Sílíkonbrjóst björguðu lífi konu sem varð fyrir byssuskoti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2020 11:09 Brjóstapúðinn breytti stefnu byssukúlunnar. Getty/BSIP Kona sem lifði það af að vera skotin í brjóstkassann af návígi er talin hafa lifað skotið af vegna sílíkonbrjóstapúða sem hún var með. Frá þessu er greint í skýrslu sem birt var í læknatímaritinu SAGE í síðustu viku og lýsa læknar konunnar því hvernig púðinn leiddi byssukúluna frá öllum helstu líffærum konunnar, sem var aðeins þrjátíu ára gömul. Atvikið, sem gerðist í Toronto í Kanada árið 2018, er eitt af örfáum atvikum sem vitað er um þar sem brjóstapúðar hafa átt þátt í því að bjarga lífi sjúklingsins og þetta er fyrsta atvikið þar sem sílíkonpúði lék lykilhlutverk. Þetta sagði Giancarlo McEvenue, skurðlæknir, í samtali við CNN. Tekið var fram í skýrslunni að sílíkonpúðinn væri líklega ástæðan fyrir því að kúlan hæfði ekki helstu líffæri konunnar sem varð til þess að hún lifði árásina af. Tvær tegundir brjóstapúða eru leyfilegar í Bandaríkjunum og er ytri skel þeirra beggja úr sílíkoni en önnur er fyllt með efninu saline og hin með sílíkongeli. Púðarnir geta verið misstórir, skeljarnar misþykkar, áferð og lögun púðanna mismunandi og svo framvegis. Púðar af þessari gerð eru iðulega græddir í til að stækka brjóst eða til að búa til brjóst, til dæmis eftir brjóstnám. Ekki er ljóst hvað nákvæmlega gerðist í árásinni en McEvenue sagði í samtali við CNN að konan hafi gengið inn á bráðamóttöku þar sem hún sóttist eftir aðstoð eftir að hafa verið skotin í brjóstkassann. „Hún talaði – bráðateymið trúði varla hve vel á sig komin hún var,“ sagði McEvenue, sem var einn læknanna sem tók á móti konunni á bráðamóttökunni. „Byssukúlan fór inn í brjóstkassann í gegn um vinstra brjóstið en hafði hæft eitt rifbeinið hægra megin,“ útskýrði hann. „Brjóstapúðinn breytti stefnu kúlunnar.“ Áverkarnir sem konan hafði eftir árásina voru skotsár, sprunginn brjóstapúði og brotið rifbein. „Í hægri hliðinni er hjartað og lungun – ef kúlan hefði farið í gegn um brjóstkassann hefðu áverkarnir verið mun alvarlegri og jafnvel hefði hún verið í lífshættu,“ bætti McEvenue við. Kanada Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Kona sem lifði það af að vera skotin í brjóstkassann af návígi er talin hafa lifað skotið af vegna sílíkonbrjóstapúða sem hún var með. Frá þessu er greint í skýrslu sem birt var í læknatímaritinu SAGE í síðustu viku og lýsa læknar konunnar því hvernig púðinn leiddi byssukúluna frá öllum helstu líffærum konunnar, sem var aðeins þrjátíu ára gömul. Atvikið, sem gerðist í Toronto í Kanada árið 2018, er eitt af örfáum atvikum sem vitað er um þar sem brjóstapúðar hafa átt þátt í því að bjarga lífi sjúklingsins og þetta er fyrsta atvikið þar sem sílíkonpúði lék lykilhlutverk. Þetta sagði Giancarlo McEvenue, skurðlæknir, í samtali við CNN. Tekið var fram í skýrslunni að sílíkonpúðinn væri líklega ástæðan fyrir því að kúlan hæfði ekki helstu líffæri konunnar sem varð til þess að hún lifði árásina af. Tvær tegundir brjóstapúða eru leyfilegar í Bandaríkjunum og er ytri skel þeirra beggja úr sílíkoni en önnur er fyllt með efninu saline og hin með sílíkongeli. Púðarnir geta verið misstórir, skeljarnar misþykkar, áferð og lögun púðanna mismunandi og svo framvegis. Púðar af þessari gerð eru iðulega græddir í til að stækka brjóst eða til að búa til brjóst, til dæmis eftir brjóstnám. Ekki er ljóst hvað nákvæmlega gerðist í árásinni en McEvenue sagði í samtali við CNN að konan hafi gengið inn á bráðamóttöku þar sem hún sóttist eftir aðstoð eftir að hafa verið skotin í brjóstkassann. „Hún talaði – bráðateymið trúði varla hve vel á sig komin hún var,“ sagði McEvenue, sem var einn læknanna sem tók á móti konunni á bráðamóttökunni. „Byssukúlan fór inn í brjóstkassann í gegn um vinstra brjóstið en hafði hæft eitt rifbeinið hægra megin,“ útskýrði hann. „Brjóstapúðinn breytti stefnu kúlunnar.“ Áverkarnir sem konan hafði eftir árásina voru skotsár, sprunginn brjóstapúði og brotið rifbein. „Í hægri hliðinni er hjartað og lungun – ef kúlan hefði farið í gegn um brjóstkassann hefðu áverkarnir verið mun alvarlegri og jafnvel hefði hún verið í lífshættu,“ bætti McEvenue við.
Kanada Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira