Rætt við fleiri en Pfizer um rannsókn á hjarðónæmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 11. janúar 2021 06:58 Bólusetning með bóluefni Pfizer hófst hér á landi í lok desember. Vísir/Vilhelm Rætt hefur verið við nokkra framleiðendur bóluefnis gegn kórónuveirunni um þá hugmynd að Ísland verði einskonar tilraunaverkefni til að rannsaka hjarðónæmi heillar þjóðar. Þegar hefur verið greint frá viðræðum þeirra Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar við lyfjarisann Pfizer, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur einnig verið rætt við fleiri aðila um svipaðar hugmyndir. Ekki er þó greint frá því í frétt blaðsina hvaða fyrirtæki um ræðir og raunar er þess heldur ekki getið hvaða aðilar hér á landi hafi átt í slíkum viðræðum. Viðræðurnar við Pfizer munu vera lengst komnar og mun það skýrast í vikunni. Þegar hefur verið greint frá því að Pfizer hafi samið við Ísraela um að þeir taki þátt í tilraunaverkefni. Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, það ekki útiloka að lyfjafyrirtækið gangi til samninga við íslensk stjórnvöld. „Málið er ekki dautt, það er það eina sem ég vil segja,“ sagði Kári. Þá væri Ísrael að hjálpa Pfizer að ná í allt aðrar upplýsingar en Ísland myndi gera. „Mér sýnist að það sem Ísraelar ætli að gera sé að kanna hvort að það sé hægt að hafa lengri bil á milli annars og fyrsta skammtar af bóluefni Pfizer og síðan að veita þeim upplýsingar um útkomuna úr bólusetningunni almennt.“ Á hinn boginn hefðu Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagt til rannsókn sem kanni hjarðónæmishugtakið og reyna að sýna fram á að það sé meira heldur en kenning. „Það sem við erum að leggja til við þá er tiltölulega einföld tilraun til að reyna að skilja það hvernig maður getur kveðið í kútinn svona veiru án þess að bólusetja alla þjóðina. Það hefur í rauninni enginn sýnt fram á hverjar þessar stærðir eru í hjarðónæminu.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þegar hefur verið greint frá viðræðum þeirra Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar við lyfjarisann Pfizer, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur einnig verið rætt við fleiri aðila um svipaðar hugmyndir. Ekki er þó greint frá því í frétt blaðsina hvaða fyrirtæki um ræðir og raunar er þess heldur ekki getið hvaða aðilar hér á landi hafi átt í slíkum viðræðum. Viðræðurnar við Pfizer munu vera lengst komnar og mun það skýrast í vikunni. Þegar hefur verið greint frá því að Pfizer hafi samið við Ísraela um að þeir taki þátt í tilraunaverkefni. Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, það ekki útiloka að lyfjafyrirtækið gangi til samninga við íslensk stjórnvöld. „Málið er ekki dautt, það er það eina sem ég vil segja,“ sagði Kári. Þá væri Ísrael að hjálpa Pfizer að ná í allt aðrar upplýsingar en Ísland myndi gera. „Mér sýnist að það sem Ísraelar ætli að gera sé að kanna hvort að það sé hægt að hafa lengri bil á milli annars og fyrsta skammtar af bóluefni Pfizer og síðan að veita þeim upplýsingar um útkomuna úr bólusetningunni almennt.“ Á hinn boginn hefðu Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagt til rannsókn sem kanni hjarðónæmishugtakið og reyna að sýna fram á að það sé meira heldur en kenning. „Það sem við erum að leggja til við þá er tiltölulega einföld tilraun til að reyna að skilja það hvernig maður getur kveðið í kútinn svona veiru án þess að bólusetja alla þjóðina. Það hefur í rauninni enginn sýnt fram á hverjar þessar stærðir eru í hjarðónæminu.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira