„Nálgaðist tilveruna af áhuga og ástríðu allt til loka“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2021 10:49 Guðjón Friðriksson birti þessa mynd í hópnum Gamlar ljósmyndir í desember síðastliðnum. Um er að ræða bekkjarmynd af 3.B í Menntaskólanum í Reykjavík veturinn 1961-1962. Svavar er fjórði frá vinstri í fremstu röð. Sjálfur er Guðjón annar frá vinstri í miðröð. Fjölmargir minnast Svavars heitins Gestssonar, fyrrverandi ritstjóra, þingmanns, ráðherra og sendiherra, sem féll frá aðfaranótt 18. janúar. Forsætisráðherra rifjar upp sín fyrstu kynni af Svavari og fleiri hugsa hlýlega til hans á þessum tímamótum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjar upp heimsókn hennar og fjölskyldunnar til Svavars og Guðrúnar Ágústsdóttur eiginkonu hans í Hólasel síðastliðið sumar. „Þar var tekið konunglega á móti okkur, eldað ofan í þrjá svanga drengi og spjallað fram eftir kvöldi um stjórnmálin fyrr og nú. Ráðagóður og styðjandi Svavar hafði óþrjótandi áhuga á stjórnmálum en ekki síst fólki. Hann vildi heyra frá sonum mínum hvað þeim fyndist um ýmis mál, hann og Gunnar gátu rætt tímunum saman um ýmsar vendingar í stjórnmálasögunni og ávallt var hann ráðagóður og styðjandi í öllum þeim verkefnum sem ég stóð í,“ segir Katrín. Hún man vel sín fyrstu kynni af Svavari. „Ég kynntist Svavari í raun sem pabba Svandísar og Gests en mundi auðvitað eftir honum frá fyrri tíð; hitti hann fyrst á framboðsfundi í Menntaskólanum við Sund vorið 1995. Það var engin spurning í mínum huga eftir þann fund hvern ég myndi kjósa þá. Nú er þessi stjórnmálaskörungur fallinn frá eftir strembna banalegu. En fyrst og fremst er fallinn frá maður sem skildi eftir sig djúp spor í hugum okkar allra sem þekktum hann og nálgaðist tilveruna af áhuga og ástríðu allt til loka.“ Það er í raun ótrúlega stutt síðan við fjölskyldan heimsóttum Svavar og Guðrúnu í Hólasel. Það var um miðjan ágústmánuð....Posted by Katrín Jakobsdóttir on Monday, January 18, 2021 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra minnist forvera síns í ráðherrastól en Svavar var menntamálaráðherra frá 1988-1991. „Hann hafði ætíð mikinn áhuga á menntun og menningu þjóðarinnar. Ég kynnist því vel í störfum mínum. Fyrsta minning mín af Svavari Gestssyni er í gegnum langömmu mína sem rak matsölu í Aðalstræti 12. Svavar var þar mikið á menntaskólaárum sínum. Talaði langamma ætíð hlýlega um hann og voru þau flokksfélagar á sínum tíma,“ segir Lilja. Fallinn er frá fv. menntamálaráðherra 1988-1991, Svavar Gestsson. Hann hafði ætíð mikinn áhuga á menntun og menningu...Posted by Lilja Alfreðsdóttir / Mennta- og menningarmálaráðherra. on Monday, January 18, 2021 Stefán Pálsson sagnfræðingur rifjar upp þegar hann var sextán ára, á því herrans ári 1991, og á leið í framhaldsskóla. „Sextán ára afmælisdagurinn veitti sjálfræði á þeim tíma og það þótti ekki svo lítill áfangi. Það var því að mínu mati orðið tímabært að ganga í stjórnmálaflokk, eins og fullorðið fólk gerði,“ segir Stefán. Sæll vertu ungi maður „Ég sá auglýstan fund hjá Alþýðubandalaginu á laugardagseftirmiðdegi og ákvað að mæta einn míns liðs. Ekki man ég fundarefnið en fundarmenn voru fáir. Allaballar voru svo sem hálfvængbrotnir þarna síðsumars. Viðeyjarstjórnin komin til valda og ýmis innanmein sem þjökuðu hreyfinguna.“ Stefáni var strax heilsað. Ríkisráðsfundur 1. september 1978. Talið frá vinstri: Steingrímur Hermannsson, Magnús H. Magnússon, Hjörleifur Guttormsson, Ólafur Jóhannesson, Kristján Eldjárn forseti Íslands, Benedikt Gröndal, Kjartan Jóhannsson, Guðmundur Benediktsson ríkisráðsritari, Ragnar Arnalds, Svavar Gestsson og Tómas Árnason.Stjórnarráðið „Sæll vertu ungi maður. Svavar Gestsson heiti ég. Hvað heitir þú?“ „Þingmaðurinn var fljótur að sjá nýtt andlit á fundinum og notaði fyrsta tækifæri til að gefa sig á tal við mig. Hann var fljótur að fiska eftir helstu ættfræðiupplýsingum og gott ef hann tók ekki niður símanúmerið líka. Það var sannarlega ekkert sjálfsagt við að gamall ráðherra gæfi sér tíma til að spjalla við álkulegan táning á kaffifundi, hvað þá á fyrstu mánuðum nýs kjörtímabils. En góðir pólitíkusar kveikja á svona löguðu og eru alltaf á tánum að efla hreyfinguna,“ segir Stefán. „Það var alltaf gott að eiga Svavar að í pólitísku starfi, þótt við lentum um tíma í sitthvorri fylkingunni í hinum óskiljanlegu hjaðningarvígum Alþýðubandalagsins. Síðar hitti ég hann við ýmis tækifæri – oftast þó á pólitískum fundum – og þá var nú gaman að diskútera stjórnmálin, jafnt í sögunni og samtímanum. Íslensk vinstrihreyfing sér á eftir einum af sínum allra bestu liðsmönnum með félaga Svavari.“ Sumarið 1991 var ég orðinn sextán ára og á leið í framhaldsskóla. Sextán ára afmælisdagurinn veitti sjálfræði á þeim...Posted by Stefán Pálsson on Monday, January 18, 2021 Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður og sósíalisti rifjar upp sín fyrstu kynni af Svavari. Undir miðnætti kvöld eitt í desember 1978 á bílaplaninu fyrir aftan Alþingishúsið. Bíldruslan sem fór ekki í gang „Það kyngdi niður snjó og við Arnaldur vinur minn vorum að koma af einhverju slarki í miðbænum, 17 ára slánar, á leið vestur í bæ og komum að Svavari þar sem hann var að reyna að koma bíldruslunni sinni í gang, hafði verið að vinna í Þórshamri að því mig minnir. Hann var þá 34 ára, svo til nýkjörinn á þing eftir að hafa verið ritstjóri Þjóðviljans í mörg ár, orðinn viðskiptaráðherra, líklega róttækasti sósíalistinn sem sat þá á þingi. Við Arnaldur buðum fram aðstoð okkar, ýttum unga ráðherranum í gang og hann bauð okkur að launum far heim. Við settumst báðir aftur í eins og þægir piltar. Svavar rétt þá gírhöndina aftur fyrir öxlina og sagði: Slakið jurt strákar. Þetta fannst okkur kostulegt slangur og hlógum þegar við gáfum manninum sígarettu. Svo reyktum við saman, töluðum um pólitík, sátum kappklæddir í bíldruslu sem dröslaðist gegnum snjóinn án þess að geta hitað upp farþegarýmið, það þéttist gufa á gluggana, snjórinn féll úti eins og á jólakorti,“ segir Gunnar Smári. Svavar Gestsson var áhrifamaður í pólítík áratugum saman sat í fjölmörgum stjórnum og nefndum.Forlagið „Þetta gerðist á öðrum tíma en er í dag. Þarna var enginn ráðherrabíll eða bílstjóri og eftir kosningasigur A-flokkanna vorið áður lágu breytingar í loftinu. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafði fallið í fyrsta sinn sama vor. Það var að vora í vinstrinu, og Svavar var einn af vorboðunum. En þetta vor endaði snöggt, var sorglega stutt og því fylgdi ekkert sumar. Fram undan var ekki sigur vinstrisins, sósíalismans eða verkalýðsbaráttunnar heldur þvert á móti, fjörutíu ára kaldur niðurlægingartími sem okkur auðnast vonandi að brjótast út úr á næstu misserum.“ Í starfi sínu sem blaðamaður hafi Gunnar Smári hitt stjórnmálamanninn nokkrum sinnum. „Ég heimsótti hann fyrir nokkrum misserum og sagði honum frá hvaða hugsanir lágu að baki stofnun Sósíalistaflokksins, taldi gott að hann vissi af því. Og þótt ég hafi oft dáðst af mælsku hans og framgöngu þá hugsaði ég til ráðherrans unga á biluðu druslunni þegar ég frétti af andláti hans í dag.“ Ég hitti Svavar Gestsson fyrst undir miðnætti kvöld eitt í desember 1978 á bílaplaninu fyrir aftan Alþingishúsið. Það...Posted by Gunnar Smári Egilsson on Monday, January 18, 2021 Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að hann muni sakna Svavars. „Hann hefur fylgt mér frá því að ég fór að lesa blöðin sem krakki. Maður las greinar hans og pistla í Þjóðviljanum sem barn – ritfær með afbrigðum, fyndinn, beittur og orðhagur, lærisveinn Magnúsar Kjartanssonar,“ segir Guðmundur. „Hann hafði vald á orðunum og þar með á aðstæðunum fannst manni, átti allskostar við allt og alla, glæsimenni með glæsistíl. Hann var líka sá sem maður gerði upp við þegar maður tók að fjarlægjast hugmyndafræði Alþýðubandalagsins. En hvað sem leið skoðanamun fannst mér Svavar frábær menntamálaráðherra, framsækinn og hugsjónaríkur og kunni að halda tækifærisræður sem lyftu öllu. Hefði þurft að vera miklu lengur ráðherra. Hann var í fyrsta þingflokki Samfylkingarinnar – og talaði stundum þannig við mann – sem gamall Samfylkingarmaður – og alltaf var vekjandi og skemmtilegt að taka snerrur við hann, hér á Fési, eða jafnvel á kaffihúsi, þar sem við kjöftuðum stundum, á meðan slíkt var hægt. Hann var einstaklega skemmtilegur og heillandi maður hann Svavar og ég samhryggist fjölskyldu hans innilega, við misstum hann alltof snemma,“ segir Guðmundur Andri. Svavar Gestsson sýnir gestum Staðarhól í Saurbæ þar sem sagnaritarinn Sturla Þórðarson bjó.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar minnist Svavars sömuleiðis. „Fallinn er frá mikill stjórnmálaskörungur, samfélagsrýnir en ekki síst mikill fjölskyldumaður og vinur vina. Hann var gríðarlega stoltur af öllum sínum börnum og barnabörnum og var fallegt að fylgjast með því en einnig djúpu og fallegu sambandi þeirra Guðrúnar.“ Mikael Torfason, rithöfundur og fjölmiðlamaður, segist hafa kynnst Svavari fyrst á upplestri í Stokkhólmi fyrir um tuttugu árum. „Þá var ég kjaftfor og óþekkur og reif kjaft við sænsku inteligensíuna uppi á sviði en varð svo hrærður og auðmjúkur eftir á þegar ég gekk beint í fangið á sendiherranum okkar sem klappaði manna hæst fyrir unga rithöfundinum sem þóttist vita allt miklu betur en allir aðrir. Hann var engin tepra hann Svavar og það var gaman að spjalla við hann um pólitík og bókmenntir.“ Svavar Gestsson Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður vottar ástvinum og ættingjum samúð. „Svavar var fastur punktur í hinu pólitíska landslagi mestalla mína fullorðinstíð. Hann var svipmikill, fasmikill og aðsópsmikill, ræðuskörungur og eldhugi og skemmtilegur. Pólitíkina læt ég liggja milli hluta nú,“ segir Illugi. Svavar Gestsson lýsti hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2017. Svavar fór þar með Kristjáni Má Unnarssyni um helstu söguslóðir Dalasýslu og rakti hvernig hann sá fyrir sér að treysta mætti byggðina með menningartengdri starfsemi, byggða á Íslendingasögunum. Þáttinn má sjá í heild að neðan. Alþingi Andlát Tengdar fréttir Svavar fór með áhorfendur á æskuslóðir sínar Svavar Gestsson lýsti hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2017. Svavar fór þar með Kristjáni Má Unnarssyni um helstu söguslóðir Dalasýslu og rakti hvernig hann sá fyrir sér að treysta mætti byggðina með menningartengdri starfsemi, byggða á Íslendingasögunum. 18. janúar 2021 22:54 Svavar Gestsson er látinn Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfararnótt 18. janúar. Svavar fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní 1944, sonur hjónanna Guðrúnar Valdimarsdóttur og Gests Sveinssonar. Svavar var elstur átta systkina. 18. janúar 2021 15:49 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjar upp heimsókn hennar og fjölskyldunnar til Svavars og Guðrúnar Ágústsdóttur eiginkonu hans í Hólasel síðastliðið sumar. „Þar var tekið konunglega á móti okkur, eldað ofan í þrjá svanga drengi og spjallað fram eftir kvöldi um stjórnmálin fyrr og nú. Ráðagóður og styðjandi Svavar hafði óþrjótandi áhuga á stjórnmálum en ekki síst fólki. Hann vildi heyra frá sonum mínum hvað þeim fyndist um ýmis mál, hann og Gunnar gátu rætt tímunum saman um ýmsar vendingar í stjórnmálasögunni og ávallt var hann ráðagóður og styðjandi í öllum þeim verkefnum sem ég stóð í,“ segir Katrín. Hún man vel sín fyrstu kynni af Svavari. „Ég kynntist Svavari í raun sem pabba Svandísar og Gests en mundi auðvitað eftir honum frá fyrri tíð; hitti hann fyrst á framboðsfundi í Menntaskólanum við Sund vorið 1995. Það var engin spurning í mínum huga eftir þann fund hvern ég myndi kjósa þá. Nú er þessi stjórnmálaskörungur fallinn frá eftir strembna banalegu. En fyrst og fremst er fallinn frá maður sem skildi eftir sig djúp spor í hugum okkar allra sem þekktum hann og nálgaðist tilveruna af áhuga og ástríðu allt til loka.“ Það er í raun ótrúlega stutt síðan við fjölskyldan heimsóttum Svavar og Guðrúnu í Hólasel. Það var um miðjan ágústmánuð....Posted by Katrín Jakobsdóttir on Monday, January 18, 2021 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra minnist forvera síns í ráðherrastól en Svavar var menntamálaráðherra frá 1988-1991. „Hann hafði ætíð mikinn áhuga á menntun og menningu þjóðarinnar. Ég kynnist því vel í störfum mínum. Fyrsta minning mín af Svavari Gestssyni er í gegnum langömmu mína sem rak matsölu í Aðalstræti 12. Svavar var þar mikið á menntaskólaárum sínum. Talaði langamma ætíð hlýlega um hann og voru þau flokksfélagar á sínum tíma,“ segir Lilja. Fallinn er frá fv. menntamálaráðherra 1988-1991, Svavar Gestsson. Hann hafði ætíð mikinn áhuga á menntun og menningu...Posted by Lilja Alfreðsdóttir / Mennta- og menningarmálaráðherra. on Monday, January 18, 2021 Stefán Pálsson sagnfræðingur rifjar upp þegar hann var sextán ára, á því herrans ári 1991, og á leið í framhaldsskóla. „Sextán ára afmælisdagurinn veitti sjálfræði á þeim tíma og það þótti ekki svo lítill áfangi. Það var því að mínu mati orðið tímabært að ganga í stjórnmálaflokk, eins og fullorðið fólk gerði,“ segir Stefán. Sæll vertu ungi maður „Ég sá auglýstan fund hjá Alþýðubandalaginu á laugardagseftirmiðdegi og ákvað að mæta einn míns liðs. Ekki man ég fundarefnið en fundarmenn voru fáir. Allaballar voru svo sem hálfvængbrotnir þarna síðsumars. Viðeyjarstjórnin komin til valda og ýmis innanmein sem þjökuðu hreyfinguna.“ Stefáni var strax heilsað. Ríkisráðsfundur 1. september 1978. Talið frá vinstri: Steingrímur Hermannsson, Magnús H. Magnússon, Hjörleifur Guttormsson, Ólafur Jóhannesson, Kristján Eldjárn forseti Íslands, Benedikt Gröndal, Kjartan Jóhannsson, Guðmundur Benediktsson ríkisráðsritari, Ragnar Arnalds, Svavar Gestsson og Tómas Árnason.Stjórnarráðið „Sæll vertu ungi maður. Svavar Gestsson heiti ég. Hvað heitir þú?“ „Þingmaðurinn var fljótur að sjá nýtt andlit á fundinum og notaði fyrsta tækifæri til að gefa sig á tal við mig. Hann var fljótur að fiska eftir helstu ættfræðiupplýsingum og gott ef hann tók ekki niður símanúmerið líka. Það var sannarlega ekkert sjálfsagt við að gamall ráðherra gæfi sér tíma til að spjalla við álkulegan táning á kaffifundi, hvað þá á fyrstu mánuðum nýs kjörtímabils. En góðir pólitíkusar kveikja á svona löguðu og eru alltaf á tánum að efla hreyfinguna,“ segir Stefán. „Það var alltaf gott að eiga Svavar að í pólitísku starfi, þótt við lentum um tíma í sitthvorri fylkingunni í hinum óskiljanlegu hjaðningarvígum Alþýðubandalagsins. Síðar hitti ég hann við ýmis tækifæri – oftast þó á pólitískum fundum – og þá var nú gaman að diskútera stjórnmálin, jafnt í sögunni og samtímanum. Íslensk vinstrihreyfing sér á eftir einum af sínum allra bestu liðsmönnum með félaga Svavari.“ Sumarið 1991 var ég orðinn sextán ára og á leið í framhaldsskóla. Sextán ára afmælisdagurinn veitti sjálfræði á þeim...Posted by Stefán Pálsson on Monday, January 18, 2021 Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður og sósíalisti rifjar upp sín fyrstu kynni af Svavari. Undir miðnætti kvöld eitt í desember 1978 á bílaplaninu fyrir aftan Alþingishúsið. Bíldruslan sem fór ekki í gang „Það kyngdi niður snjó og við Arnaldur vinur minn vorum að koma af einhverju slarki í miðbænum, 17 ára slánar, á leið vestur í bæ og komum að Svavari þar sem hann var að reyna að koma bíldruslunni sinni í gang, hafði verið að vinna í Þórshamri að því mig minnir. Hann var þá 34 ára, svo til nýkjörinn á þing eftir að hafa verið ritstjóri Þjóðviljans í mörg ár, orðinn viðskiptaráðherra, líklega róttækasti sósíalistinn sem sat þá á þingi. Við Arnaldur buðum fram aðstoð okkar, ýttum unga ráðherranum í gang og hann bauð okkur að launum far heim. Við settumst báðir aftur í eins og þægir piltar. Svavar rétt þá gírhöndina aftur fyrir öxlina og sagði: Slakið jurt strákar. Þetta fannst okkur kostulegt slangur og hlógum þegar við gáfum manninum sígarettu. Svo reyktum við saman, töluðum um pólitík, sátum kappklæddir í bíldruslu sem dröslaðist gegnum snjóinn án þess að geta hitað upp farþegarýmið, það þéttist gufa á gluggana, snjórinn féll úti eins og á jólakorti,“ segir Gunnar Smári. Svavar Gestsson var áhrifamaður í pólítík áratugum saman sat í fjölmörgum stjórnum og nefndum.Forlagið „Þetta gerðist á öðrum tíma en er í dag. Þarna var enginn ráðherrabíll eða bílstjóri og eftir kosningasigur A-flokkanna vorið áður lágu breytingar í loftinu. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafði fallið í fyrsta sinn sama vor. Það var að vora í vinstrinu, og Svavar var einn af vorboðunum. En þetta vor endaði snöggt, var sorglega stutt og því fylgdi ekkert sumar. Fram undan var ekki sigur vinstrisins, sósíalismans eða verkalýðsbaráttunnar heldur þvert á móti, fjörutíu ára kaldur niðurlægingartími sem okkur auðnast vonandi að brjótast út úr á næstu misserum.“ Í starfi sínu sem blaðamaður hafi Gunnar Smári hitt stjórnmálamanninn nokkrum sinnum. „Ég heimsótti hann fyrir nokkrum misserum og sagði honum frá hvaða hugsanir lágu að baki stofnun Sósíalistaflokksins, taldi gott að hann vissi af því. Og þótt ég hafi oft dáðst af mælsku hans og framgöngu þá hugsaði ég til ráðherrans unga á biluðu druslunni þegar ég frétti af andláti hans í dag.“ Ég hitti Svavar Gestsson fyrst undir miðnætti kvöld eitt í desember 1978 á bílaplaninu fyrir aftan Alþingishúsið. Það...Posted by Gunnar Smári Egilsson on Monday, January 18, 2021 Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að hann muni sakna Svavars. „Hann hefur fylgt mér frá því að ég fór að lesa blöðin sem krakki. Maður las greinar hans og pistla í Þjóðviljanum sem barn – ritfær með afbrigðum, fyndinn, beittur og orðhagur, lærisveinn Magnúsar Kjartanssonar,“ segir Guðmundur. „Hann hafði vald á orðunum og þar með á aðstæðunum fannst manni, átti allskostar við allt og alla, glæsimenni með glæsistíl. Hann var líka sá sem maður gerði upp við þegar maður tók að fjarlægjast hugmyndafræði Alþýðubandalagsins. En hvað sem leið skoðanamun fannst mér Svavar frábær menntamálaráðherra, framsækinn og hugsjónaríkur og kunni að halda tækifærisræður sem lyftu öllu. Hefði þurft að vera miklu lengur ráðherra. Hann var í fyrsta þingflokki Samfylkingarinnar – og talaði stundum þannig við mann – sem gamall Samfylkingarmaður – og alltaf var vekjandi og skemmtilegt að taka snerrur við hann, hér á Fési, eða jafnvel á kaffihúsi, þar sem við kjöftuðum stundum, á meðan slíkt var hægt. Hann var einstaklega skemmtilegur og heillandi maður hann Svavar og ég samhryggist fjölskyldu hans innilega, við misstum hann alltof snemma,“ segir Guðmundur Andri. Svavar Gestsson sýnir gestum Staðarhól í Saurbæ þar sem sagnaritarinn Sturla Þórðarson bjó.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar minnist Svavars sömuleiðis. „Fallinn er frá mikill stjórnmálaskörungur, samfélagsrýnir en ekki síst mikill fjölskyldumaður og vinur vina. Hann var gríðarlega stoltur af öllum sínum börnum og barnabörnum og var fallegt að fylgjast með því en einnig djúpu og fallegu sambandi þeirra Guðrúnar.“ Mikael Torfason, rithöfundur og fjölmiðlamaður, segist hafa kynnst Svavari fyrst á upplestri í Stokkhólmi fyrir um tuttugu árum. „Þá var ég kjaftfor og óþekkur og reif kjaft við sænsku inteligensíuna uppi á sviði en varð svo hrærður og auðmjúkur eftir á þegar ég gekk beint í fangið á sendiherranum okkar sem klappaði manna hæst fyrir unga rithöfundinum sem þóttist vita allt miklu betur en allir aðrir. Hann var engin tepra hann Svavar og það var gaman að spjalla við hann um pólitík og bókmenntir.“ Svavar Gestsson Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður vottar ástvinum og ættingjum samúð. „Svavar var fastur punktur í hinu pólitíska landslagi mestalla mína fullorðinstíð. Hann var svipmikill, fasmikill og aðsópsmikill, ræðuskörungur og eldhugi og skemmtilegur. Pólitíkina læt ég liggja milli hluta nú,“ segir Illugi. Svavar Gestsson lýsti hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2017. Svavar fór þar með Kristjáni Má Unnarssyni um helstu söguslóðir Dalasýslu og rakti hvernig hann sá fyrir sér að treysta mætti byggðina með menningartengdri starfsemi, byggða á Íslendingasögunum. Þáttinn má sjá í heild að neðan.
Alþingi Andlát Tengdar fréttir Svavar fór með áhorfendur á æskuslóðir sínar Svavar Gestsson lýsti hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2017. Svavar fór þar með Kristjáni Má Unnarssyni um helstu söguslóðir Dalasýslu og rakti hvernig hann sá fyrir sér að treysta mætti byggðina með menningartengdri starfsemi, byggða á Íslendingasögunum. 18. janúar 2021 22:54 Svavar Gestsson er látinn Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfararnótt 18. janúar. Svavar fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní 1944, sonur hjónanna Guðrúnar Valdimarsdóttur og Gests Sveinssonar. Svavar var elstur átta systkina. 18. janúar 2021 15:49 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Svavar fór með áhorfendur á æskuslóðir sínar Svavar Gestsson lýsti hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2017. Svavar fór þar með Kristjáni Má Unnarssyni um helstu söguslóðir Dalasýslu og rakti hvernig hann sá fyrir sér að treysta mætti byggðina með menningartengdri starfsemi, byggða á Íslendingasögunum. 18. janúar 2021 22:54
Svavar Gestsson er látinn Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfararnótt 18. janúar. Svavar fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní 1944, sonur hjónanna Guðrúnar Valdimarsdóttur og Gests Sveinssonar. Svavar var elstur átta systkina. 18. janúar 2021 15:49