Biden biðst afsökunar vegna aðbúnaðar þjóðvarðliða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2021 09:36 Myndir af þjóðvarðliðum sem neyddust til að sofa á gólfi bílakjallara hafa vakið mikið umtal vestanhafs. EPA/MICHAEL REYNOLDS Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur beðist afsökunar vegna aðbúnaðar liðsmanna í þjóðvarðliði Bandaríkjanna, sem stóðu vaktina við þinghúsið, sem neyddust til að sofa í bílakjallara. Ríflega 25 þúsund þjóðvarðliðar stóðu vaktina í Washington DC á miðvikudaginn, daginn sem innsetningarathöfn Joe Biden fór fram, en óttast var að aftur kynnu að brjótast út óeirðir á borð við þær sem brutust út í og við þinghúsið tveimur vikum áður þegar æstur múgur braut sér leið inn í þinghúsið. Myndir af hermönnunum þar sem þeir sofa á gólfi bílakjallara í nágrenni þinghússins hafa verið í mikilli dreifingu á netinu. Aðstæður þjóðvarðliðanna hafa vakið reiði meðal stjórnmálamanna, meðal annars nokkurra ríkisstjóra sem einhverjir kölluðu þjóðvarðliða frá sínum ríkjum heim vegna málsins. Biden hringdi í yfirmann þjóðvarðliðsins í gær til að biðjast afsökunar og spurði hvað hægt væri að gera að því er fjölmiðlar vestanhafs greina frá. Þá mun forsetafrúin Jill Biden hafa farið í eigin persónu til að heilsa upp á nokkra þjóðvarðliða. Hún hafi þakkað þeim fyrir og fært þeim smákökur í boði Hvíta hússins. „Ég vildi bara koma við í dag og segja takk við ykkur öll fyrir að tryggja öryggi mitt og fjölskyldu minnar,“ sagði Jill Biden. Our troops deserve the utmost honor & respect for securing the Capitol & defending democracy this week. This is unconscionable & unsafe. Whoever s decision this was to house our National Guardsmen & women in underground parking lots must be held accountable. pic.twitter.com/mBwpoog6YC— Tim Scott (@SenatorTimScott) January 22, 2021 Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ríflega 25 þúsund þjóðvarðliðar stóðu vaktina í Washington DC á miðvikudaginn, daginn sem innsetningarathöfn Joe Biden fór fram, en óttast var að aftur kynnu að brjótast út óeirðir á borð við þær sem brutust út í og við þinghúsið tveimur vikum áður þegar æstur múgur braut sér leið inn í þinghúsið. Myndir af hermönnunum þar sem þeir sofa á gólfi bílakjallara í nágrenni þinghússins hafa verið í mikilli dreifingu á netinu. Aðstæður þjóðvarðliðanna hafa vakið reiði meðal stjórnmálamanna, meðal annars nokkurra ríkisstjóra sem einhverjir kölluðu þjóðvarðliða frá sínum ríkjum heim vegna málsins. Biden hringdi í yfirmann þjóðvarðliðsins í gær til að biðjast afsökunar og spurði hvað hægt væri að gera að því er fjölmiðlar vestanhafs greina frá. Þá mun forsetafrúin Jill Biden hafa farið í eigin persónu til að heilsa upp á nokkra þjóðvarðliða. Hún hafi þakkað þeim fyrir og fært þeim smákökur í boði Hvíta hússins. „Ég vildi bara koma við í dag og segja takk við ykkur öll fyrir að tryggja öryggi mitt og fjölskyldu minnar,“ sagði Jill Biden. Our troops deserve the utmost honor & respect for securing the Capitol & defending democracy this week. This is unconscionable & unsafe. Whoever s decision this was to house our National Guardsmen & women in underground parking lots must be held accountable. pic.twitter.com/mBwpoog6YC— Tim Scott (@SenatorTimScott) January 22, 2021
Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira