Varar við því að nota mjög gamla barnavagna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2020 22:48 Charlotte, miðjubarn hertogahjónanna af Cambridge, sést hér í gömlum Silver Cross-vagni þegar hún var skírð árið 2015. Slíkir vagnar njóta enn vinsælda hér á landi, ekki hvað síst til að nota fyrir útisvefn. . Getty/Chris Jackson Herdís Storgaard, sem um árabil vann að slysavörnum barna hér á landi, varar við því að foreldrar noti mjög gamla barnavagna. Í færslu á Facebook-síðunni Árvekni – Slysavarnir sem Herdís heldur úti segir hún frá slysi sem varð nýlega þegar handfang barnavagns brotnaði af er verið var að fara með hann niður tröppur. Í færslunni segir að um hafi verið að ræða 20 ára gamlan barnavagn sem notaður hafi verið fyrir útisvefn en Herdís segir að barnavagnar séu ekki ætlaðir sem svefnaðstaða fyrir börn. Hér á landi hefur það tíðkast áratugum saman að láta ungabörn taka lúr úti í vagni: „Barnavagnar eru ekki ætlaðir sem svefnaðstaða fyrir börn heldur eiga ungbörn eða börn undir 1 árs aldri alltaf að sofa í öruggu ungbarnarúmi eða vöggu sem stenst ströngustu kröfur um öryggi vöru. Við nánari skoðun á vagninum kom í ljós að handfangað var ryðgað í sundur en þetta var ekki sýnilegt að utanverðu, því skemmdirnar voru inni í handfangsrörinu,“ segir Herdís í færslunni og bætir við: „Barnavagnar eru búnaður sem er framleiddur til að flytja börn á milli staða. Þessar upplýsingar fylgja með nýjum vögnum og að þeir skulu ávallt notaðir undir eftirliti fullorðinna. Þegar að barn er lagt út í vagn til að sofa telst það ekki vera undir eftirliti þó notuð séu hlustunartæki. Kröfur um framleiðslu á barnavögnum breytast reglulega og því er ekki víst að búnaður sem komin er til ára sinns sé jafn öruggur. Í þessu tiltekna slysi kemur í ljós að búið er að gera auknar kröfur um styrk á handfangið þannig að þetta á ekki að geta gerst í nýjum vögnum. Það að hann hafði staðið mikið úti varð til þess að hann ryðgaði svona illa sem var ástæðan fyrir slysinu.“ Færslu Herdísar má sjá í heild hér fyrir neðan. Börn og uppeldi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Herdís Storgaard, sem um árabil vann að slysavörnum barna hér á landi, varar við því að foreldrar noti mjög gamla barnavagna. Í færslu á Facebook-síðunni Árvekni – Slysavarnir sem Herdís heldur úti segir hún frá slysi sem varð nýlega þegar handfang barnavagns brotnaði af er verið var að fara með hann niður tröppur. Í færslunni segir að um hafi verið að ræða 20 ára gamlan barnavagn sem notaður hafi verið fyrir útisvefn en Herdís segir að barnavagnar séu ekki ætlaðir sem svefnaðstaða fyrir börn. Hér á landi hefur það tíðkast áratugum saman að láta ungabörn taka lúr úti í vagni: „Barnavagnar eru ekki ætlaðir sem svefnaðstaða fyrir börn heldur eiga ungbörn eða börn undir 1 árs aldri alltaf að sofa í öruggu ungbarnarúmi eða vöggu sem stenst ströngustu kröfur um öryggi vöru. Við nánari skoðun á vagninum kom í ljós að handfangað var ryðgað í sundur en þetta var ekki sýnilegt að utanverðu, því skemmdirnar voru inni í handfangsrörinu,“ segir Herdís í færslunni og bætir við: „Barnavagnar eru búnaður sem er framleiddur til að flytja börn á milli staða. Þessar upplýsingar fylgja með nýjum vögnum og að þeir skulu ávallt notaðir undir eftirliti fullorðinna. Þegar að barn er lagt út í vagn til að sofa telst það ekki vera undir eftirliti þó notuð séu hlustunartæki. Kröfur um framleiðslu á barnavögnum breytast reglulega og því er ekki víst að búnaður sem komin er til ára sinns sé jafn öruggur. Í þessu tiltekna slysi kemur í ljós að búið er að gera auknar kröfur um styrk á handfangið þannig að þetta á ekki að geta gerst í nýjum vögnum. Það að hann hafði staðið mikið úti varð til þess að hann ryðgaði svona illa sem var ástæðan fyrir slysinu.“ Færslu Herdísar má sjá í heild hér fyrir neðan.
Börn og uppeldi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira