarútvegi meðal annars í Albaníu og Víetnam. Fjögur hæfust Sem fyrr segir sóttu 19 um embættið. Hæfnisnefnd mat fjóra umsækjendur vel hæfa til þess að gegna því að sögn sjávarútvegsráðuneytisins. Þessum fjórum var síðan boðaði í viðtal. Eftirfarandi klausa er sögð vera úr umsögn hæfnisnefndar: Ögmundur hefur öðlast víðtæka háskólamenntun sem nýtist í starfi og menntun og starfsreynslu sem tengist sjávarútvegi og stjórnsýslu á vettvangi háskóla og verkefna sem tengjast þeim störfum. Að mati hæfnisnefndar uppfyllir Ögmundur allar menntunar- og hæfniskröfur vel og telst því vel hæfur til þess að gegna embætti Fiskistofustjóra. Það hafi því verið mat ráðherra að Ögmundur væri hæfastur til að stýra Fiskistofu til næstu fimm ára. Vistaskipti Sjávarútvegur Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ögmundur Knútsson hefur verið skipaður Fiskistofustjóri til næstu fimm ára. Hann var talinn hæfastur þeirra nítján sem sóttu um starfið. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir hefur verið settur Fiskistofustjóri frá því í mars eftir að Eyþór Björnsson sagði starfi sínu lausu fyrr á þessu ári. Ögmundur tekur við stjórnartaumunum um mánaðamótin. Gustað hefur um Fiskistofu undanfarin ár, ekki síst vegna ákvörðunar þáverandi sjávarútvegsráðherra að flytja stofnunina til Akureyrar í ársbyrjun 2016. Ögmundur þekkir vel til á Akureyri en hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri, meistaragráðu í sömu grein frá Háskólanum í Edinborg ásamt því að hafa lokið doktorsprófi frá sama skóla. Doktorsverkefni hans fjallaði um stjórnun á samstarfi í íslenskum sjávarútvegi með áherslu á þróun sölusamtakanna. Þá hefur Ögmundur starfað hjá Háskólanum á Akureyri frá árinu 1994, m.a. sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og starfsþróunar á árunum 2001 til 2006, framkvæmdastjóri Rannsóknastofnunar háskólans 2006 til 2007 og deildarforseti á árunum 2015-2017. Þá sinnti hann kennslu og rannsóknum við skólann og hafa rannsóknir hans tengst sjávarútvegi hér á landi og erlendis. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins vegna skipunar Ögmundar segir jafnframt að hann hafi á undanförnum mánuðum starfað sjálfstætt sem ráðgjafi og unnið að verkefnum tengdum sjávarútvegi meðal annars í Albaníu og Víetnam. Fjögur hæfust Sem fyrr segir sóttu 19 um embættið. Hæfnisnefnd mat fjóra umsækjendur vel hæfa til þess að gegna því að sögn sjávarútvegsráðuneytisins. Þessum fjórum var síðan boðaði í viðtal. Eftirfarandi klausa er sögð vera úr umsögn hæfnisnefndar: Ögmundur hefur öðlast víðtæka háskólamenntun sem nýtist í starfi og menntun og starfsreynslu sem tengist sjávarútvegi og stjórnsýslu á vettvangi háskóla og verkefna sem tengjast þeim störfum. Að mati hæfnisnefndar uppfyllir Ögmundur allar menntunar- og hæfniskröfur vel og telst því vel hæfur til þess að gegna embætti Fiskistofustjóra. Það hafi því verið mat ráðherra að Ögmundur væri hæfastur til að stýra Fiskistofu til næstu fimm ára.
Vistaskipti Sjávarútvegur Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira