Plokka rusl við heilbrigðisstofnanir á Stóra Plokkdeginum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2020 08:59 Plokkarar munu beina sjónum sínum að heilbrigðisstofnunum í dag. Plokk á Íslandi/aðsend Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Eliza Reid, forsetafrú, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra munu setja Stóra plokkdaginn formlega í dag klukkan 10 við Landspítalann í Fossvogi. Í ár munu plokkarar landsins beina athygli sinni að sjúkrastofnunum landsins til að sýna þakklæti og samstöðu með framlínu heilbrigðisstarfsfólks landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Plokki á Íslandi. Spáð er góðu veðri í dag og því er tilvalið að fara út, njóta góða veðursins með fjölskyldunni úti í náttúrunni og taka til hendinni. Skipulagt plokk mun fara fram í nánast öllum sveitarfélögum landsins sem sprottið er upp af frumkvæði íbúa þeirra. „Plokkið er eina partýið sem þú mátt mæta í um helgina, það er opið öllum, enginn aðgangseyrir en kraftmikil núvitund, innri friður og gleði í boði fyrir alla sem taka þátt,“ segir í tilkynningunni. Allir eru hvattir til að taka þátt í ruslaplokkinu í dag.Plokk á Íslandi/aðsend Setningin mun fara fram á túni í norðvesturhorni Landspítalans í Fossvogi. Hægt verður að fylgjast með setningunni í beinu streymi á Facebook. Deginum verður skipt upp í tvær plokkvaktir. Sú fyrri byrjar klukkan 10 og sú seinni klukkan 13. Öllum er frjálst að taka þátt að hluta eða öllu leyti eða skipuleggja eigin dagskrá. Upplýsingar eru inni á Plokk á Íslandi á Facebook og á samfélagsmiðlum eða heimasíðum sveitarfélaganna. Plokk í fimm einföldum skrefum: 1.Finna ruslapoka, hanska og plokktangir. 2.Klæða sig eftir aðstæðum. 3.Finna hentugt svæði. 4.Virkja fjölskylduna með. 5.Virða fjölda og 2 metra regluna. Fólk er þá beðið að gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá. Umhverfismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Eliza Reid, forsetafrú, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra munu setja Stóra plokkdaginn formlega í dag klukkan 10 við Landspítalann í Fossvogi. Í ár munu plokkarar landsins beina athygli sinni að sjúkrastofnunum landsins til að sýna þakklæti og samstöðu með framlínu heilbrigðisstarfsfólks landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Plokki á Íslandi. Spáð er góðu veðri í dag og því er tilvalið að fara út, njóta góða veðursins með fjölskyldunni úti í náttúrunni og taka til hendinni. Skipulagt plokk mun fara fram í nánast öllum sveitarfélögum landsins sem sprottið er upp af frumkvæði íbúa þeirra. „Plokkið er eina partýið sem þú mátt mæta í um helgina, það er opið öllum, enginn aðgangseyrir en kraftmikil núvitund, innri friður og gleði í boði fyrir alla sem taka þátt,“ segir í tilkynningunni. Allir eru hvattir til að taka þátt í ruslaplokkinu í dag.Plokk á Íslandi/aðsend Setningin mun fara fram á túni í norðvesturhorni Landspítalans í Fossvogi. Hægt verður að fylgjast með setningunni í beinu streymi á Facebook. Deginum verður skipt upp í tvær plokkvaktir. Sú fyrri byrjar klukkan 10 og sú seinni klukkan 13. Öllum er frjálst að taka þátt að hluta eða öllu leyti eða skipuleggja eigin dagskrá. Upplýsingar eru inni á Plokk á Íslandi á Facebook og á samfélagsmiðlum eða heimasíðum sveitarfélaganna. Plokk í fimm einföldum skrefum: 1.Finna ruslapoka, hanska og plokktangir. 2.Klæða sig eftir aðstæðum. 3.Finna hentugt svæði. 4.Virkja fjölskylduna með. 5.Virða fjölda og 2 metra regluna. Fólk er þá beðið að gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.
Umhverfismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira