Fordæmalaus notkun á orðinu fordæmalaus í faraldrinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2020 11:54 Fordæmalaust. Mynd/Greynir.is Ýmis orð sem alla jafna hafa ekki fengið mikið pláss í daglegu tali landsmanna hafa öðlast nýjan sess í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þetta sýnir nýtt tól sem tekur saman tíðni þeirra orða sem notuð hafa verið í fjölmiðlum yfir ákveðið tímabil. Þannig má til dæmis sjá að notkun á orðinu fordæmalaus er því sem næst fordæmalaus ef miðað er við ár aftur í tímann. Hið umrædda tól má finna á Greyni, sem er málgreinir fyrir íslensku, sem Vilhjálmur Þorsteinsson stendur fyrir. Greynir les nýjustu fréttir og greinar jafnóðum á helstu fréttamiðlum Íslands og úr þessu verður heljarinnar gagnagrunnur sem hægt er að leita í. Gjörgæsla og öndunarvél virðast haldast í hendur Með nýjustu viðbótinni við Greyni, sem nálgast má hér, er hægt að sjá hversu oft tiltekin orð eru notuð í vefmiðlum hér á landi yfir ákveðinn tíma. Leita má að hvaða orðum sem er og tólið sýnir hversu oft orðið hefur komið fyrir. Til gamans hefur Vísir tekið saman nokkur orð sem komist hafa á flug á meðan faraldurinn hefur gengið hér yfir, orð sem alla jafna hafa ekki verið mikið notuð í daglegu tali, fyrr en á síðustu vikum og mánuðum. Besta dæmið er ef til vill orðið fordæmalaus en mörgum hefur verið tíðrædd um að nú séu fordæmalausir tímar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér að ofan hefur orðinu alltaf skotið upp við og við undanfarið ár, en ekkert í líkingu við 13. mars þegar orðinu brá fyrir 43 sinnum á íslenskum vefmiðlum. Þetta á við um fleiri orð á borð við smit. Orðið mátti finna á vefmiðlum einu sinni til tvisvar á dag, stundum oftar, þangað til í febrúar þegar orðanotkunin fór á flug og náði hún hámarki 23 mars þegar orðið smit var notað 198 sinnum í íslenskum vefmiðlum. Orðið smit reyndist smitandi.Mynd/Greynir.is Þá hefur orðið talsverð aukning á orðinu handþvottur, enda hefur verið lögð mikil áhersla á þess að landsmenn þvoi hendurnar vel, svo hefta megi útbreiðslu kórónuveirunnar. Handþvotturinn sækir á.Mynd/Greynir.is Landsmenn hafa auk þess ekki farið varhluta af orðunum gjörgæsla og öndunarvél. Þessi orð hafa verið hluti af daglegum upplýsingafundum almannavarna. Skiptunum fer þó fækkandi, líklega í réttu hlutfalli við það hversu vel hefur gengið að útskrifa sjúklinga af gjörgæsludeild. Þessi orð haldast í hendur.Mynd/Greynir.is En hvað með kórónuveiruna sjálfa? Líkt og smitum fer notkun orðsins niður á við.Mynd/Greynir.is Leika sér má með fleiri orð inni á Greynir.is Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ýmis orð sem alla jafna hafa ekki fengið mikið pláss í daglegu tali landsmanna hafa öðlast nýjan sess í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þetta sýnir nýtt tól sem tekur saman tíðni þeirra orða sem notuð hafa verið í fjölmiðlum yfir ákveðið tímabil. Þannig má til dæmis sjá að notkun á orðinu fordæmalaus er því sem næst fordæmalaus ef miðað er við ár aftur í tímann. Hið umrædda tól má finna á Greyni, sem er málgreinir fyrir íslensku, sem Vilhjálmur Þorsteinsson stendur fyrir. Greynir les nýjustu fréttir og greinar jafnóðum á helstu fréttamiðlum Íslands og úr þessu verður heljarinnar gagnagrunnur sem hægt er að leita í. Gjörgæsla og öndunarvél virðast haldast í hendur Með nýjustu viðbótinni við Greyni, sem nálgast má hér, er hægt að sjá hversu oft tiltekin orð eru notuð í vefmiðlum hér á landi yfir ákveðinn tíma. Leita má að hvaða orðum sem er og tólið sýnir hversu oft orðið hefur komið fyrir. Til gamans hefur Vísir tekið saman nokkur orð sem komist hafa á flug á meðan faraldurinn hefur gengið hér yfir, orð sem alla jafna hafa ekki verið mikið notuð í daglegu tali, fyrr en á síðustu vikum og mánuðum. Besta dæmið er ef til vill orðið fordæmalaus en mörgum hefur verið tíðrædd um að nú séu fordæmalausir tímar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér að ofan hefur orðinu alltaf skotið upp við og við undanfarið ár, en ekkert í líkingu við 13. mars þegar orðinu brá fyrir 43 sinnum á íslenskum vefmiðlum. Þetta á við um fleiri orð á borð við smit. Orðið mátti finna á vefmiðlum einu sinni til tvisvar á dag, stundum oftar, þangað til í febrúar þegar orðanotkunin fór á flug og náði hún hámarki 23 mars þegar orðið smit var notað 198 sinnum í íslenskum vefmiðlum. Orðið smit reyndist smitandi.Mynd/Greynir.is Þá hefur orðið talsverð aukning á orðinu handþvottur, enda hefur verið lögð mikil áhersla á þess að landsmenn þvoi hendurnar vel, svo hefta megi útbreiðslu kórónuveirunnar. Handþvotturinn sækir á.Mynd/Greynir.is Landsmenn hafa auk þess ekki farið varhluta af orðunum gjörgæsla og öndunarvél. Þessi orð hafa verið hluti af daglegum upplýsingafundum almannavarna. Skiptunum fer þó fækkandi, líklega í réttu hlutfalli við það hversu vel hefur gengið að útskrifa sjúklinga af gjörgæsludeild. Þessi orð haldast í hendur.Mynd/Greynir.is En hvað með kórónuveiruna sjálfa? Líkt og smitum fer notkun orðsins niður á við.Mynd/Greynir.is Leika sér má með fleiri orð inni á Greynir.is
Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira