Straumar og stefnur atvinnulífsins 2021 Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. janúar 2021 07:01 Margt frá árinu 2020 er komið til að vera í atvinnulífinu og mun hafa þau árhrif að nýjar áherslur verða til hjá starfsfólki og vinnuveitendum. Vísir/Getty Atvinnulífið mun taka margt með sér frá árinu 2020 og það telst varla fréttnæmt í dag að fjarvinna er komin til að vera. En hver verða „trendin" árið 2021 og hvaða áherslur verða einkennandi fyrir atvinnulífið? Hér er samantekt með sex atriðum úr ýmsum alþjóðlegum könnunum sem gerðar voru undir árslok árið 2020. 1. Heilsa og öryggi starfólks í fyrirrúmi Árið 2021 er líklegt að fólk muni gera meiri kröfur en áður um að vinnustaðir setji öryggið á oddinn. Sérstaklega er horft til þess tíma þegar fleiri fara að mæta á vinnustaði á ný. Vinnustaðir munu að sama skapi leggja meiri áherslu en áður á andlega heilsu starfsfólks, ekki aðeins líkamlega. Þessu tengt muni vinnustaðir fara að bjóða meira upp á ráðgjöf og fleira til að tryggja og efla góða heilsu og líðan starfsfólks. 2. Áfram áhersla á fjölbreytileika Margir stærri vinnustaðir hafa mótað sér stefnu um aukinn fjölbreytileika en því er spáð að áherslan á fjölbreytileikann muni enn aukast árið 2021. Ekki síst í Bandaríkjunum þar sem vinnustaðir draga lærdóm af George Floyd-mótmælunum í fyrra. 3. Sveigjanlegur vinnutími Þessa dagana er nokkur umræða um styttingu vinnuvikunnar á Íslandi en almennt er því spáð að kröfur um aukinn sveigjanleika muni einkenna árið 2021. Þessi áhersla tengist fjarvinnu sérstaklega þar sem alþjóðlegar kannanir sýna að áhugi flestra virðist vera að nýtt fyrirkomulag verði einhvers konar „blanda“ af því að mæta á vinnustaðinn eða vinna að heiman. Þetta er í takt við þær niðurstöður sem kannanir Gallup sýna og gerðar voru fyrir Atvinnulífið 2020. Í þeim sýna niðurstöður að flestir sem starfað hafa í fjarvinnu árið 2020, hafa áhuga á að halda því áfram tvo til þrjá daga í viku. 4. Hraði stafrænnar þróunar eykst Stafræn þróun heldur áfram að vera áberandi í atvinnulífinu en á mun meiri hraða en síðustu ár. Hraðari þróun er bein afleiðing af heimsfaraldrinum og þeim áhrifum sem Covid 19 hefur haft á atvinnulífið um allan heim. 5. Meiri stuðningur við starfsfólk frekar en endurnýjun Í stað uppsagna og endurnýjunar starfsfólks er gert ráð fyrir að vinnustaðir muni í meira mæli en áður leggja áherslu á stuðning í formi kennslu og þróunar en áður. Þetta er í takt við það sem viðmælendur Atvinnulífsins hafa sagt á liðnum mánuðum því breytingar í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar eru að kalla á að starfsfólk þarf að læra nýja tækni, verkferlar munu breytast og fleira. 6. Breytt umhverfi rekstrar Þá er því spáð að vinnustaðir muni víða þurfa að bregðast við nýju umhverfi rekstrar, t.d. nýjum reglugerðum sem settar verði. Þá verði gripið til ýmissa breytinga, ekki síst til að létta á álagi stoðdeilda vinnustaða eins og starfsmannahaldi, bókhaldi og fleira. Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Stjórnun Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stytting vinnuvikunnar Tengdar fréttir Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki, stór sem smá og það er ekki eftir neinu að bíða með að nýta sér þessa tækni. Sem dæmi má nefna hvernig vélrænt nám getur dregið úr brottfalli viðskiptavina. 18. nóvember 2020 07:01 Aðeins toppurinn á ísjakanum sjáanlegur í kjölfar Covid Vinnustaðir eru aðeins að sjá toppinn á ísjakanum hvað varðar áhrif Covid á líðan starfsfólks. Einangrunin, fjarvinnan og samkomubann eru allt atriði sem eru að hafa áhrif á fólk sem ekki sér alveg fyrir endann á enn þá hvaða afleiðingar muni hafa. 17. nóvember 2020 07:01 Störfum í hátæknivöruhúsi fækkar en ný störf verða til Nýtt hátæknivörurhús hefur verið tekið í notkun hjá Innnes. Þar munu róbótar taka við ýmsum verkefnum og störfum fækkar. En ný störf verða einnig til. 13. október 2020 08:08 Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs? Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli. 14. október 2020 07:06 Gantast á Teams og nýir ráðningasamningar með fjarvinnu Það er ekki mögulegt fyrir allt starfsfólk að vinna í fjarvinnu en þar sem hún er möguleg hefur tæknin skipt sköpum. Þannig hefur félagslegi hlutinn þurft að færa sig yfir á Teams og Facebook þar sem reynt er að skapa jákvæða stemningu í stað þess félagsskapar sem fólk er vant að sækja á vinnustaði sína. 22. október 2020 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Hér er samantekt með sex atriðum úr ýmsum alþjóðlegum könnunum sem gerðar voru undir árslok árið 2020. 1. Heilsa og öryggi starfólks í fyrirrúmi Árið 2021 er líklegt að fólk muni gera meiri kröfur en áður um að vinnustaðir setji öryggið á oddinn. Sérstaklega er horft til þess tíma þegar fleiri fara að mæta á vinnustaði á ný. Vinnustaðir munu að sama skapi leggja meiri áherslu en áður á andlega heilsu starfsfólks, ekki aðeins líkamlega. Þessu tengt muni vinnustaðir fara að bjóða meira upp á ráðgjöf og fleira til að tryggja og efla góða heilsu og líðan starfsfólks. 2. Áfram áhersla á fjölbreytileika Margir stærri vinnustaðir hafa mótað sér stefnu um aukinn fjölbreytileika en því er spáð að áherslan á fjölbreytileikann muni enn aukast árið 2021. Ekki síst í Bandaríkjunum þar sem vinnustaðir draga lærdóm af George Floyd-mótmælunum í fyrra. 3. Sveigjanlegur vinnutími Þessa dagana er nokkur umræða um styttingu vinnuvikunnar á Íslandi en almennt er því spáð að kröfur um aukinn sveigjanleika muni einkenna árið 2021. Þessi áhersla tengist fjarvinnu sérstaklega þar sem alþjóðlegar kannanir sýna að áhugi flestra virðist vera að nýtt fyrirkomulag verði einhvers konar „blanda“ af því að mæta á vinnustaðinn eða vinna að heiman. Þetta er í takt við þær niðurstöður sem kannanir Gallup sýna og gerðar voru fyrir Atvinnulífið 2020. Í þeim sýna niðurstöður að flestir sem starfað hafa í fjarvinnu árið 2020, hafa áhuga á að halda því áfram tvo til þrjá daga í viku. 4. Hraði stafrænnar þróunar eykst Stafræn þróun heldur áfram að vera áberandi í atvinnulífinu en á mun meiri hraða en síðustu ár. Hraðari þróun er bein afleiðing af heimsfaraldrinum og þeim áhrifum sem Covid 19 hefur haft á atvinnulífið um allan heim. 5. Meiri stuðningur við starfsfólk frekar en endurnýjun Í stað uppsagna og endurnýjunar starfsfólks er gert ráð fyrir að vinnustaðir muni í meira mæli en áður leggja áherslu á stuðning í formi kennslu og þróunar en áður. Þetta er í takt við það sem viðmælendur Atvinnulífsins hafa sagt á liðnum mánuðum því breytingar í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar eru að kalla á að starfsfólk þarf að læra nýja tækni, verkferlar munu breytast og fleira. 6. Breytt umhverfi rekstrar Þá er því spáð að vinnustaðir muni víða þurfa að bregðast við nýju umhverfi rekstrar, t.d. nýjum reglugerðum sem settar verði. Þá verði gripið til ýmissa breytinga, ekki síst til að létta á álagi stoðdeilda vinnustaða eins og starfsmannahaldi, bókhaldi og fleira.
Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Stjórnun Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stytting vinnuvikunnar Tengdar fréttir Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki, stór sem smá og það er ekki eftir neinu að bíða með að nýta sér þessa tækni. Sem dæmi má nefna hvernig vélrænt nám getur dregið úr brottfalli viðskiptavina. 18. nóvember 2020 07:01 Aðeins toppurinn á ísjakanum sjáanlegur í kjölfar Covid Vinnustaðir eru aðeins að sjá toppinn á ísjakanum hvað varðar áhrif Covid á líðan starfsfólks. Einangrunin, fjarvinnan og samkomubann eru allt atriði sem eru að hafa áhrif á fólk sem ekki sér alveg fyrir endann á enn þá hvaða afleiðingar muni hafa. 17. nóvember 2020 07:01 Störfum í hátæknivöruhúsi fækkar en ný störf verða til Nýtt hátæknivörurhús hefur verið tekið í notkun hjá Innnes. Þar munu róbótar taka við ýmsum verkefnum og störfum fækkar. En ný störf verða einnig til. 13. október 2020 08:08 Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs? Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli. 14. október 2020 07:06 Gantast á Teams og nýir ráðningasamningar með fjarvinnu Það er ekki mögulegt fyrir allt starfsfólk að vinna í fjarvinnu en þar sem hún er möguleg hefur tæknin skipt sköpum. Þannig hefur félagslegi hlutinn þurft að færa sig yfir á Teams og Facebook þar sem reynt er að skapa jákvæða stemningu í stað þess félagsskapar sem fólk er vant að sækja á vinnustaði sína. 22. október 2020 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki, stór sem smá og það er ekki eftir neinu að bíða með að nýta sér þessa tækni. Sem dæmi má nefna hvernig vélrænt nám getur dregið úr brottfalli viðskiptavina. 18. nóvember 2020 07:01
Aðeins toppurinn á ísjakanum sjáanlegur í kjölfar Covid Vinnustaðir eru aðeins að sjá toppinn á ísjakanum hvað varðar áhrif Covid á líðan starfsfólks. Einangrunin, fjarvinnan og samkomubann eru allt atriði sem eru að hafa áhrif á fólk sem ekki sér alveg fyrir endann á enn þá hvaða afleiðingar muni hafa. 17. nóvember 2020 07:01
Störfum í hátæknivöruhúsi fækkar en ný störf verða til Nýtt hátæknivörurhús hefur verið tekið í notkun hjá Innnes. Þar munu róbótar taka við ýmsum verkefnum og störfum fækkar. En ný störf verða einnig til. 13. október 2020 08:08
Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs? Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli. 14. október 2020 07:06
Gantast á Teams og nýir ráðningasamningar með fjarvinnu Það er ekki mögulegt fyrir allt starfsfólk að vinna í fjarvinnu en þar sem hún er möguleg hefur tæknin skipt sköpum. Þannig hefur félagslegi hlutinn þurft að færa sig yfir á Teams og Facebook þar sem reynt er að skapa jákvæða stemningu í stað þess félagsskapar sem fólk er vant að sækja á vinnustaði sína. 22. október 2020 07:01